Sósíalistum bolað úr Bolholti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. júlí 2025 19:14 Nýkjörinni stjórn Sósíalistaflokksins hefur verið gert að flytja úr húsnæði Vorstjörnunnar í Bolholti. Sósíalistaflokkur Íslands Sósíalistaflokkur Íslands er í leit að nýju húsnæði eftir að hafa verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. Flokkurinn hefur haft þar aðsetur um langt skeið en styrktarfélagið Vorstjarnan er með húsið á leigu. Mikið hefur gustað um Sósíalistaflokkinn og félög tengdum honum undanfarinn mánuð frá því að hallarbylting varð á aðalfundi flokksins í maí. Fyrrverandi stjórn flokksins, sem laut í lægra haldi á aðalfundinum, hlaut hins vegar kjör á aðalfundi Vorstjörnunnar í vikunni. Vorstjarnan er félag sem hefur verið nátengt Sósíalistaflokknum og hafa ríkisstyrkir flokksins runnið að stórum hluta til Vorstjörnunnar. Skipt var um lás í húsnæðinu beint eftir aðalfund Vorstjörnunnar. Flokknum hefur nú verið gert að flytja úr húsnæðinu og virðast flutningar standa yfir miðað við myndbirtingar flokksins á samfélagsmiðlum. „Kaflaskil hjá flokknum og það er sárt að kveðja blessað Bolholtið. En koma tímar koma ráð. Veist þú um húsnæði sem gæti hentað stjórnmálaflokki?“ segir í færslu flokksins á Facebook. Í tölvupósti Sósíalistaflokksins til flokksfélaga segir að flokknum hafi skyndilega verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. „Á morgun stóð til að málefnastjórn myndi kynna fyrir flokksmönnum nýja stefnu okkar í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og íbúa af erlendum uppruna. Mótun á þeirri stefnu hefur staðið yfir í dágóða stund og er mikil vinna þar að baki.“ „Því miður neyðumst við til þess að fresta þessari kynningu því flokknum hefur nokkuð skyndilega verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. Okkur þykir miður að þurfa að fresta þessari kynningunni en við munum upplýsa ykkur um nýja dagsetningu um leið og flokkurinn finnur nýtt heimili,“ segir í póstinum. Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Mikið hefur gustað um Sósíalistaflokkinn og félög tengdum honum undanfarinn mánuð frá því að hallarbylting varð á aðalfundi flokksins í maí. Fyrrverandi stjórn flokksins, sem laut í lægra haldi á aðalfundinum, hlaut hins vegar kjör á aðalfundi Vorstjörnunnar í vikunni. Vorstjarnan er félag sem hefur verið nátengt Sósíalistaflokknum og hafa ríkisstyrkir flokksins runnið að stórum hluta til Vorstjörnunnar. Skipt var um lás í húsnæðinu beint eftir aðalfund Vorstjörnunnar. Flokknum hefur nú verið gert að flytja úr húsnæðinu og virðast flutningar standa yfir miðað við myndbirtingar flokksins á samfélagsmiðlum. „Kaflaskil hjá flokknum og það er sárt að kveðja blessað Bolholtið. En koma tímar koma ráð. Veist þú um húsnæði sem gæti hentað stjórnmálaflokki?“ segir í færslu flokksins á Facebook. Í tölvupósti Sósíalistaflokksins til flokksfélaga segir að flokknum hafi skyndilega verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. „Á morgun stóð til að málefnastjórn myndi kynna fyrir flokksmönnum nýja stefnu okkar í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og íbúa af erlendum uppruna. Mótun á þeirri stefnu hefur staðið yfir í dágóða stund og er mikil vinna þar að baki.“ „Því miður neyðumst við til þess að fresta þessari kynningu því flokknum hefur nokkuð skyndilega verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. Okkur þykir miður að þurfa að fresta þessari kynningunni en við munum upplýsa ykkur um nýja dagsetningu um leið og flokkurinn finnur nýtt heimili,“ segir í póstinum.
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira