Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. júlí 2025 12:20 Því hefur löngum verið haldið fram að í gögnum Epstein-málsins sé að finna nöfn valdamikilla manna sem kunni að hafa misnotað stúlkur með athafnamanninum. Getty/Images Alríkissaksóknarinn Maurene Comey fékk reisupassann í gær en hún starfaði á Manhattan og kom meðal annars að málum ríkisins gegn Sean Combs, Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell. Engar ástæður hafa verið gefnar fyrir því að Comey var sagt upp störfum en tímasetningin vekur athygli, þar sem deilur standa nú yfir meðal Repúblikana um birtingu gagna í Epstein-málinu. Það ber hins vegar einnig að nefna að Maurene er elsta dóttir James Comey, fyrrverandi forstjóra Alríkislögreglunnar, sem er síður en svo í uppáhaldi hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Sumir dyggustu stuðningsmanna Trump hafa lent í andstöðu við forsetann varðandi Epstein-málið síðustu daga en á meðan þeir hafa kallað eftir því að öll gögn í málinu verði gerð opinber, hefur forsetinn freistað þess að gera lítið úr því. Dómsmálaráðherrann Pam Bondi hefur orðið tvísaga um tilvist lista yfir nána samtarfsmenn Epstein, og mögulega meðsektarmenn, en nú segir hún engan slíkan lista til þrátt fyrir að hafa áður haft á orði að hann lægi á borðinu hjá sér. Politico fjallaði um Epstein-málið á þriðjudag, degi áður en Comey var látin fjúka, og greindi meðal annars frá aðkomu saksóknarans. Comey var á móti birtingu gagna málsins á sínum tíma og New York Times gerir því skóna að mögulega hyggist stjórnvöld nota hana sem blóraböggul til að lægja öldurnar. Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Engar ástæður hafa verið gefnar fyrir því að Comey var sagt upp störfum en tímasetningin vekur athygli, þar sem deilur standa nú yfir meðal Repúblikana um birtingu gagna í Epstein-málinu. Það ber hins vegar einnig að nefna að Maurene er elsta dóttir James Comey, fyrrverandi forstjóra Alríkislögreglunnar, sem er síður en svo í uppáhaldi hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta. Sumir dyggustu stuðningsmanna Trump hafa lent í andstöðu við forsetann varðandi Epstein-málið síðustu daga en á meðan þeir hafa kallað eftir því að öll gögn í málinu verði gerð opinber, hefur forsetinn freistað þess að gera lítið úr því. Dómsmálaráðherrann Pam Bondi hefur orðið tvísaga um tilvist lista yfir nána samtarfsmenn Epstein, og mögulega meðsektarmenn, en nú segir hún engan slíkan lista til þrátt fyrir að hafa áður haft á orði að hann lægi á borðinu hjá sér. Politico fjallaði um Epstein-málið á þriðjudag, degi áður en Comey var látin fjúka, og greindi meðal annars frá aðkomu saksóknarans. Comey var á móti birtingu gagna málsins á sínum tíma og New York Times gerir því skóna að mögulega hyggist stjórnvöld nota hana sem blóraböggul til að lægja öldurnar.
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila