Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Aron Guðmundsson skrifar 8. júlí 2025 18:57 Elísabet Gunnarsdóttir hefur þurft að hafa hraðar hendur á fyrsta hálfa ári sínu sem þjálfari belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta. Vísir/Getty Lyklaborðsriddararnir voru fljótir að láta Elísabetu Gunnarsdóttur, landsliðsþjálfara Belgíu í fótbolta, heyra það og sögðu henni að drulla sér frá Belgíu. Nýr veruleiki þessa öfluga þjálfara sem segir fólk og fjölmiðla hafa fullan rétt á sínum skoðunum. Landslið Belgíu er í sömu stöðu og Ísland þegar litið er á möguleikana á EM. Liðið kemst ekki áfram í átta liða úrslitin eftir tap í fyrstu tveimur leikjum sínum en hefur þó sýnt afar jákvæða hluti í sínum leik og eru skemur á vegferð sinni komin heldur en íslenska landsliðið. Elísabet tók við stjórnartaumunum hjá Belgíu í janúar á þessu ári og hefur fengið skamman tíma til þess að koma hugmyndafræði sinni á framfæri og hún fann fljótt fyrir pressunni sem fylgir því að stýra landsliði hjá þessari miklu fótboltaþjóð Pressa getur oft verið af hinu góða en Elísabet fékk einnig að kynnast afar slæmri hlið af því sem getur fylgt því starfi að vera landsliðsþjálfari. Klippa: Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu „Það sem að mér brá mest við var hvað ég er búin að fá mikið af skilaboðum frá alls konar fólki sem er að hrauna yfir mig, segja mér hvað ég sé ömurleg, hvort ég haldi að ég sé Pep Guardiola og skrifa líka: „Drullaðu þér frá Belgíu,“ segir Elísabet í viðtali við íþróttadeild Sýnar. „Þetta er nýtt fyrir mér. Ég hef ekki upplifað þetta sem þjálfari Kristianstad eða Vals. Allt í einu er maður komin í þá stöðu að þurfa fara loka á fullt af fólki á samfélagsmiðlum og svo veit maður að fólk getur mögulega farið að hafa samband fjölskyldu sína. Svo hafa fjölmiðlar miklar skoðanir og það er bara eðlilegt. Fólkið í landinu líka. Ég vissi alveg að ég væri að taka við landsliði, stýra heilli þjóð og fólk hefur fullan rétt á því að hafa skoðanir á því sem að ég er að gera.“ Þessi skilaboð sem þú hefur fengið frá fólki úti í bæ, Jóni og Gunnu, eru þetta bara níðandi skilaboð eða jafnvel hótanir? Og hvernig varð þér við? „Ég get ekki sagt að ég hafi verið undirbúin undir þetta. Maður veit alveg að þetta gengur og gerist í heimi fótboltans og þá kannski sérstaklega í karlaboltanum. Ég hef allavegana alltaf hugsað það þannig, að við séum laus við þetta í kvennaboltanum. En ég sé það alveg núna að við erum ekkert laus við þetta í kvennaboltanum og veit til að mynda að eftir fyrsta leik okkar á EM gegn Ítalíu að margir af mínum leikmönnum voru að fá ljót skilaboð líka. Maður verður bara að ná að ýta þessu til hliðar því þetta er greinilega bara eitthvað sem er að fara vera hluti af okkar hversdagsleika á þessu sviði. Við verðum bara að díla við það líka.“ Dæmin hér fyrir ofan falla hins vegar í skuggann á skemmtilegri upplifun Elísabetar af starfi landsliðsþjálfarans líkt og heyra má af í klippunni hér fyrir neðan: EM 2025 í Sviss Belgía Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira
Landslið Belgíu er í sömu stöðu og Ísland þegar litið er á möguleikana á EM. Liðið kemst ekki áfram í átta liða úrslitin eftir tap í fyrstu tveimur leikjum sínum en hefur þó sýnt afar jákvæða hluti í sínum leik og eru skemur á vegferð sinni komin heldur en íslenska landsliðið. Elísabet tók við stjórnartaumunum hjá Belgíu í janúar á þessu ári og hefur fengið skamman tíma til þess að koma hugmyndafræði sinni á framfæri og hún fann fljótt fyrir pressunni sem fylgir því að stýra landsliði hjá þessari miklu fótboltaþjóð Pressa getur oft verið af hinu góða en Elísabet fékk einnig að kynnast afar slæmri hlið af því sem getur fylgt því starfi að vera landsliðsþjálfari. Klippa: Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu „Það sem að mér brá mest við var hvað ég er búin að fá mikið af skilaboðum frá alls konar fólki sem er að hrauna yfir mig, segja mér hvað ég sé ömurleg, hvort ég haldi að ég sé Pep Guardiola og skrifa líka: „Drullaðu þér frá Belgíu,“ segir Elísabet í viðtali við íþróttadeild Sýnar. „Þetta er nýtt fyrir mér. Ég hef ekki upplifað þetta sem þjálfari Kristianstad eða Vals. Allt í einu er maður komin í þá stöðu að þurfa fara loka á fullt af fólki á samfélagsmiðlum og svo veit maður að fólk getur mögulega farið að hafa samband fjölskyldu sína. Svo hafa fjölmiðlar miklar skoðanir og það er bara eðlilegt. Fólkið í landinu líka. Ég vissi alveg að ég væri að taka við landsliði, stýra heilli þjóð og fólk hefur fullan rétt á því að hafa skoðanir á því sem að ég er að gera.“ Þessi skilaboð sem þú hefur fengið frá fólki úti í bæ, Jóni og Gunnu, eru þetta bara níðandi skilaboð eða jafnvel hótanir? Og hvernig varð þér við? „Ég get ekki sagt að ég hafi verið undirbúin undir þetta. Maður veit alveg að þetta gengur og gerist í heimi fótboltans og þá kannski sérstaklega í karlaboltanum. Ég hef allavegana alltaf hugsað það þannig, að við séum laus við þetta í kvennaboltanum. En ég sé það alveg núna að við erum ekkert laus við þetta í kvennaboltanum og veit til að mynda að eftir fyrsta leik okkar á EM gegn Ítalíu að margir af mínum leikmönnum voru að fá ljót skilaboð líka. Maður verður bara að ná að ýta þessu til hliðar því þetta er greinilega bara eitthvað sem er að fara vera hluti af okkar hversdagsleika á þessu sviði. Við verðum bara að díla við það líka.“ Dæmin hér fyrir ofan falla hins vegar í skuggann á skemmtilegri upplifun Elísabetar af starfi landsliðsþjálfarans líkt og heyra má af í klippunni hér fyrir neðan:
EM 2025 í Sviss Belgía Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sjá meira