Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. júlí 2025 15:23 Maðurinn starfaði sem öryggisvörður hjá bandaríska sendiráðinu í Osló. Getty Norskur maður, sem starfaði fyrir bandaríska sendiráðið í Osló, hefur verið ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana. Hann seldi ítarlegar upplýsingar um húsnæði og starfsmenn sendiráðsins. Maðurinn starfaði sem öryggisvörður í bandaríska sendiráðinu í höfuðborg Noregs og á hann að hafa deilt viðkvæmum upplýsingum um sendiráðið með Rússum og Írönum. Hann gæti verið dæmdur í allt að 21 árs fangelsi. Carl Fari ríkissaksóknari segir málið vera fordæmalaust. Meðal upplýsinganna var listi yfir starfsfólk ráðuneytisins en á honum voru nöfn, heimilisföng, símanúmer og lýsing á bílum þeirra og fjölskyldum þeirra. Þá veitti hann einnig upplýsingar um skipulagðar heimsóknir í sendiráðið, grunnmynd húsnæðisins og ljósmyndir af bílskúr sendiráðsins. Á meðal gagna var einnig listi yfir starfsmenn norsku leyniþjónustunnar sem starfa fyrir sendiráðið. Samkvæmt ítarlegri umfjöllun NRK viðurkennir maðurinn staðreyndir málsins en neitar allri sök að sögn lögfræðings hans. Þar segir einnig að það hafi verið náin tengsl Bandaríkjanna við Ísrael og stríð þeirra á Gasaströndinni sem hafi fengið hann til að hafa samband við leyniþjónustu Rússa og Írana. Fékk greitt í Bitcoin og evrum Maðurinn er einnig ákærður fyrir skattsvik en árið 2022 og árin fyrir það sagði hann tekjur sínar vera um tvö hundruð þúsund norskar krónur eða tæpa tvær og hálfa milljón íslenskra króna. Árið 2023 sagði hann tekjur sínar vera einungis 57 þúsund norskar krónur, eða tæpar sjö hundruð þúsund krónur. Samkvæmt ákærunni var hann í raun að fá greiddar fjögur hundruð þúsund norskar krónur sem samsvara tæpum fimm milljónum króna. Maðurinn er sagður hafa fengið greiðslur sínar frá Rússum og Írönum annars vegar í evrum og hins vegar í rafmyntinni Bitcoin. Rússar eru sagðir hafa greitt honum tíu þúsund evrur sem eru tæpar ein og hálf milljón krónur fyrir upplýsingarnar á meðan Íranir eru sagðir hafa greitt manninum 0,17 Bitcoin sem samsvaraði þá um 1,2 milljónum króna. Hann er sagður hafa reynt að fela greiðslurnar með því að fá ættingja og vini sína til að leggja inn peninginn og millifæra svo á sig sjálfan. Noregur Rússland Íran Erlend sakamál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Maðurinn starfaði sem öryggisvörður í bandaríska sendiráðinu í höfuðborg Noregs og á hann að hafa deilt viðkvæmum upplýsingum um sendiráðið með Rússum og Írönum. Hann gæti verið dæmdur í allt að 21 árs fangelsi. Carl Fari ríkissaksóknari segir málið vera fordæmalaust. Meðal upplýsinganna var listi yfir starfsfólk ráðuneytisins en á honum voru nöfn, heimilisföng, símanúmer og lýsing á bílum þeirra og fjölskyldum þeirra. Þá veitti hann einnig upplýsingar um skipulagðar heimsóknir í sendiráðið, grunnmynd húsnæðisins og ljósmyndir af bílskúr sendiráðsins. Á meðal gagna var einnig listi yfir starfsmenn norsku leyniþjónustunnar sem starfa fyrir sendiráðið. Samkvæmt ítarlegri umfjöllun NRK viðurkennir maðurinn staðreyndir málsins en neitar allri sök að sögn lögfræðings hans. Þar segir einnig að það hafi verið náin tengsl Bandaríkjanna við Ísrael og stríð þeirra á Gasaströndinni sem hafi fengið hann til að hafa samband við leyniþjónustu Rússa og Írana. Fékk greitt í Bitcoin og evrum Maðurinn er einnig ákærður fyrir skattsvik en árið 2022 og árin fyrir það sagði hann tekjur sínar vera um tvö hundruð þúsund norskar krónur eða tæpa tvær og hálfa milljón íslenskra króna. Árið 2023 sagði hann tekjur sínar vera einungis 57 þúsund norskar krónur, eða tæpar sjö hundruð þúsund krónur. Samkvæmt ákærunni var hann í raun að fá greiddar fjögur hundruð þúsund norskar krónur sem samsvara tæpum fimm milljónum króna. Maðurinn er sagður hafa fengið greiðslur sínar frá Rússum og Írönum annars vegar í evrum og hins vegar í rafmyntinni Bitcoin. Rússar eru sagðir hafa greitt honum tíu þúsund evrur sem eru tæpar ein og hálf milljón krónur fyrir upplýsingarnar á meðan Íranir eru sagðir hafa greitt manninum 0,17 Bitcoin sem samsvaraði þá um 1,2 milljónum króna. Hann er sagður hafa reynt að fela greiðslurnar með því að fá ættingja og vini sína til að leggja inn peninginn og millifæra svo á sig sjálfan.
Noregur Rússland Íran Erlend sakamál Mest lesið Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fella niður 64 milljarða sekt Trump Erlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira