„Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Jón Þór Stefánsson skrifar 11. júlí 2025 20:07 Guðrún og Sigmar ræddu málin í kvöldfréttum Sýnar. Vísir/Ívar Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, spáir því að þingmeirihlutinn muni á morgun leggja fram breytingar á veiðigjaldafrumvarpinu. Meirihlutinn muni gera það vegna þess að hann viti það innst inni í hjarta sér að frumvarpið sé ekki gott. Þetta var á meðal þess sem kom fram í Kvöldfréttum Sýnar, þar sem Guðrún og Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, ræddu þá ákvörðun að beita 71. grein þingskaparlaga og knýja fram atkvæðagreiðslu í Veiðigjaldfrumvarpinu, sem hefur nú verið rætt á Alþingi lengur en öll önnur mál. „Ég held að alvarlega fordæmið sem liggi fyrir okkur í þessu máli sé að það hafi verið fluttar um 3500 ræður í 160 klukkutíma. Hér hafa einstaka ræðumenn talað í næstum því 200 sinnum í þessu máli, og samt er verið að tala um að það sé verið að taka málfrelsi af þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Ég held að það sé nauðsynlegt að við komum okkur aðeins niður á jörðina með þetta,“ sagði Sigmar. „Þessi óbilgjarna krafa stjórnarandstöðunnar að þinglok séu á hennar forsendum, en ekki lýðræðislega kjörnum meirihluta þingsins, það er hin vonda fordæmi sem við tökum út úr þessum dögum.“ „Skömm þeirra er mikil“ Guðrún sagði það segja meira um Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra en nokkuð annað að hún sé fyrsti forsætisráðherrann í 66 ár sem ekki hafi tekist að semja um þinglok. „Þetta var engin venjuleg ákvörðun. Þetta var pólitísk stefnubreyting sem mun marka djúp spor í þingsögu þjóðarinnar.“ Skilur þú ekki þessa ákvörðun? Hvenær átti þetta að enda? „Ég get bara sagt það, og ég hef sagt það mjög oft: Þetta mál kom alltof seint til þingsins, það var illa unnið, það voru rangar forsendur í því, það var ekkert mat gert á áhrifum til dæmis fyrir sveitarfélögin, og vinnan í nefndinni gekk illa. Okkar nefndarmenn í minnihluta óskuðu ítrekað eftir því að fá umsagnaraðila til nefndarinnar, en það var ekki á neitt hlustað,“ sagði Guðrún. „Þegar svona umræða má ekki eiga sér stað um svona mál í nefnd, þá óhjákvæmilega færist sú umræða yfir í þingsal. Það var það sem gerðist og það er á ábyrgð ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur.“ Þessi ríkisstjórn var búin að segja: „Það er komið gott. Við munum ekki breyta. Við ætlum að samþykkja þetta frumvarp eins og það er.“ Er þá ekki bara kominn tími til að pakka og átta sig á því að meirihlutinn ræður? „Og vaða yfir minnihlutann með því að þagga niður í honum? Þetta er eins ólýðræðislegt í lýðræðisríki og hægt er að vera. Skömm þeirra er mikil, það mun sagan sýna.“ Frumvarpið „drasl“ Sigmar sagði stjórnarandstöðuna hafa hagað sér með andlýðræðislegum hætti. Hún hafi tekið þingið í gíslingu. Þá hafi verið erfitt að semja við minnihlutann um þinglok. „Á ekkert er hlustað og á einhverjum tímapunkti verður forseti þingsins að gæta að því að það er þingræði, það er lýðræðislega kjörinn meirihluti við stjórn. Þetta áttu ekki að vera viðræður eins og verið væri að mynda ríkisstjórn, en það var uppleggið af ykkar hálfu.“ Guðrún svaraði um hæl og kallaði veiðigjaldafrumvarpið „drasl“. „Þú þekkir það manna best Sigmar Guðmundsson að það eru alltaf þinglokasamningar. Þá er verið að leita málamiðlana til þess að leggja ýmis mál í jörð, en einnig að lagfæra mál. Það liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl,“ sagði Guðrún. „Ég held að það sé alveg fyrirséð, og ég spái því að á morgun muni meirihlutinn leggja fram breytingartillögu við þetta frumvarp vegna þess að þau vita það öll innst inni að þetta er meingallað frumvarp sem mun valda alvarlegum skaða á atvinnulífi Íslendinga.“ Sjálfstæðisflokkurinn hafi áður gagnrýnt málþófið mest Að sögn Sigmars gat stjórnarandstaðan ekki ætlast til þess að frumvarpið sem færi í gegn væri frá henni komið. „Það er ekki þannig að uppleggið geti verið þannig af hálfu stjórnarandstöðunnar að eina leiðin í þessu máli sé að það sé lagt fram mál frá stjórnarandstöðunni í staðinn fyrir stjórnarmálið. Þessi umræða er komin í svo miklar ógöngur. Það hafa svo alvarlegir hlutir gerst.“ Jafnframt sagði hann Sjálfstæðisflokkinn hafa gagnrýnt Miðflokkinn harðlega árið 2019, þegar Orkupakki 3 var ræddur á Alþingi. „Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýndi manna mest málþóf Miðflokksins á sínum tíma í þriðja orkupakkanum. Og benti þá ítrekað á að þetta væri einsdæmi í löndunum í kringum okkur að það væri hægt að beita málþófi til þess að koma í veg fyrir að mál færu í atkvæðagreiðslu,“ sagði Sigmar. „Það er lýðræðislegt að meirihlutinn á endanum, ber ábyrgð á sínum málum. Það er ekki minnihlutans að geta krafist þess að málum sé breytt þannig að hann verði að vera á græna takkanum.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram í Kvöldfréttum Sýnar, þar sem Guðrún og Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar, ræddu þá ákvörðun að beita 71. grein þingskaparlaga og knýja fram atkvæðagreiðslu í Veiðigjaldfrumvarpinu, sem hefur nú verið rætt á Alþingi lengur en öll önnur mál. „Ég held að alvarlega fordæmið sem liggi fyrir okkur í þessu máli sé að það hafi verið fluttar um 3500 ræður í 160 klukkutíma. Hér hafa einstaka ræðumenn talað í næstum því 200 sinnum í þessu máli, og samt er verið að tala um að það sé verið að taka málfrelsi af þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Ég held að það sé nauðsynlegt að við komum okkur aðeins niður á jörðina með þetta,“ sagði Sigmar. „Þessi óbilgjarna krafa stjórnarandstöðunnar að þinglok séu á hennar forsendum, en ekki lýðræðislega kjörnum meirihluta þingsins, það er hin vonda fordæmi sem við tökum út úr þessum dögum.“ „Skömm þeirra er mikil“ Guðrún sagði það segja meira um Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra en nokkuð annað að hún sé fyrsti forsætisráðherrann í 66 ár sem ekki hafi tekist að semja um þinglok. „Þetta var engin venjuleg ákvörðun. Þetta var pólitísk stefnubreyting sem mun marka djúp spor í þingsögu þjóðarinnar.“ Skilur þú ekki þessa ákvörðun? Hvenær átti þetta að enda? „Ég get bara sagt það, og ég hef sagt það mjög oft: Þetta mál kom alltof seint til þingsins, það var illa unnið, það voru rangar forsendur í því, það var ekkert mat gert á áhrifum til dæmis fyrir sveitarfélögin, og vinnan í nefndinni gekk illa. Okkar nefndarmenn í minnihluta óskuðu ítrekað eftir því að fá umsagnaraðila til nefndarinnar, en það var ekki á neitt hlustað,“ sagði Guðrún. „Þegar svona umræða má ekki eiga sér stað um svona mál í nefnd, þá óhjákvæmilega færist sú umræða yfir í þingsal. Það var það sem gerðist og það er á ábyrgð ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur.“ Þessi ríkisstjórn var búin að segja: „Það er komið gott. Við munum ekki breyta. Við ætlum að samþykkja þetta frumvarp eins og það er.“ Er þá ekki bara kominn tími til að pakka og átta sig á því að meirihlutinn ræður? „Og vaða yfir minnihlutann með því að þagga niður í honum? Þetta er eins ólýðræðislegt í lýðræðisríki og hægt er að vera. Skömm þeirra er mikil, það mun sagan sýna.“ Frumvarpið „drasl“ Sigmar sagði stjórnarandstöðuna hafa hagað sér með andlýðræðislegum hætti. Hún hafi tekið þingið í gíslingu. Þá hafi verið erfitt að semja við minnihlutann um þinglok. „Á ekkert er hlustað og á einhverjum tímapunkti verður forseti þingsins að gæta að því að það er þingræði, það er lýðræðislega kjörinn meirihluti við stjórn. Þetta áttu ekki að vera viðræður eins og verið væri að mynda ríkisstjórn, en það var uppleggið af ykkar hálfu.“ Guðrún svaraði um hæl og kallaði veiðigjaldafrumvarpið „drasl“. „Þú þekkir það manna best Sigmar Guðmundsson að það eru alltaf þinglokasamningar. Þá er verið að leita málamiðlana til þess að leggja ýmis mál í jörð, en einnig að lagfæra mál. Það liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl,“ sagði Guðrún. „Ég held að það sé alveg fyrirséð, og ég spái því að á morgun muni meirihlutinn leggja fram breytingartillögu við þetta frumvarp vegna þess að þau vita það öll innst inni að þetta er meingallað frumvarp sem mun valda alvarlegum skaða á atvinnulífi Íslendinga.“ Sjálfstæðisflokkurinn hafi áður gagnrýnt málþófið mest Að sögn Sigmars gat stjórnarandstaðan ekki ætlast til þess að frumvarpið sem færi í gegn væri frá henni komið. „Það er ekki þannig að uppleggið geti verið þannig af hálfu stjórnarandstöðunnar að eina leiðin í þessu máli sé að það sé lagt fram mál frá stjórnarandstöðunni í staðinn fyrir stjórnarmálið. Þessi umræða er komin í svo miklar ógöngur. Það hafa svo alvarlegir hlutir gerst.“ Jafnframt sagði hann Sjálfstæðisflokkinn hafa gagnrýnt Miðflokkinn harðlega árið 2019, þegar Orkupakki 3 var ræddur á Alþingi. „Sjálfstæðisflokkurinn gagnrýndi manna mest málþóf Miðflokksins á sínum tíma í þriðja orkupakkanum. Og benti þá ítrekað á að þetta væri einsdæmi í löndunum í kringum okkur að það væri hægt að beita málþófi til þess að koma í veg fyrir að mál færu í atkvæðagreiðslu,“ sagði Sigmar. „Það er lýðræðislegt að meirihlutinn á endanum, ber ábyrgð á sínum málum. Það er ekki minnihlutans að geta krafist þess að málum sé breytt þannig að hann verði að vera á græna takkanum.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira