Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júlí 2025 17:27 Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sleit þingfundi í gærkvöldi. Vísir/Einar Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lýsir orðum ráðherra um hana í kjölfar fundarslita gærkvöldsins alvarleg og ógeðfelld. Ríkisstjórnin hefur fordæmt ákvörðun Hildar, og mennta- og barnamálaráðherra hefur líkt atvikinu við valdarán. Hildur tók til máls síðust þingmanna fyrir fundarhlé á þingfundi dagsins rétt fyrir klukkan fimm í dag. Þar sagðist hún sem varaforseti þingsins í gærkvöldi ekki vitað betur en að hún væri að fylgja reglum þegar hún sleit þingfundi skömmu fyrir miðnætti. Hún hafi gert forseta þingsins og forsætisnefnd grein fyrir því. Minnihlutinn hafður fyrir rangri sök „Ég vil hins vegar nota þetta tækifæri, frú forseti, og gera alvarlegar athugasemdir við hvernig hæstvirtir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands töluðu um mig í ljósi þessa atviks eins og þeir gerðu. Fleiri en einn, og fleiri en tveir. Það var ekki eingöngu þolað af hálfu meirihlutans, það var beinlínis stutt og hvatt áfram. Orðin sem voru látin hér falla eru alvarleg, þau eru ógeðfelld og þau eru þinginu ekki til sóma. Og ég verð að fá að segja að það sé mikil miður að stjórnarmeirihlutinn hér horfi ekki inn á við til þess að horfast í augu við sína ábyrgð á þeirri stöðu sem hér er í þinginu og þeirri vangetu til að ná hér samningum. Þetta stendur ekki á okkur. Við erum höfð fyrir rangri sök hér í fjölmiðlum, þetta er alvarlegt ástand,“ sagði Hildur í pontu. Hún segir að tími sé kominn til að meirihlutinn axli ábyrgð og frábiður sér málflutning viðhöfðum til handa minnihlutanum. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fordæmdi ákvörðun Hildar í viðtali við fréttamann í dag. Hún sagði atvikið fordæmalaust í sögu Alþingis og gríðarlega alvarlegt. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra líkti atvikinu við valdarán í pontu á þingfundi í dag og kallaði eftir að Hildur segði af sér. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði að Hildur hefði kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi án nokkurs samráðs við forseta þingsins. Engin fyrirmæli um lengri fund Upp úr sauð á þinginu í dag þegar Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði Hildi hafa fylgt vinnureglum með ákvörðun sinni. Í skoðunargrein á Vísi sem birtist síðdegis rökstyður Bryndís þann málflutning sinn. Hún rekur hvernig flokkssystir hennar hafi fylgt vinnureglum um forseta Alþingis og segir meðal annars að þegar Hildur sat sína síðustu vakt kvöldsins í gær hefði hún ekki fengið nein fyrirmæli eða skilaboð um það að þingfundur ætti að standa lengur en til miðnættis. „Háttaði þannig til að þegar klukkan var orðin 23:40 var Þorsteinn Sæmundsson, varaþingmaður Miðflokksins næstur á mælendaskrá, var hann að fara í sína 3. ræðu í annarri umræðu um veiðigjöld. Þýðir það 5 mínútna ræðutíma og full andsvör við ræðuna væru í heild 16 mínútur. Hefði því full ræða með fullum andsvörum farið umfram hefðbundna lengd á þingfundi. Sleit því Hildur þingfundi.“ Því hafi ákvörðun Hildar um að slíta fundinum verið í samræmi við vinnureglur forseta Alþingis og því væri ekki við hana að sakast. „Þess má geta að undanfarna daga hafa þingfundir að jafnaði ekki staðið mikið lengur en til kl. 01:00. Gífuryrði um „valdarán“ og „orrustuna um Ísland“ hverfast því í raun einungis um þessa einu mögulegu klukkustund í umræðum um veiðigjöld, sem aldrei varð,“ segir Bryndís. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Hildur tók til máls síðust þingmanna fyrir fundarhlé á þingfundi dagsins rétt fyrir klukkan fimm í dag. Þar sagðist hún sem varaforseti þingsins í gærkvöldi ekki vitað betur en að hún væri að fylgja reglum þegar hún sleit þingfundi skömmu fyrir miðnætti. Hún hafi gert forseta þingsins og forsætisnefnd grein fyrir því. Minnihlutinn hafður fyrir rangri sök „Ég vil hins vegar nota þetta tækifæri, frú forseti, og gera alvarlegar athugasemdir við hvernig hæstvirtir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands töluðu um mig í ljósi þessa atviks eins og þeir gerðu. Fleiri en einn, og fleiri en tveir. Það var ekki eingöngu þolað af hálfu meirihlutans, það var beinlínis stutt og hvatt áfram. Orðin sem voru látin hér falla eru alvarleg, þau eru ógeðfelld og þau eru þinginu ekki til sóma. Og ég verð að fá að segja að það sé mikil miður að stjórnarmeirihlutinn hér horfi ekki inn á við til þess að horfast í augu við sína ábyrgð á þeirri stöðu sem hér er í þinginu og þeirri vangetu til að ná hér samningum. Þetta stendur ekki á okkur. Við erum höfð fyrir rangri sök hér í fjölmiðlum, þetta er alvarlegt ástand,“ sagði Hildur í pontu. Hún segir að tími sé kominn til að meirihlutinn axli ábyrgð og frábiður sér málflutning viðhöfðum til handa minnihlutanum. Talsverða athygli vakti í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ákvað að slíta fundi Alþingis klukkan 23:39, þegar hún sat í stóli forseta þingsins. Hún er fimmti varaforseti Alþingis. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fordæmdi ákvörðun Hildar í viðtali við fréttamann í dag. Hún sagði atvikið fordæmalaust í sögu Alþingis og gríðarlega alvarlegt. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra líkti atvikinu við valdarán í pontu á þingfundi í dag og kallaði eftir að Hildur segði af sér. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sagði að Hildur hefði kippt lýðræðinu úr sambandi með því að slíta þingfundi án nokkurs samráðs við forseta þingsins. Engin fyrirmæli um lengri fund Upp úr sauð á þinginu í dag þegar Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði Hildi hafa fylgt vinnureglum með ákvörðun sinni. Í skoðunargrein á Vísi sem birtist síðdegis rökstyður Bryndís þann málflutning sinn. Hún rekur hvernig flokkssystir hennar hafi fylgt vinnureglum um forseta Alþingis og segir meðal annars að þegar Hildur sat sína síðustu vakt kvöldsins í gær hefði hún ekki fengið nein fyrirmæli eða skilaboð um það að þingfundur ætti að standa lengur en til miðnættis. „Háttaði þannig til að þegar klukkan var orðin 23:40 var Þorsteinn Sæmundsson, varaþingmaður Miðflokksins næstur á mælendaskrá, var hann að fara í sína 3. ræðu í annarri umræðu um veiðigjöld. Þýðir það 5 mínútna ræðutíma og full andsvör við ræðuna væru í heild 16 mínútur. Hefði því full ræða með fullum andsvörum farið umfram hefðbundna lengd á þingfundi. Sleit því Hildur þingfundi.“ Því hafi ákvörðun Hildar um að slíta fundinum verið í samræmi við vinnureglur forseta Alþingis og því væri ekki við hana að sakast. „Þess má geta að undanfarna daga hafa þingfundir að jafnaði ekki staðið mikið lengur en til kl. 01:00. Gífuryrði um „valdarán“ og „orrustuna um Ísland“ hverfast því í raun einungis um þessa einu mögulegu klukkustund í umræðum um veiðigjöld, sem aldrei varð,“ segir Bryndís.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent