Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júlí 2025 18:19 Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Vísir Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafna því að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi lagt fram tillögur „í lokuðu umslagi yfir borðið“ í þinglokaviðræðum. Þeir segja óæskilegt að ræða um viðræðurnar, sem eigi að vera bundnar trúnaði, á opinberum vettvangi. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Hildur Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, Bergþórs Ólasonar, þingflokksformanns Miðflokksins og Ingibjargar Isaksen þingflokksformanns Framsóknar. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna funda nú þrír saman eftir að hlé var gert á fundi formanna flokkanna sem hófst síðdegis. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í dag minnihlutann hafa lagt fram eigið frumvarp í lokuðu umslagi og krafist þess að ríkisstjórnin legði það fram sem hennar eigið. „Þetta er alvarlegt ástand. Þjóðin hefur fylgst með málþófi minnihlutans. Það sem þjóðin þarf að fá að vita er hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin í þessum þinglokasamningum,“ sagði hún. Þar segja þau viðræður stjórnar og stjórnarandstöðu um þinglok eiga að vera háðar trúnaði. Óæskilegt sé að þær fari fram á opinberum vettvangi. Þau segja þær tillögur sem þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt á borð hafi allar verið lagðar fram með það að augnamiði að leysa þann hnút sem upp er kominn í þingstörfunum. Tillögurnar séu ekki settar fram sem afarkostir. „Þær eru heldur ekki afhentar „í lokuðu umslagi yfir borðið“ eins og forsætisráðherra komst að orði. Ráðherra sat ekki fundi þingflokksformanna og því óljóst hvaðan umrædd lýsing atburða er sprottin. Ummæli forsætisráðherra geta aðeins átt sér tvær skýringar; annað hvort veit hún ekki betur eða talar gegn betri vitund. Undirrituð hafa virt trúnað í hvívetna enda hafa þinglokaviðræður í áratugarás byggt slíkum trúnaði. Engu að síður er ástæða til þess nú að það komi skýrt fram að málavextir eins og þeim hefur verið haldið á lofti af forsætisráðherra og stjórnarliðum eru ekki sannleikanum samkvæmir,“ segir í yfirlýsingu, Hildar, Bergþórs og Ingibjargar. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Hildur Sverrisdóttur, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins, Bergþórs Ólasonar, þingflokksformanns Miðflokksins og Ingibjargar Isaksen þingflokksformanns Framsóknar. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna funda nú þrír saman eftir að hlé var gert á fundi formanna flokkanna sem hófst síðdegis. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í dag minnihlutann hafa lagt fram eigið frumvarp í lokuðu umslagi og krafist þess að ríkisstjórnin legði það fram sem hennar eigið. „Þetta er alvarlegt ástand. Þjóðin hefur fylgst með málþófi minnihlutans. Það sem þjóðin þarf að fá að vita er hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin í þessum þinglokasamningum,“ sagði hún. Þar segja þau viðræður stjórnar og stjórnarandstöðu um þinglok eiga að vera háðar trúnaði. Óæskilegt sé að þær fari fram á opinberum vettvangi. Þau segja þær tillögur sem þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt á borð hafi allar verið lagðar fram með það að augnamiði að leysa þann hnút sem upp er kominn í þingstörfunum. Tillögurnar séu ekki settar fram sem afarkostir. „Þær eru heldur ekki afhentar „í lokuðu umslagi yfir borðið“ eins og forsætisráðherra komst að orði. Ráðherra sat ekki fundi þingflokksformanna og því óljóst hvaðan umrædd lýsing atburða er sprottin. Ummæli forsætisráðherra geta aðeins átt sér tvær skýringar; annað hvort veit hún ekki betur eða talar gegn betri vitund. Undirrituð hafa virt trúnað í hvívetna enda hafa þinglokaviðræður í áratugarás byggt slíkum trúnaði. Engu að síður er ástæða til þess nú að það komi skýrt fram að málavextir eins og þeim hefur verið haldið á lofti af forsætisráðherra og stjórnarliðum eru ekki sannleikanum samkvæmir,“ segir í yfirlýsingu, Hildar, Bergþórs og Ingibjargar.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira