Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. júlí 2025 12:59 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, sakaði stjórnarandstöðuna um gaslýsingu og sagði öllu snúið á hvolf þegar stjórnarandstaðan lagði til að dagskrá þingsins yrði breytt, Vísir/Vilhelm Þingmenn vörpuðu fram ásökunum um gaslýsingu og fullyrtu að viðræður um þinglok hefðu aldrei gengið eins illa og núna. Tillögu stjórnarandstöðunnar um breytingar á dagskrá Alþingis var hafnað í morgun og umræður um veiðigjöld halda áfram Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, mælti í morgun fyrir dagskrárbreytingartillögu formanna þingflokka stjórnarandstöðunnar, um að fjármálaáætlun og frumvarp um almannatryggingar yrðu sett á dagskrá á undan veiðigjöldum. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, mælti í morgun fyrir dagskrárbreytingartillögu stjórnarandstöðunnar. Tillagan var felld með miklum meirihluta.Vísir/Vilhelm „Við í stjórnarandstöðunni erum að reyna að aðstoða við það að hér komist að mál sem er beinlínis lögbundið að verði kláruð,“ sagði Bergþór með vísan til fjármálaáætlunar. Í umræðum um tillöguna benti Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra, hins vegar á að fyrrnefnd fjármálaáætlun byggi meðal annars boðuðum breytingum á veiðigjöldum og því þyrfti að afgreiða málið. Gaslýsing Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði samningaviðræður um þinglok aldrei hafa gengið eins illa og núna. „Og það getur hver og einn litið í spegil og spurt hvers vegna það er. Þetta er algjörlega fordæmalaust og við erum að bjóða hér upp á leið til að láta þingstörfin ganga betur.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, sakaði stjórnarandstöðuna um gaslýsingu, rakti skilgreiningu hugtaksins í pontu og sagði öllu snúið á hvolf. „Málið er að þið eruð bara í grímulausri sérhagsmunagæslu,“ sagði Ásthildur og beindi orðum sínum að þingmönnum stjórnarandstöðunnar. „Og það sjá allir hvað þið eruð að gera með þessu. Þið eruð bara orðin uppiskroppa í veiðigjöldunum og viljið fá smá frið fyrir þeim. Fínt. Hættið þessu bara, greiðum atkvæði. Þetta er útrætt.“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á mælendaskrá um veiðigjöld í dag. Hann hefur flutt hátt í þrjátíu ræður um málið.Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæltu orðum Ásthildar um hagsmunagæslu en svo fór að tillögunni var hafnað með miklum meirihluta, eða þrjátíu og þremur atkvæðum gegn níu. Umræður um veiðigjöld hófust því á ný og standa nú yfir. Líkt og bent hefur verið á er Íslandsmet í lengd umræðu innan seilingar. Rætt hefur verið um veiðigjöldin í um 127 klukkustundir og átta klukkustundir vantar upp á að umræðan skáki Icesave-umræðunni sem er sú önnur lengsta í seinni tíð. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, hvetur þingmenn til þess að útkljá málið í atkvæðagreiðslu.Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn reyna enn að ná samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þingfrestun en viðræðurnar hafa strandað á veiðigjöldum. Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, hvatti þingmenn í morgun til þess að útkljá veiðigjaldaumræðuna í atkvæðagreiðslu. „Það eru takkar á borðinu okkar. Við útkljaúm mál með því að ýta á þessa takka. Það er lýðræðislegt,“ sagði Sigmar. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Endilega nota mannbrodda“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira
Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, mælti í morgun fyrir dagskrárbreytingartillögu formanna þingflokka stjórnarandstöðunnar, um að fjármálaáætlun og frumvarp um almannatryggingar yrðu sett á dagskrá á undan veiðigjöldum. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, mælti í morgun fyrir dagskrárbreytingartillögu stjórnarandstöðunnar. Tillagan var felld með miklum meirihluta.Vísir/Vilhelm „Við í stjórnarandstöðunni erum að reyna að aðstoða við það að hér komist að mál sem er beinlínis lögbundið að verði kláruð,“ sagði Bergþór með vísan til fjármálaáætlunar. Í umræðum um tillöguna benti Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfisráðherra, hins vegar á að fyrrnefnd fjármálaáætlun byggi meðal annars boðuðum breytingum á veiðigjöldum og því þyrfti að afgreiða málið. Gaslýsing Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði samningaviðræður um þinglok aldrei hafa gengið eins illa og núna. „Og það getur hver og einn litið í spegil og spurt hvers vegna það er. Þetta er algjörlega fordæmalaust og við erum að bjóða hér upp á leið til að láta þingstörfin ganga betur.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, sakaði stjórnarandstöðuna um gaslýsingu, rakti skilgreiningu hugtaksins í pontu og sagði öllu snúið á hvolf. „Málið er að þið eruð bara í grímulausri sérhagsmunagæslu,“ sagði Ásthildur og beindi orðum sínum að þingmönnum stjórnarandstöðunnar. „Og það sjá allir hvað þið eruð að gera með þessu. Þið eruð bara orðin uppiskroppa í veiðigjöldunum og viljið fá smá frið fyrir þeim. Fínt. Hættið þessu bara, greiðum atkvæði. Þetta er útrætt.“ Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er á mælendaskrá um veiðigjöld í dag. Hann hefur flutt hátt í þrjátíu ræður um málið.Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæltu orðum Ásthildar um hagsmunagæslu en svo fór að tillögunni var hafnað með miklum meirihluta, eða þrjátíu og þremur atkvæðum gegn níu. Umræður um veiðigjöld hófust því á ný og standa nú yfir. Líkt og bent hefur verið á er Íslandsmet í lengd umræðu innan seilingar. Rætt hefur verið um veiðigjöldin í um 127 klukkustundir og átta klukkustundir vantar upp á að umræðan skáki Icesave-umræðunni sem er sú önnur lengsta í seinni tíð. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, hvetur þingmenn til þess að útkljá málið í atkvæðagreiðslu.Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn reyna enn að ná samkomulagi um afgreiðslu mála fyrir þingfrestun en viðræðurnar hafa strandað á veiðigjöldum. Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, hvatti þingmenn í morgun til þess að útkljá veiðigjaldaumræðuna í atkvæðagreiðslu. „Það eru takkar á borðinu okkar. Við útkljaúm mál með því að ýta á þessa takka. Það er lýðræðislegt,“ sagði Sigmar.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir „Endilega nota mannbrodda“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Sjá meira