„Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Árni Sæberg skrifar 11. júlí 2025 10:29 Guðrún er ekki ánægð með ákvörðun forseta. Vísir/Ívar Fannar Formaður Sjálfstæðisflokksins segist harma ákvörðun forseta Alþingis að virkja svokallað „kjarnorkuákvæði“ þingskapalaga til þess að stöðva umræður um frumvarp um hækkun veiðigjalda. „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra, hennar ríkisstjórn og virðingu þeirra fyrir Alþingi Íslendinga.“ Samkvæmt 71. grein þingskaparlaga, sem stundum hefur verið nefnd „kjarnorkuákvæðið“ getur forseti sett þinginu tímamörk þegar kemur að umræðum um ákveðið mál. Hann getur einnig lagt til að umræðum verði hætt þegar í stað, og er þá gengið til atkvæðagreiðslu um tillögu hans án nokkurrar umræðu. Gengið til atkvæða án umræðu Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, gerði hið síðarnefnda við upphaf þingfundar í dag. Fylgjast má með vendingum dagsins í vaktinni í fréttinni hér að neðan: Þegar ákvæðinu er beitt er gengið til atkvæðagreiðslu án umræðu en þingmönnum gefst þó tækifæri á að ræða atkvæðagreiðsluna. Það gerði meðal annarra Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Alvarleg tímamót í íslenskum stjórnmálum „Frú forseti, ég harma þessa tillögu forseta. Þetta eru alvarleg tímamót í íslenskum stjórnmálum. Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að nota úrræði sem á allra síst að nota í lýðræðisríki, svokallað kjarnorkuákvæði.“ Ástæðan fyrir því að ákvæðinu hafi ekki verið beitt í 66 ár sé að það sé talið svo íþyngjandi inngrip í þingræðið og málfrelsi þingmanna að það eigi einungis að vera notað í ítrustu neyð. „Það er engin þjóðarvá fyrir dyrum hér. Kristrún Frostadóttir er þar með fyrsti forsætisráðherrann í 66 ár sem mistekst að miðla málum á Alþingi. Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra, hennar ríkisstjórn og virðingu þeirra fyrir Alþingi Íslendinga.“ Tók til máls öðru sinni Guðrún lét sér ekki eina ræðu duga um atkvæðagreiðsluna heldur steig hún aftur í pontu. „Alla okkar lýðveldissögu hefur verið óskrifuð pólitísk sátt um að beiting 71. greinar sé síðasta úrræðið sem einungis á að nota í ýtrustu neyð. Alla tíð, í öllum þeim erfiðu málum sem þingið hefur þurft að leysa úr, hafa þingmenn sýnt þroska, virðingu og skilning á því að þingið á að vera vettvangur umræðu en ekki þöggunar. Og hingað til hefur meirihlutinn virt þá hefð að leita sátta og samninga í stað þess að beita valdi til að þagga niður í minni hlutanum.“ Það hafi verið staðan allt þar til að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við völdum. Hún muni setja mark sitt á söguna sem fyrsta ríkisstjórnin sem fórnaði þingræðinu fyrir skattahækkun. Kristrún Frostadóttir, valdi að beita úrræði sem hingað til hefur einungis verið notað í neyðartilvikum, svo varði þjóðarhag, vegna þeirrar einföldu ástæðu að hæstvirtur forsætisráðherra var hvorki tilbúinn í samtal né til að leita sátta. Þetta er ekki neyðartilvik. Þetta er ekki mál sem snertir þjóðaröryggi. Það er pólitísk ákvörðun tekin hér um að þagga niður í stjórnarandstöðu með þessum hætti. Ég er hrædd um að þessi vanhugsaða ákvörðun hafi sett fordæmi sem mun skaða Alþingi Íslendinga til frambúðar. Aldrei hefur nein ríkisstjórn lagst svo lágt fyrir jafnvondan málstað eins og að hækka skatta.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Sjá meira
Samkvæmt 71. grein þingskaparlaga, sem stundum hefur verið nefnd „kjarnorkuákvæðið“ getur forseti sett þinginu tímamörk þegar kemur að umræðum um ákveðið mál. Hann getur einnig lagt til að umræðum verði hætt þegar í stað, og er þá gengið til atkvæðagreiðslu um tillögu hans án nokkurrar umræðu. Gengið til atkvæða án umræðu Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, gerði hið síðarnefnda við upphaf þingfundar í dag. Fylgjast má með vendingum dagsins í vaktinni í fréttinni hér að neðan: Þegar ákvæðinu er beitt er gengið til atkvæðagreiðslu án umræðu en þingmönnum gefst þó tækifæri á að ræða atkvæðagreiðsluna. Það gerði meðal annarra Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins. Alvarleg tímamót í íslenskum stjórnmálum „Frú forseti, ég harma þessa tillögu forseta. Þetta eru alvarleg tímamót í íslenskum stjórnmálum. Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að nota úrræði sem á allra síst að nota í lýðræðisríki, svokallað kjarnorkuákvæði.“ Ástæðan fyrir því að ákvæðinu hafi ekki verið beitt í 66 ár sé að það sé talið svo íþyngjandi inngrip í þingræðið og málfrelsi þingmanna að það eigi einungis að vera notað í ítrustu neyð. „Það er engin þjóðarvá fyrir dyrum hér. Kristrún Frostadóttir er þar með fyrsti forsætisráðherrann í 66 ár sem mistekst að miðla málum á Alþingi. Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra, hennar ríkisstjórn og virðingu þeirra fyrir Alþingi Íslendinga.“ Tók til máls öðru sinni Guðrún lét sér ekki eina ræðu duga um atkvæðagreiðsluna heldur steig hún aftur í pontu. „Alla okkar lýðveldissögu hefur verið óskrifuð pólitísk sátt um að beiting 71. greinar sé síðasta úrræðið sem einungis á að nota í ýtrustu neyð. Alla tíð, í öllum þeim erfiðu málum sem þingið hefur þurft að leysa úr, hafa þingmenn sýnt þroska, virðingu og skilning á því að þingið á að vera vettvangur umræðu en ekki þöggunar. Og hingað til hefur meirihlutinn virt þá hefð að leita sátta og samninga í stað þess að beita valdi til að þagga niður í minni hlutanum.“ Það hafi verið staðan allt þar til að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tók við völdum. Hún muni setja mark sitt á söguna sem fyrsta ríkisstjórnin sem fórnaði þingræðinu fyrir skattahækkun. Kristrún Frostadóttir, valdi að beita úrræði sem hingað til hefur einungis verið notað í neyðartilvikum, svo varði þjóðarhag, vegna þeirrar einföldu ástæðu að hæstvirtur forsætisráðherra var hvorki tilbúinn í samtal né til að leita sátta. Þetta er ekki neyðartilvik. Þetta er ekki mál sem snertir þjóðaröryggi. Það er pólitísk ákvörðun tekin hér um að þagga niður í stjórnarandstöðu með þessum hætti. Ég er hrædd um að þessi vanhugsaða ákvörðun hafi sett fordæmi sem mun skaða Alþingi Íslendinga til frambúðar. Aldrei hefur nein ríkisstjórn lagst svo lágt fyrir jafnvondan málstað eins og að hækka skatta.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Breytingar á veiðigjöldum Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Sjá meira