Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 11. júlí 2025 11:53 Ólafur Þ. Harðarson er prófessor í stjórnmálafræði. Vísir/Vilhelm Prófessor í stjórnmálafræði segir það fordæmalaust að svokölluðu kjarnorkuákvæði sé beitt gegn málþófi á Alþingi. Ekki sé algengt að jafn þung orð séu látin falla í þinginu líkt og síðustu daga. Of snemmt sé að segja til um áhrifin sem beiting ákvæðisins geti haft á þingið en möguleiki er á að það málþófshefðir íslenskra þingmanna breytist til muna. „Það er sögulegt en ekki óvænt eftir það sem að forystukonur ríkisstjórnarinnar sögðu á þinginu í gær. Málþófið er núna búið að standa í fjórar venjulegar vinnuvikur svo það gat eiginlega ekki haldið áfram,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Að beita 71. grein þingskapalaga, stundum kallað kjarnorkuákvæðið, þýðir að forseti Alþingis getur sett þinginu tímamörk þegar kemur að umræðum um ákveðin mál. Það gerðist nú í morgun þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, lagði til að umræðum yrði hætt þegar í stað og eftir atkvæðagreiðslu um tillöguna verður nú gengið til efnislegrar atkvæðagreiðslu um veiðigjaldafrumvarpið. „Þetta þýðir að meirihlutinn hefur gert það alveg skýrt að minnihlutinn ræður ekki niðurstöðu þingmála. Ýmsir hafa talið og haldið því fram að ef að þessu ákvæði yrði beitt þá yrði allt vitlaust í þinginu, það yrði slíkar hefndaraðgerðir að allt þingið væri óstarfhæft. Það verður ákaflega fróðlegt að fylgjast með því hvað gerist núna í framhaldinu og hvernig stjórnarandstaðan bregst við,“ segir Ólafur. Hann segir enga leið til að segja til um hvernig framhaldið verður. „Það veltur á því hve miklu stjórnin hyggst koma í gegn á þessu þingi og ekki síður á því hver viðbrögð stjórnarandstöðunnar verða við öðrum málum sem stjórnin vill koma í gegn. Það er í fullkominni óvissu eins og stendur.“ Ekki algengt að svo þung orð séu látin falla Málið varðar breytingar á veiðigjöldum en hafa umræður um frumvarp atvinnuvegaráðherrans staðið í rúmar 158 klukkustundir. Mikið gekk á í þinginu í gær og sökuðu þingmenn hvorn annan um einræðistilburði og valdarán. Ólafur segir þung orð líkt og þau hafa verið notuð áður en það sé ekki algengt. „Stóryrði voru sérstaklega mikið notuð varðandi deilurnar um aðild að Atlantshafsbandalaginu og herstöðinni í Keflavík. Þá voru landráðabrigsl algeng en sem betur fer er orðbragð af þessu tagi ekki algengt í samtímanum.“ Aðspurður hvort að um óvenjulega harkalega byrjun á kjörtímabili sé að ræða segist Ólafur ekki viss. „Það hafa náttúrulega stundum verið mjög harkalegar deilur í þinginu en þetta hefur verði með harkalegasta móti. Þetta gríðarlega langa málþóf og síðan það úrræði að beita 71. greininni það er auðvitað fordæmalaust.“ Of snemmt að segja til um áhrifin Ólafur segir ákvörðun forseta Alþingis ekki hafa komið á óvart. „Við höfum búið við málþófshefð þó að aldrei hefur gerst áður að menn séu að ræða eitt mál í fjórar venjulegar vinnuvikur. Þetta er óþekkt hér í nágrannalöndunum. Miðað við allan aðdragandann kemur mér ekki á óvart að þessu ákveði hafi verið beitt núna,“ segir hann. Óvíst er hvernig þingmenn stjórnarandstöðunnar bregðist við ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna. Of snemmt sé að segja til um hvort Alþingi verði aldrei samt eftir þetta. „Það er of snemmt að segja til um það en það að stoppa málþóf með þessum hætti gæti vel þýtt að Alþingi verði aldrei samt aftur, það er að segja að málþóf af þessu tagi verði ekki framar liðið. Vonandi gerist það með því að þingmenn komi sér saman um breytingar á þingskapalögum en séu ekki í endalausum skærum í þinginu,“ segir Ólafur. Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira
„Það er sögulegt en ekki óvænt eftir það sem að forystukonur ríkisstjórnarinnar sögðu á þinginu í gær. Málþófið er núna búið að standa í fjórar venjulegar vinnuvikur svo það gat eiginlega ekki haldið áfram,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Að beita 71. grein þingskapalaga, stundum kallað kjarnorkuákvæðið, þýðir að forseti Alþingis getur sett þinginu tímamörk þegar kemur að umræðum um ákveðin mál. Það gerðist nú í morgun þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, lagði til að umræðum yrði hætt þegar í stað og eftir atkvæðagreiðslu um tillöguna verður nú gengið til efnislegrar atkvæðagreiðslu um veiðigjaldafrumvarpið. „Þetta þýðir að meirihlutinn hefur gert það alveg skýrt að minnihlutinn ræður ekki niðurstöðu þingmála. Ýmsir hafa talið og haldið því fram að ef að þessu ákvæði yrði beitt þá yrði allt vitlaust í þinginu, það yrði slíkar hefndaraðgerðir að allt þingið væri óstarfhæft. Það verður ákaflega fróðlegt að fylgjast með því hvað gerist núna í framhaldinu og hvernig stjórnarandstaðan bregst við,“ segir Ólafur. Hann segir enga leið til að segja til um hvernig framhaldið verður. „Það veltur á því hve miklu stjórnin hyggst koma í gegn á þessu þingi og ekki síður á því hver viðbrögð stjórnarandstöðunnar verða við öðrum málum sem stjórnin vill koma í gegn. Það er í fullkominni óvissu eins og stendur.“ Ekki algengt að svo þung orð séu látin falla Málið varðar breytingar á veiðigjöldum en hafa umræður um frumvarp atvinnuvegaráðherrans staðið í rúmar 158 klukkustundir. Mikið gekk á í þinginu í gær og sökuðu þingmenn hvorn annan um einræðistilburði og valdarán. Ólafur segir þung orð líkt og þau hafa verið notuð áður en það sé ekki algengt. „Stóryrði voru sérstaklega mikið notuð varðandi deilurnar um aðild að Atlantshafsbandalaginu og herstöðinni í Keflavík. Þá voru landráðabrigsl algeng en sem betur fer er orðbragð af þessu tagi ekki algengt í samtímanum.“ Aðspurður hvort að um óvenjulega harkalega byrjun á kjörtímabili sé að ræða segist Ólafur ekki viss. „Það hafa náttúrulega stundum verið mjög harkalegar deilur í þinginu en þetta hefur verði með harkalegasta móti. Þetta gríðarlega langa málþóf og síðan það úrræði að beita 71. greininni það er auðvitað fordæmalaust.“ Of snemmt að segja til um áhrifin Ólafur segir ákvörðun forseta Alþingis ekki hafa komið á óvart. „Við höfum búið við málþófshefð þó að aldrei hefur gerst áður að menn séu að ræða eitt mál í fjórar venjulegar vinnuvikur. Þetta er óþekkt hér í nágrannalöndunum. Miðað við allan aðdragandann kemur mér ekki á óvart að þessu ákveði hafi verið beitt núna,“ segir hann. Óvíst er hvernig þingmenn stjórnarandstöðunnar bregðist við ákvörðun ríkisstjórnarflokkanna. Of snemmt sé að segja til um hvort Alþingi verði aldrei samt eftir þetta. „Það er of snemmt að segja til um það en það að stoppa málþóf með þessum hætti gæti vel þýtt að Alþingi verði aldrei samt aftur, það er að segja að málþóf af þessu tagi verði ekki framar liðið. Vonandi gerist það með því að þingmenn komi sér saman um breytingar á þingskapalögum en séu ekki í endalausum skærum í þinginu,“ segir Ólafur.
Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Sjá meira