Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar 18. júlí 2025 20:31 Kæra fullorðna fólk, síðustu fimm vikurnar höfum við í Jafningjafræðslu Hins Hússins frætt um 1300 ungmenni, þar af lang flest í vinnuskólum Reykjavíkur. Við eyðum deginum með þeim og fræðum þau um ýmis málefni, sem liggja þeim ofarlega á hjarta, á jafningjagrundvelli. Við dæmum þau ekki, heldur hlustum við og þannig náum við þeim úr skelinni og byggjum upp ómetanlegt traust sem getur aðeins myndast milli jafnaldra. Við höfum átt þann heiður að læra ýmislegt af þeim en við höfum líka tekið eftir ákveðnu mynstri sem við getum ekki hunsað. Ungmennin okkar lifa í netheimi sem er stöðugt að reyna að selja þeim eitthvað, t.d. hugmyndafræði sem byggir á fordómum, fjárhættuspil, klám og óraunhæfar væntingar bæði til sín og annara. Þetta er svo sem ekkert nýtt en það hefur aldrei verið jafn létt að lifa tvöföldu lífi og fela skaðandi ávana. Ungu strákarnir okkar eiga undir högg að sækja hvað varðar spilafíkn hér á landi. Spilafíknin var að okkar mati mest sláandi. Þessar veðmálasíður eru markaðssettar að kornungum strákum, í gegnum t.d. tölvuleiki, samfélagsmiðla og íþróttaefni. Þessir leikir nýta sér ýmsar þekktar aðferðir til að fanga athyglina og hefja fíkn. Þessi ungmenni eru mörg að taka þátt í þessum fjárhættuspilum án þess að foreldrar þeirra viti af því eða jafnvel að nota peningana þeirra í leyfisleysi. Við tókum einnig eftir því að klám er eitthvað sem ungmenni eiga í basli með, þá sérstaklega ungir strákar. Klámfíkn getur haft gífurlega miklar félagslegar afleiðingar og er hún líklega sú fíkn sem er auðveldast að fela. Hún er lúmsk og sá sem hana hefur áttar sig oft ekki á skaðlegu áhrifunum. Ungmenni fara að hafa óraunhæfar kröfur til hvors annars, bera minni virðingu fyrir mörkum og eru líklegri til að beita kynferðislegu ofbeldi. Það hefur verið mikil umfjöllun um bakslag í baráttu kvenna, hinsegin fólks og fólks af erlendum uppruna. Við getum staðfest að þetta bakslag hefur einnig átt sér stað meðal ungmenna. Þessir fordómar byggja nær alltaf á falsfréttum, einkum á TikTok. Ungmennin eru að lenda í bergmálshelli eigin skoðana á samfélagsmiðlum þar sem þau sjá aðeins efni sem ýtir undir og stigmagnar fordóma þeirra. Þau sjá aðeins efni frá fólki sem hefur sömu skoðanir og þau og sjá þess vegna aðeins eina hlið á mörgum málum. Þetta á þó ekki bara við um ungmennin okkar heldur alla. Jafningjafræðsla Hins Hússins 2025. Rauði þráðurinn í þessu öllu saman er einmannaleikinn. Börn eru farin að leika töluvert minna saman og kjósa frekar að eyða tímanum sínum í netheiminum. Sumir eiga hundruði vina í símanum en hafa misst öll tengsl við fólkið í raunheiminum og hafa þar af leiðandi engan til að tala við og draga sig því í hlé. Úr einmanaleikanum vex nær allt það neikvæða í samfélaginu okkar. Hann kemur ungmennum í viðkvæma stöðu gagnvart skaðlegu efni á netinu og í raunheiminum og dregur niður sjálfstraust þeirra. Þó þetta kunni að hljóma hræðilega, viljum við fullvissa ykkur um eitt, ungmennin okkar eru mögnuð. Þau eru klár, opin og stórskemmtileg, og þau eru framtíðin okkar allra. Þessi kynslóð er sú fyrsta sem elst upp við gjörbreytta heimsmynd og það kallar á nýjar leiðir og lausnir. Með þessum breytingum fylgja áskoranir, en líka ný tækifæri. Við í Jafningjafræðslunni erum handviss um að þessi kynslóð, okkar kynslóð, muni verða okkur öllum til sóma. Hún hefur styrkinn og hugrekkið til að rjúfa gamlar, skaðlegar hefðir og skapa betri heim. Nú er komið að ykkur, kæru foreldrar og forráðamenn að taka við keflinu. Takið samtalið, spyrjið hvernig börnunum ykkar líður og ekki bara hvernig var í skólanum. Ræðið við börnin ykkar um fjárhættuspil, klám, fordóma og allar þær hættur sem bíða þeirra. Ekki forðast þessi samtöl bara af því að þau eru erfið eða óþægileg. Nú er komið að ykkur að grípa boltann! Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar fyrir hönd Jafningjafræðslu í Hins Hússins.. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Klám Fjárhættuspil Samfélagsmiðlar Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Sjá meira
Kæra fullorðna fólk, síðustu fimm vikurnar höfum við í Jafningjafræðslu Hins Hússins frætt um 1300 ungmenni, þar af lang flest í vinnuskólum Reykjavíkur. Við eyðum deginum með þeim og fræðum þau um ýmis málefni, sem liggja þeim ofarlega á hjarta, á jafningjagrundvelli. Við dæmum þau ekki, heldur hlustum við og þannig náum við þeim úr skelinni og byggjum upp ómetanlegt traust sem getur aðeins myndast milli jafnaldra. Við höfum átt þann heiður að læra ýmislegt af þeim en við höfum líka tekið eftir ákveðnu mynstri sem við getum ekki hunsað. Ungmennin okkar lifa í netheimi sem er stöðugt að reyna að selja þeim eitthvað, t.d. hugmyndafræði sem byggir á fordómum, fjárhættuspil, klám og óraunhæfar væntingar bæði til sín og annara. Þetta er svo sem ekkert nýtt en það hefur aldrei verið jafn létt að lifa tvöföldu lífi og fela skaðandi ávana. Ungu strákarnir okkar eiga undir högg að sækja hvað varðar spilafíkn hér á landi. Spilafíknin var að okkar mati mest sláandi. Þessar veðmálasíður eru markaðssettar að kornungum strákum, í gegnum t.d. tölvuleiki, samfélagsmiðla og íþróttaefni. Þessir leikir nýta sér ýmsar þekktar aðferðir til að fanga athyglina og hefja fíkn. Þessi ungmenni eru mörg að taka þátt í þessum fjárhættuspilum án þess að foreldrar þeirra viti af því eða jafnvel að nota peningana þeirra í leyfisleysi. Við tókum einnig eftir því að klám er eitthvað sem ungmenni eiga í basli með, þá sérstaklega ungir strákar. Klámfíkn getur haft gífurlega miklar félagslegar afleiðingar og er hún líklega sú fíkn sem er auðveldast að fela. Hún er lúmsk og sá sem hana hefur áttar sig oft ekki á skaðlegu áhrifunum. Ungmenni fara að hafa óraunhæfar kröfur til hvors annars, bera minni virðingu fyrir mörkum og eru líklegri til að beita kynferðislegu ofbeldi. Það hefur verið mikil umfjöllun um bakslag í baráttu kvenna, hinsegin fólks og fólks af erlendum uppruna. Við getum staðfest að þetta bakslag hefur einnig átt sér stað meðal ungmenna. Þessir fordómar byggja nær alltaf á falsfréttum, einkum á TikTok. Ungmennin eru að lenda í bergmálshelli eigin skoðana á samfélagsmiðlum þar sem þau sjá aðeins efni sem ýtir undir og stigmagnar fordóma þeirra. Þau sjá aðeins efni frá fólki sem hefur sömu skoðanir og þau og sjá þess vegna aðeins eina hlið á mörgum málum. Þetta á þó ekki bara við um ungmennin okkar heldur alla. Jafningjafræðsla Hins Hússins 2025. Rauði þráðurinn í þessu öllu saman er einmannaleikinn. Börn eru farin að leika töluvert minna saman og kjósa frekar að eyða tímanum sínum í netheiminum. Sumir eiga hundruði vina í símanum en hafa misst öll tengsl við fólkið í raunheiminum og hafa þar af leiðandi engan til að tala við og draga sig því í hlé. Úr einmanaleikanum vex nær allt það neikvæða í samfélaginu okkar. Hann kemur ungmennum í viðkvæma stöðu gagnvart skaðlegu efni á netinu og í raunheiminum og dregur niður sjálfstraust þeirra. Þó þetta kunni að hljóma hræðilega, viljum við fullvissa ykkur um eitt, ungmennin okkar eru mögnuð. Þau eru klár, opin og stórskemmtileg, og þau eru framtíðin okkar allra. Þessi kynslóð er sú fyrsta sem elst upp við gjörbreytta heimsmynd og það kallar á nýjar leiðir og lausnir. Með þessum breytingum fylgja áskoranir, en líka ný tækifæri. Við í Jafningjafræðslunni erum handviss um að þessi kynslóð, okkar kynslóð, muni verða okkur öllum til sóma. Hún hefur styrkinn og hugrekkið til að rjúfa gamlar, skaðlegar hefðir og skapa betri heim. Nú er komið að ykkur, kæru foreldrar og forráðamenn að taka við keflinu. Takið samtalið, spyrjið hvernig börnunum ykkar líður og ekki bara hvernig var í skólanum. Ræðið við börnin ykkar um fjárhættuspil, klám, fordóma og allar þær hættur sem bíða þeirra. Ekki forðast þessi samtöl bara af því að þau eru erfið eða óþægileg. Nú er komið að ykkur að grípa boltann! Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar fyrir hönd Jafningjafræðslu í Hins Hússins..
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar