Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2025 11:18 Hér má sjá nokkra unga Víkinga með bjór í hönd á leik síðasta sumar. Hafi þeir mætt á leikinn í gær gátu þeir ekki endurtekið þann leik. Vísir/Diego Fundur lögreglu með knattspyrnufélögum á höfuðborgarsvæðinu hafði það meðal annars í för með sér að ekki var seldur bjór á heimaleik Víkinga gegn Aftureldingu í Bestu deild karla í gærkvöldi. Lögregla gerði athugasemdir við áfengisneyslu á heimaleik Stjörnunnar gegn Breiðabliki á föstudagskvöld. Umræða um áfengisneyslu á íþróttaviðburðum hefur verið nokkuð hávær undanfarnar vikur og hefur kastljósið helst beinst að leikjum í karlaflokki í úrslitakeppninni í körfubolta og Íslandsmótinu í fótbolta. Willum Þór Þórsson, nýkjörinn forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, sagði á dögunum ótækt að íþróttafélögin seldu áfengi á íþróttaviðburðum án þess að hafa til þess leyfi. Í fréttum Stöðvar 2 á dögunum kom fram að nokkur fjöldi félaga á höfuðborgarsvæðinu seldu áfengi án tilskilins leyfi. Ekkert félag hefði leyfi til að selja áfengi utandyra en borið hefur á því að stuðningsmenn hafi sötrað bjór í stúkunni í sumar. 433.is greindi frá því í morgun að aldrei slíku vant hefði bjór ekki verið til sölu í Fossvoginum í gær þar sem Víkingar fengu Aftureldingu í heimsókn í Bestu deild karla. Haukur Hinriksson, framkvæmdastjóri Víkings, segir félög á höfuðborgarsvæðinu hafa fundað með lögreglu nýlega. Félögin hafi fengið leiðbeiningar um hvaða leyfi þyrftu að vera til staðar fyrir áfengissölu, hvort sem um væri að ræða sölu inni í sal eða utandyra. Umsókn í ferli og vel tekið í bjórleysið Haukur segir Víking með nýja umsókn í ferli en henni þurfi að fylgja jákvæða umsögn frá aðilum á borð við Reykjavíkurborg, lögreglu, slökkviliði og heilbrigðiseftirliti. „Við vildum ekki vera að taka neina óþarfa sénsa á meðan þetta er í ferli,“ segir Haukur um áfengislaust gærkvöldið í Fossvoginum. „Við vonuðumst til að þetta tækist fyrir leikinn en núna vonumst við til að fá svör fyrir næsta heimaleik, sem er Evrópuleikur hjá okkur,“ segir Haukur. Stuðningsmenn í Víkinni í gærkvöldi hafi mætt áfengisleysinu af skilningi. Boðið hafi verið upp á óáfengan bjór fyrir þá sem vildu og einhver sala verið á honum. Sala á veitingum og þar með talið áfengi er ein af leiðum félaganna til að drýgja tekjur sínar og styðja við rekstur knattspyrnudeildanna. Haukur segir lögreglu hafa boðað komu sína á leiki félaga í efstu deild karlamegin. Það var einmitt tilfellið á föstudagskvöldið þegar Stjarnan tók á móti Breiðabliki í Garðabænum. Gerðu athugasemdir við ráf bjórþyrstra Baldvin Sturluson, framkvæmdastjóri Stjörnunnar, segir lögreglu hafa komið á staðinn og gert athugasemdir við að fólk væri með bjór utandyra auk þess sem einhverjir hefðu rölt með bjórinn upp í stúku sem sé ekki leyfilegt. Baldvin segir Stjörnuna vera með leyfi fyrir áfengissölu á Dúllubar og í veislusal sínum en ekki utandyra. Stjarnan ætli að sækja um það leyfi og lögregla sé meðvituð um að sú umsókn sé í ferli. Baldvin segir lögregluna í Hafnarfirði hafa rætt við Stjörnuna og farið yfir leyfismálin. Félagið eigi í góðu samtali við lögregluna um næstu skref fyrir áfengissölu utandyra. Félagið hafi ekki hug á því að leyfa bjórdrykkju í stúkunni en þó þannig að fólk geti á afmörkuðum stöðum á svæðinu verið utandyra fengið sér bjór áður en haldið sé í stúkuna. Við þetta má bæta að Framarar takmörkuðu bjórsölu á leik liðsins við ÍBV í gærkvöldi við veislusal félagsins eftir að hafa heyrt af lögregluheimsókn til Stjörnunnar á föstudagskvöldið. Félagið hefur leyfi fyrir sölu í veislusal sínum en bjórinn hefur verið seldur frammi á gangi í sumar. Þorgrímur Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Fram, segist eiga fund með aðstoðaryfirlögregluþjóni á morgun fyrir hönd félagsins svo allt sé á hreinu varðandi áfengissölu á íþróttaleikjum. Fréttin hefur verið uppfærð. Áfengi í íþróttastarfi Fótbolti Áfengi Reykjavík Stjarnan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Teikn á lofti þegar kemur að áfengisneyslu unglinga Teikn á lofti eru um að áfengisneysla meðal unglinga sé að aukast. Þetta segir formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum en hann furðar sig á að fimm árum eftir að netsala áfengis var kærð til lögreglu sé enn engin niðurstaða komin í málið. 16. júní 2025 12:52 Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist ekki vita til þess að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi skapað sérstök vandamál síðustu ár. Það sé áríðandi að regluverkið verði uppfært en íþróttafélögunum sé almennt treystandi til að skipuleggja söluna og fólki til að fara rólega í neysluna. 23. maí 2025 06:32 Óbreytt ástand kemur ekki til greina Koma þarf böndum á áfengissölu íþróttafélaganna að mati formanns menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, óbreytt ástand komi ekki til greina. Hann segir áfengisneyslu á íþróttaleikjum illa samræmast forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar. 20. maí 2025 19:03 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Umræða um áfengisneyslu á íþróttaviðburðum hefur verið nokkuð hávær undanfarnar vikur og hefur kastljósið helst beinst að leikjum í karlaflokki í úrslitakeppninni í körfubolta og Íslandsmótinu í fótbolta. Willum Þór Þórsson, nýkjörinn forseti Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, sagði á dögunum ótækt að íþróttafélögin seldu áfengi á íþróttaviðburðum án þess að hafa til þess leyfi. Í fréttum Stöðvar 2 á dögunum kom fram að nokkur fjöldi félaga á höfuðborgarsvæðinu seldu áfengi án tilskilins leyfi. Ekkert félag hefði leyfi til að selja áfengi utandyra en borið hefur á því að stuðningsmenn hafi sötrað bjór í stúkunni í sumar. 433.is greindi frá því í morgun að aldrei slíku vant hefði bjór ekki verið til sölu í Fossvoginum í gær þar sem Víkingar fengu Aftureldingu í heimsókn í Bestu deild karla. Haukur Hinriksson, framkvæmdastjóri Víkings, segir félög á höfuðborgarsvæðinu hafa fundað með lögreglu nýlega. Félögin hafi fengið leiðbeiningar um hvaða leyfi þyrftu að vera til staðar fyrir áfengissölu, hvort sem um væri að ræða sölu inni í sal eða utandyra. Umsókn í ferli og vel tekið í bjórleysið Haukur segir Víking með nýja umsókn í ferli en henni þurfi að fylgja jákvæða umsögn frá aðilum á borð við Reykjavíkurborg, lögreglu, slökkviliði og heilbrigðiseftirliti. „Við vildum ekki vera að taka neina óþarfa sénsa á meðan þetta er í ferli,“ segir Haukur um áfengislaust gærkvöldið í Fossvoginum. „Við vonuðumst til að þetta tækist fyrir leikinn en núna vonumst við til að fá svör fyrir næsta heimaleik, sem er Evrópuleikur hjá okkur,“ segir Haukur. Stuðningsmenn í Víkinni í gærkvöldi hafi mætt áfengisleysinu af skilningi. Boðið hafi verið upp á óáfengan bjór fyrir þá sem vildu og einhver sala verið á honum. Sala á veitingum og þar með talið áfengi er ein af leiðum félaganna til að drýgja tekjur sínar og styðja við rekstur knattspyrnudeildanna. Haukur segir lögreglu hafa boðað komu sína á leiki félaga í efstu deild karlamegin. Það var einmitt tilfellið á föstudagskvöldið þegar Stjarnan tók á móti Breiðabliki í Garðabænum. Gerðu athugasemdir við ráf bjórþyrstra Baldvin Sturluson, framkvæmdastjóri Stjörnunnar, segir lögreglu hafa komið á staðinn og gert athugasemdir við að fólk væri með bjór utandyra auk þess sem einhverjir hefðu rölt með bjórinn upp í stúku sem sé ekki leyfilegt. Baldvin segir Stjörnuna vera með leyfi fyrir áfengissölu á Dúllubar og í veislusal sínum en ekki utandyra. Stjarnan ætli að sækja um það leyfi og lögregla sé meðvituð um að sú umsókn sé í ferli. Baldvin segir lögregluna í Hafnarfirði hafa rætt við Stjörnuna og farið yfir leyfismálin. Félagið eigi í góðu samtali við lögregluna um næstu skref fyrir áfengissölu utandyra. Félagið hafi ekki hug á því að leyfa bjórdrykkju í stúkunni en þó þannig að fólk geti á afmörkuðum stöðum á svæðinu verið utandyra fengið sér bjór áður en haldið sé í stúkuna. Við þetta má bæta að Framarar takmörkuðu bjórsölu á leik liðsins við ÍBV í gærkvöldi við veislusal félagsins eftir að hafa heyrt af lögregluheimsókn til Stjörnunnar á föstudagskvöldið. Félagið hefur leyfi fyrir sölu í veislusal sínum en bjórinn hefur verið seldur frammi á gangi í sumar. Þorgrímur Smári Ólafsson, framkvæmdastjóri Fram, segist eiga fund með aðstoðaryfirlögregluþjóni á morgun fyrir hönd félagsins svo allt sé á hreinu varðandi áfengissölu á íþróttaleikjum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Áfengi í íþróttastarfi Fótbolti Áfengi Reykjavík Stjarnan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Teikn á lofti þegar kemur að áfengisneyslu unglinga Teikn á lofti eru um að áfengisneysla meðal unglinga sé að aukast. Þetta segir formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum en hann furðar sig á að fimm árum eftir að netsala áfengis var kærð til lögreglu sé enn engin niðurstaða komin í málið. 16. júní 2025 12:52 Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist ekki vita til þess að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi skapað sérstök vandamál síðustu ár. Það sé áríðandi að regluverkið verði uppfært en íþróttafélögunum sé almennt treystandi til að skipuleggja söluna og fólki til að fara rólega í neysluna. 23. maí 2025 06:32 Óbreytt ástand kemur ekki til greina Koma þarf böndum á áfengissölu íþróttafélaganna að mati formanns menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, óbreytt ástand komi ekki til greina. Hann segir áfengisneyslu á íþróttaleikjum illa samræmast forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar. 20. maí 2025 19:03 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Teikn á lofti þegar kemur að áfengisneyslu unglinga Teikn á lofti eru um að áfengisneysla meðal unglinga sé að aukast. Þetta segir formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum en hann furðar sig á að fimm árum eftir að netsala áfengis var kærð til lögreglu sé enn engin niðurstaða komin í málið. 16. júní 2025 12:52
Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist ekki vita til þess að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi skapað sérstök vandamál síðustu ár. Það sé áríðandi að regluverkið verði uppfært en íþróttafélögunum sé almennt treystandi til að skipuleggja söluna og fólki til að fara rólega í neysluna. 23. maí 2025 06:32
Óbreytt ástand kemur ekki til greina Koma þarf böndum á áfengissölu íþróttafélaganna að mati formanns menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, óbreytt ástand komi ekki til greina. Hann segir áfengisneyslu á íþróttaleikjum illa samræmast forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar. 20. maí 2025 19:03
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði