Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Agnar Már Másson skrifar 24. júlí 2025 16:32 Ghislaine Maxwell, til hægri, ásamt Jeffrey Epstein. GETTY/JOE SCHILDHORN Todd Blanche, varadómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hittir í dag Ghislaine Maxwell, kynferðisafbrotamann og samverkamann Jeffrey Epstein. Blanche og Maxwell munu hittast í dag á skrifstofu saksóknara í Tallahassee í Flórídaríki Bandaríkjanna, samkvæmt heimildamanni CNN. Miðillinn greinir enn fremur frá því að lögmaður Maxwell hafi sést ganga inn í bygginguna síðdegis í dag. Sjá einnig: Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Frá blaðamannafundi árið 2019, þegar Epstein var lögsóttur.Getty Gerist þetta skömmu eftir að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði samband við Maxwell í von um að fá fund með henni. Blanche sagði í gær að alríkislögreglan (FBI) og dómsmálaráðuneytið vildi komast í upplýsingar sem Maxwel gæti hugsanlega haft um þá sem brotið hafa á fórnarlömbum Epsteins. Nafn Trumps í Epstein-skjölunum Á sama tíma hafa margir stuðningsmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta krafist frekari upplýsinga um Epstein en í gær var greint frá því að Trump hafi verið upplýstur í vor um að nafn hans birtist í skjölum sem tengdust Jeffrey Epstein. Þingnefnd fulltrúadeildarinnar ákvað óvænt í dag að stefna dómsmálaráðuneytinu um að það efhenti skjöl tengd Epstein. Nefdin er sögð gera þetta í óþökk þingforsetans Mike Johnson, repúblikana. Trump, eiginkona hans Melania, Epstein og Maxwell í Mar-A-Lago árið 2000.Getty/Davidoff Studios Dómari hafnaði í gær beiðni dómsmálaráðuneytisins sem hafði farið þess á leit að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn Epstein. Trump hefur reynt eftir bestu getu að gera lítið úr málinu en frekari upplýsingar um vinasamband þeirra Epsteins hafa komist í ljós á síðustu dögum, m.a. dónalegt afmæliskort sem Trump sendi Epstein á hverju stóð: „Til hamingju með afmælið [...] og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. Hver er Ghislaine Maxwell? Breska athafnakonan Ghislaine Maxwell er fyrrverandi kærasta og síðar samstarfskona Jeffrey Epstein. Epstein lýsti Maxwell sem bestu vinkonu sinni í viðtali við Vanity Fair árið 2003. Maxwell var dæmd árið 2022 í tuttugu ára fangelsi fyrir að hafa tekið þátt í samsæri með Epstein um að tæla og misnota ólögráða stúlkur kynferðislega. Hún hefur reynt að áfrýja dómnum. Jeffrey Epstein (t.v.) og Ghislaine Maxwell (t.h.) voru um tíma par en hún vann síðan fyrir hann um árabil. Hún var dæmd fyrir að útvega honum ungar stúlkur til að misnota.Vísir/EPA Talið er að Maxwell og Epstein hafi slitið sambandi sínu á tíunda áratugnum en hún hélt þó nánum tengslum við kynferðisbrotamanninn dæmda, sem átti yfir höfði sér ákæru vegna mansals og annarra brota þegar hann lést í fangelsi árið 2019. Samsæriskenningar hafa síðan þá fengið að grassera um hvort hann hafi í raun verið myrtur en samkvæmt krufningsskýrslu framdi hann sjálfsvíg. Sjá einnig: Epstein mætti í brúðkaup Trumps Nafn Maxwell var oft nefnt í dómsskjölum í máli Epsteins þar sem sagt var að hún hefði hjálpað til við að útvega ólögráða stúlkur fyrir hann og aðra valdamikla einstaklinga. Á myndefni sem nýlega var gert opinbert má sjá Maxwell, Trump, Epstein og Andrés prins sækja góðgerðarviðburð í Mar-a-Lago. Maxwell var handtekin í New Hampshire í júlí 2020 eftir að hafa horfið sjónum í kjölfar handtöku Epsteins sumarið áður. Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er sögð hafa tilkynnt Donald Trump Bandaríkjaforseta að nafn hans væri að finna nokkrum sinnum í skjölum tengdum kynferðisbrotamanninum Jeffrey Epstein. 23. júlí 2025 23:15 Epstein mætti í brúðkaup Trumps Áður óséð myndefni varpar nýju ljósi á samband Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við kynferðisafbrotamanninn Jeffrey Epstein og staðfestir meðal annars að sá síðarnefndi hafi mætt í brúðkaup Trumps árið 1993. 23. júlí 2025 16:00 Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar. 18. júlí 2025 21:17 Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði. 19. júlí 2025 09:10 Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Alríkissaksóknarinn Maurene Comey fékk reisupassann í gær en hún starfaði á Manhattan og kom meðal annars að málum ríkisins gegn Sean Combs, Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell. 17. júlí 2025 12:20 „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. 18. júlí 2025 06:44 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Blanche og Maxwell munu hittast í dag á skrifstofu saksóknara í Tallahassee í Flórídaríki Bandaríkjanna, samkvæmt heimildamanni CNN. Miðillinn greinir enn fremur frá því að lögmaður Maxwell hafi sést ganga inn í bygginguna síðdegis í dag. Sjá einnig: Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Frá blaðamannafundi árið 2019, þegar Epstein var lögsóttur.Getty Gerist þetta skömmu eftir að dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði samband við Maxwell í von um að fá fund með henni. Blanche sagði í gær að alríkislögreglan (FBI) og dómsmálaráðuneytið vildi komast í upplýsingar sem Maxwel gæti hugsanlega haft um þá sem brotið hafa á fórnarlömbum Epsteins. Nafn Trumps í Epstein-skjölunum Á sama tíma hafa margir stuðningsmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta krafist frekari upplýsinga um Epstein en í gær var greint frá því að Trump hafi verið upplýstur í vor um að nafn hans birtist í skjölum sem tengdust Jeffrey Epstein. Þingnefnd fulltrúadeildarinnar ákvað óvænt í dag að stefna dómsmálaráðuneytinu um að það efhenti skjöl tengd Epstein. Nefdin er sögð gera þetta í óþökk þingforsetans Mike Johnson, repúblikana. Trump, eiginkona hans Melania, Epstein og Maxwell í Mar-A-Lago árið 2000.Getty/Davidoff Studios Dómari hafnaði í gær beiðni dómsmálaráðuneytisins sem hafði farið þess á leit að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn Epstein. Trump hefur reynt eftir bestu getu að gera lítið úr málinu en frekari upplýsingar um vinasamband þeirra Epsteins hafa komist í ljós á síðustu dögum, m.a. dónalegt afmæliskort sem Trump sendi Epstein á hverju stóð: „Til hamingju með afmælið [...] og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. Hver er Ghislaine Maxwell? Breska athafnakonan Ghislaine Maxwell er fyrrverandi kærasta og síðar samstarfskona Jeffrey Epstein. Epstein lýsti Maxwell sem bestu vinkonu sinni í viðtali við Vanity Fair árið 2003. Maxwell var dæmd árið 2022 í tuttugu ára fangelsi fyrir að hafa tekið þátt í samsæri með Epstein um að tæla og misnota ólögráða stúlkur kynferðislega. Hún hefur reynt að áfrýja dómnum. Jeffrey Epstein (t.v.) og Ghislaine Maxwell (t.h.) voru um tíma par en hún vann síðan fyrir hann um árabil. Hún var dæmd fyrir að útvega honum ungar stúlkur til að misnota.Vísir/EPA Talið er að Maxwell og Epstein hafi slitið sambandi sínu á tíunda áratugnum en hún hélt þó nánum tengslum við kynferðisbrotamanninn dæmda, sem átti yfir höfði sér ákæru vegna mansals og annarra brota þegar hann lést í fangelsi árið 2019. Samsæriskenningar hafa síðan þá fengið að grassera um hvort hann hafi í raun verið myrtur en samkvæmt krufningsskýrslu framdi hann sjálfsvíg. Sjá einnig: Epstein mætti í brúðkaup Trumps Nafn Maxwell var oft nefnt í dómsskjölum í máli Epsteins þar sem sagt var að hún hefði hjálpað til við að útvega ólögráða stúlkur fyrir hann og aðra valdamikla einstaklinga. Á myndefni sem nýlega var gert opinbert má sjá Maxwell, Trump, Epstein og Andrés prins sækja góðgerðarviðburð í Mar-a-Lago. Maxwell var handtekin í New Hampshire í júlí 2020 eftir að hafa horfið sjónum í kjölfar handtöku Epsteins sumarið áður.
Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er sögð hafa tilkynnt Donald Trump Bandaríkjaforseta að nafn hans væri að finna nokkrum sinnum í skjölum tengdum kynferðisbrotamanninum Jeffrey Epstein. 23. júlí 2025 23:15 Epstein mætti í brúðkaup Trumps Áður óséð myndefni varpar nýju ljósi á samband Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við kynferðisafbrotamanninn Jeffrey Epstein og staðfestir meðal annars að sá síðarnefndi hafi mætt í brúðkaup Trumps árið 1993. 23. júlí 2025 16:00 Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar. 18. júlí 2025 21:17 Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði. 19. júlí 2025 09:10 Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Alríkissaksóknarinn Maurene Comey fékk reisupassann í gær en hún starfaði á Manhattan og kom meðal annars að málum ríkisins gegn Sean Combs, Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell. 17. júlí 2025 12:20 „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. 18. júlí 2025 06:44 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Obama blæs Demókrötum í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Sjá meira
Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er sögð hafa tilkynnt Donald Trump Bandaríkjaforseta að nafn hans væri að finna nokkrum sinnum í skjölum tengdum kynferðisbrotamanninum Jeffrey Epstein. 23. júlí 2025 23:15
Epstein mætti í brúðkaup Trumps Áður óséð myndefni varpar nýju ljósi á samband Donalds Trumps Bandaríkjaforseta við kynferðisafbrotamanninn Jeffrey Epstein og staðfestir meðal annars að sá síðarnefndi hafi mætt í brúðkaup Trumps árið 1993. 23. júlí 2025 16:00
Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar. 18. júlí 2025 21:17
Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna fór í gær þess á leit við alríkisdómara að leynd yrði lyft af vitnisburði kviðdóms í málsókn gegn hinum alræmda kynferðisafbrotamanni Jeffrey Epstein. Á sama tíma hefur Donald Trump reynt að gera eins lítið úr málinu og hægt er, sem hefur reitt marga innan MAGA-hreyfingarinnar til reiði. 19. júlí 2025 09:10
Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Alríkissaksóknarinn Maurene Comey fékk reisupassann í gær en hún starfaði á Manhattan og kom meðal annars að málum ríkisins gegn Sean Combs, Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell. 17. júlí 2025 12:20
„Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur harðlega neitað því að hafa sent athafnamanninum Jeffrey Epstein dónalegt afmæliskort sem á stóð: „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“. 18. júlí 2025 06:44