Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. júlí 2025 16:48 Hjalti Jóhannes Guðmundsson er skrifstofustjóri borgarlandsins. Hægra megin sjást íbúar Grafarvogs slá túnið við Sóleyjarima. Vísir Skrifstofustjóri borgaralandsins hjá Reykjavík segir að ákvörðun borgarinnar um að draga úr slætti á túni við Sóleyjarima í Grafarvogi tengist verkefninu Grassláttur í Reykjavík, og hafi ekkert með fyrirhugaða íbúðauppbyggingu eða deilur við Grafarvogsbúa um þéttingaráform að gera. Grafarvogur.net greindi frá því í gær að íbúar Grafarvogs, jafnt ungir sem aldnir, hefðu tekið til sinna ráða og slegið tún í eigu borgarinnar við Sóleyjarima. Borgin hafi ekki slegið túnið í sumar eins og undanfarin ár, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa. Fram kemur að túnið sé þekkt útivistarsvæði sem iði af börnum að leik á sumrin. Til standi að reisa þarna fjölda íbúða samkvæmt deiliskipulagi borgarinnar. Draga úr slætti í borginni Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgaralandsins hjá Reykjavík, segir að borgin hafi undanfarin ár verið að skoða svæði til að draga úr slætti, og túnið við Sóleyjarima hafi orðið fyrir valinu ásamt öðrum svæðum. „Þetta hefur alltaf verið í slætti hjá okkur undanfarin ár. En þetta tengist verkefni sem heitir Grassláttur í Reykjavík, þar sem við skoðum svæði þar sem draga má úr slætti og önnur sem jafnvel mega bara fá að vaxa villt,“ segir Hjalti. Hann segir að komi ábendingar um að fólk vilji láta slá þessi tún, þá geti borgin tekið mark á þeim. „Það er ekkert meitlað í stein í þessu. Það stóð til að slá Sóleyjarima bara einu sinni í sumar, og það átti að vera svona síðsumar,“ segir hann. Hann segir að engin tengsl séu milli fyrirhugaðrar íbúðauppbyggingar á svæðinu og ákvörðunar um að draga úr slætti á túninu. „Neinei. Sjónarmiðið á bak við þetta verkefni er að reyna auka aftur líffræðilegan fjölbreytileika og fá svona fjölbreyttara útlit á svæðið. Hjálpa þessum náttúrulega gróðri í borgarlandinu að vaxa og dafna,“ segir hann. Önnur svæði þar sem dregið hefur verið úr slætti séu til dæmis við Rafstöðvarveg og Sævarhöfða. Sambærileg verkefni séu algeng erlendis, og eitt slíkt sé í gangi á Austurlandi. Borgin hafi því ekki verið að refsa íbúum Grafarvogs vegna háværra deilna þeirra við borgaryfirvöld vegna þéttingaráforma. „Jájá ég hafna því. Það er ekkert í tengslum við þetta. Þetta er bara stórt verkefni og við erum náttúrulega bara alltaf að spekúlera í því hvernig best er að gera það að framkvæma það verkefni,“ segir Hjalti. Reykjavík Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Tengdar fréttir Slá færri svæði í nafni sjálfbærni Reykjavíkurborg hyggst draga úr slætti á völdum svæðum með það að markmiði að auka líffræðilega fjölbreytni á grasflötum borgarinnar. Ætlunin er að leyfa svæðunum að blómstra. 18. júní 2025 16:33 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Grafarvogur.net greindi frá því í gær að íbúar Grafarvogs, jafnt ungir sem aldnir, hefðu tekið til sinna ráða og slegið tún í eigu borgarinnar við Sóleyjarima. Borgin hafi ekki slegið túnið í sumar eins og undanfarin ár, þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir íbúa. Fram kemur að túnið sé þekkt útivistarsvæði sem iði af börnum að leik á sumrin. Til standi að reisa þarna fjölda íbúða samkvæmt deiliskipulagi borgarinnar. Draga úr slætti í borginni Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgaralandsins hjá Reykjavík, segir að borgin hafi undanfarin ár verið að skoða svæði til að draga úr slætti, og túnið við Sóleyjarima hafi orðið fyrir valinu ásamt öðrum svæðum. „Þetta hefur alltaf verið í slætti hjá okkur undanfarin ár. En þetta tengist verkefni sem heitir Grassláttur í Reykjavík, þar sem við skoðum svæði þar sem draga má úr slætti og önnur sem jafnvel mega bara fá að vaxa villt,“ segir Hjalti. Hann segir að komi ábendingar um að fólk vilji láta slá þessi tún, þá geti borgin tekið mark á þeim. „Það er ekkert meitlað í stein í þessu. Það stóð til að slá Sóleyjarima bara einu sinni í sumar, og það átti að vera svona síðsumar,“ segir hann. Hann segir að engin tengsl séu milli fyrirhugaðrar íbúðauppbyggingar á svæðinu og ákvörðunar um að draga úr slætti á túninu. „Neinei. Sjónarmiðið á bak við þetta verkefni er að reyna auka aftur líffræðilegan fjölbreytileika og fá svona fjölbreyttara útlit á svæðið. Hjálpa þessum náttúrulega gróðri í borgarlandinu að vaxa og dafna,“ segir hann. Önnur svæði þar sem dregið hefur verið úr slætti séu til dæmis við Rafstöðvarveg og Sævarhöfða. Sambærileg verkefni séu algeng erlendis, og eitt slíkt sé í gangi á Austurlandi. Borgin hafi því ekki verið að refsa íbúum Grafarvogs vegna háværra deilna þeirra við borgaryfirvöld vegna þéttingaráforma. „Jájá ég hafna því. Það er ekkert í tengslum við þetta. Þetta er bara stórt verkefni og við erum náttúrulega bara alltaf að spekúlera í því hvernig best er að gera það að framkvæma það verkefni,“ segir Hjalti.
Reykjavík Rekstur hins opinbera Borgarstjórn Tengdar fréttir Slá færri svæði í nafni sjálfbærni Reykjavíkurborg hyggst draga úr slætti á völdum svæðum með það að markmiði að auka líffræðilega fjölbreytni á grasflötum borgarinnar. Ætlunin er að leyfa svæðunum að blómstra. 18. júní 2025 16:33 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
Slá færri svæði í nafni sjálfbærni Reykjavíkurborg hyggst draga úr slætti á völdum svæðum með það að markmiði að auka líffræðilega fjölbreytni á grasflötum borgarinnar. Ætlunin er að leyfa svæðunum að blómstra. 18. júní 2025 16:33