Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. júlí 2025 15:32 Robbie mun bregða sér í sama hlutverk og Allison Hayes lék árið 1958 og Daryl Hannah árið 1993. Ástralska leikkonan Margot Robbie mun leika fimmtíu feta konuna í endurgerð leikstjórans Tims Burton á sígildu B-myndinni frá 1958. Upphaflega var greint frá því í febrúar 2024 að Burton myndi leikstýra endurgerð Attack of the Fifty Foot Woman og að rithöfundurinn Gillian Flynn, sem skrifaði glæpasöguna Gone Girl og handrit samnefndrar kvikmyndar, myndi skrifa handrit endurgerðarinnar. Síðan þá hefur ekkert heyrst af myndinni þar til í dag þegar Hollywood-blaðamaðurinn Jeff Sneider greindi frá ráðningu Robbie. Sneider hefur jafnframt eftir heimildamönnum sínum að Margot Robbie og LuckyChap Entertainment, framleiðslufyrirtæki hennar, hafi gengið til liðs við framleiðsluteymi myndarinnar. Í upprunalegu myndinni lék Allison Hayes hina efnuðu Nancy Archer sem hittir fyrir geimveru, breytist í kjölfarið í fimmtíu feta (fimmtán metra) tröllkonu og ákveður að hefna sín á sviksömum eiginmanni sínum. Myndin var endurgerð 1993 sem sjónvarpsgrínmynd með Daryl Hannah í aðalhlutverki. Fantasía, Wuthering Heights og tröllkona Robbie lék síðast dúkkuna Barbie í Barbie (2023) sem rakaði inn gríðarlegum tekjum fyrir Warner Bros-samsteypuna. Robbie var einnig framleiðandi stórmyndarinnar og hefur verið að færa sig meira og meira út í framleiðslu. Robbie bleikklædd að kynna Barbie-myndina.Jon Kopaloff/Getty Images Myndin kemur væntanlega ekki fyrr en 2027 í fyrsta lagi en á undan því mun Robbie leika aðalhlutverkið í rómantísku fantasíunni A Big Bold Beatiful Journey og svo Catherine Earnshaw í enn einni útgáfunni af Wuthering Heights. Tim Burton leikstýrði síðast framhaldsmyndinni Beetlejuice Beetlejuice (2024) sem kom út í fyrra og þar áður fjölskyldumyndunum Dumbo (2019) og Miss Peregrine's Home for Peculiar Children (2016). Það verður spennandi í hvað átt Robbie og Burton fara með skrímslamyndar-endurgerðina. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Margot Robbie orðin mamma Leikkonan Margot Robbie og Tom Ackerley eignuðust dreng í síðasta mánuði. Um er að ræða fyrsta barn þeirra hjóna sem hafa verið gift frá 2016. 3. nóvember 2024 14:43 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Upphaflega var greint frá því í febrúar 2024 að Burton myndi leikstýra endurgerð Attack of the Fifty Foot Woman og að rithöfundurinn Gillian Flynn, sem skrifaði glæpasöguna Gone Girl og handrit samnefndrar kvikmyndar, myndi skrifa handrit endurgerðarinnar. Síðan þá hefur ekkert heyrst af myndinni þar til í dag þegar Hollywood-blaðamaðurinn Jeff Sneider greindi frá ráðningu Robbie. Sneider hefur jafnframt eftir heimildamönnum sínum að Margot Robbie og LuckyChap Entertainment, framleiðslufyrirtæki hennar, hafi gengið til liðs við framleiðsluteymi myndarinnar. Í upprunalegu myndinni lék Allison Hayes hina efnuðu Nancy Archer sem hittir fyrir geimveru, breytist í kjölfarið í fimmtíu feta (fimmtán metra) tröllkonu og ákveður að hefna sín á sviksömum eiginmanni sínum. Myndin var endurgerð 1993 sem sjónvarpsgrínmynd með Daryl Hannah í aðalhlutverki. Fantasía, Wuthering Heights og tröllkona Robbie lék síðast dúkkuna Barbie í Barbie (2023) sem rakaði inn gríðarlegum tekjum fyrir Warner Bros-samsteypuna. Robbie var einnig framleiðandi stórmyndarinnar og hefur verið að færa sig meira og meira út í framleiðslu. Robbie bleikklædd að kynna Barbie-myndina.Jon Kopaloff/Getty Images Myndin kemur væntanlega ekki fyrr en 2027 í fyrsta lagi en á undan því mun Robbie leika aðalhlutverkið í rómantísku fantasíunni A Big Bold Beatiful Journey og svo Catherine Earnshaw í enn einni útgáfunni af Wuthering Heights. Tim Burton leikstýrði síðast framhaldsmyndinni Beetlejuice Beetlejuice (2024) sem kom út í fyrra og þar áður fjölskyldumyndunum Dumbo (2019) og Miss Peregrine's Home for Peculiar Children (2016). Það verður spennandi í hvað átt Robbie og Burton fara með skrímslamyndar-endurgerðina.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Margot Robbie orðin mamma Leikkonan Margot Robbie og Tom Ackerley eignuðust dreng í síðasta mánuði. Um er að ræða fyrsta barn þeirra hjóna sem hafa verið gift frá 2016. 3. nóvember 2024 14:43 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Margot Robbie orðin mamma Leikkonan Margot Robbie og Tom Ackerley eignuðust dreng í síðasta mánuði. Um er að ræða fyrsta barn þeirra hjóna sem hafa verið gift frá 2016. 3. nóvember 2024 14:43
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning