„Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2025 06:44 Trump, eiginkona hans Melania, Epstein og Maxwell í Mar-A-Lago árið 2000. Getty/Davidoff Studios Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. Það var Wall Street Journal sem greindi frá afmælisskilaboðunum. Samkvæmt umfjöllun miðilsins fékk Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona og stundum kærasta Epstein, ættingja og vini athafnamannsins til að senda sér afmæliskort í tilefni 50 ára afmælis hans, sem hún svo safnaði saman í bók. Bókin er sögð vera meðal gagna sem saksóknarar höfðu undir höndum fyrir mörgum árum síðan, þegar brot Epstein komust fyrst upp. Á kortinu frá Trump var að finna teikningu af naktri konu en skapahár hennar voru undirskrift forsetans; „Donald“. Á kortinu var einnig að finna afmæliskveðjuna hér að ofan. Aðrir miðlar hafa greint frá því að Trump hafi freistað þess að koma í veg fyrir útgáfu fréttar Wall Street Journal og eftir birtinguna í gær hefur forsetinn sagst munu höfða mál á hendur miðlinum. Trump var myndaður með Epstein nokkrum sinnum í kringum aldamótin. „Ég hef þekkt Jeff í fimmtán ár. Frábær gaur,“ sagði Trump um vin sinn árið 2002. „Það er mjög gaman að vera með honum. Þeir segja meira að segja að hann kunni jafnvel að meta fallegar konur jafn mikið og ég, og margar þeirra eru í yngri kantinum. Það er enginn vafi á því; Jeffrey nýtur félagslífsins.“ Árið 2019, þegar Epstein var handtekinn, sagði Trump þá ekki hafa talað saman í fimmtán ár. „Ég var ekki aðdáandi hans; svo mikið get ég sagt þér,“ sagði forsetinn þá. Ákvörðun stjórnvalda að birta ekki gögn í Epstein-málinu hefur klofið Repúblikanaflokkinn en Trump veitti dómsmálaráðherra heimild í gær til að birta sum þeirra. Tíminn mun leiða í ljós hvort það dugir til að lægja öldurnar. Mál Jeffrey Epstein Erlend sakamál Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira
Það var Wall Street Journal sem greindi frá afmælisskilaboðunum. Samkvæmt umfjöllun miðilsins fékk Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona og stundum kærasta Epstein, ættingja og vini athafnamannsins til að senda sér afmæliskort í tilefni 50 ára afmælis hans, sem hún svo safnaði saman í bók. Bókin er sögð vera meðal gagna sem saksóknarar höfðu undir höndum fyrir mörgum árum síðan, þegar brot Epstein komust fyrst upp. Á kortinu frá Trump var að finna teikningu af naktri konu en skapahár hennar voru undirskrift forsetans; „Donald“. Á kortinu var einnig að finna afmæliskveðjuna hér að ofan. Aðrir miðlar hafa greint frá því að Trump hafi freistað þess að koma í veg fyrir útgáfu fréttar Wall Street Journal og eftir birtinguna í gær hefur forsetinn sagst munu höfða mál á hendur miðlinum. Trump var myndaður með Epstein nokkrum sinnum í kringum aldamótin. „Ég hef þekkt Jeff í fimmtán ár. Frábær gaur,“ sagði Trump um vin sinn árið 2002. „Það er mjög gaman að vera með honum. Þeir segja meira að segja að hann kunni jafnvel að meta fallegar konur jafn mikið og ég, og margar þeirra eru í yngri kantinum. Það er enginn vafi á því; Jeffrey nýtur félagslífsins.“ Árið 2019, þegar Epstein var handtekinn, sagði Trump þá ekki hafa talað saman í fimmtán ár. „Ég var ekki aðdáandi hans; svo mikið get ég sagt þér,“ sagði forsetinn þá. Ákvörðun stjórnvalda að birta ekki gögn í Epstein-málinu hefur klofið Repúblikanaflokkinn en Trump veitti dómsmálaráðherra heimild í gær til að birta sum þeirra. Tíminn mun leiða í ljós hvort það dugir til að lægja öldurnar.
Mál Jeffrey Epstein Erlend sakamál Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Sjá meira