Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 08:20 Bezalel Smotrich fjármálaráðherra er fyrir miðju. EPA/Abir Sultan Fjármálaráðherra Ísraels var á meðal ræðumanna á ráðstefnu sem fór fram á þriðjudaginn í þingsal Ísraela. Hún bar yfirskriftina: „Rivíeran á Gasa: úr hugsjón í raunveruleikann“ og þar kynntu ísraelskir þingmenn og fulltrúar ólöglegra landtökumanna áætlanir sínar um þjóðernishreinsun í Palestínu. Breski miðillinn Guardian hefur fundarskjölin undir höndum en þar eru kynnt áform um að hrekja tvær milljónir manna frá heimilum sínum, reisa 850 þúsund húsnæðiseiningar og byggja svokallaðar hátækniborgir þar sem öll viðskipti fara fram með rafmyntum, eins konar háþróaðan lúxusáfangastað fyrir ísraelska og vestræna ferðamenn. „Réttur ísraelsku þjóðarinnar til landnáms, uppbyggingar og varðveislu þessa lands er ekki bara sögulegur heldur er hann nauðsynlegur fyrir öryggi þjóðarinnar,“ segir í fundarskjölunum. Jafngildir gettóum nasista Ljóst er þó að erfitt verður að reisa hátt í milljón húsnæðiseiningar á hinni þéttbýlu Gasaströnd en Ísraelsher hefur undanfarna mánuði staðið í ströngu við að jafna heilu borgirnar við jörðu. Ísraelsmenn miða að því að koma hundruðum þúsunda, þeim sem ekki svelta á næstu vikum og mánuðum, fyrir í svokallaðri „mannúðarborg“ sem sérfræðingur jafnt innan Ísraels sem utan segja jaðra við gettó nasista. Áform landtökumannanna minna einnig á orðræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um hina svokölluðu Gasarivíeru þar sem reist yrði röð lúxushótela og bandarískra skyndibitakeðja þegar búið er að ryðja burt það sem eftir stendur af borgum Palestínumanna. Guardian bar fundarskjölin undir Michael Sfard sem er ísraelskur mannréttindalögmaður. „Þetta er aðgerðaráætlun fyrir þjóðernishreinsun. Samkvæmt alþjóðalögum jafngildir þetta glæp gegn mannkyninu vegna þess að brottrekstur er stríðsglæpur þegar hann er framkvæmdur á smáum skala og glæpur gegn mannkyninu þegar hann er framkvæmdur á risavöxnum skala,“ sagði hann. Gasabúar fari til „afrískra landa“ Bezalel Smotrich er fjármálaráðherra í ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra. Hann er gífurlega umdeildur og sætir, ásamt Itamar Ben-Gvír öryggismálaráðherra og landtökumanns, ferðabanni í Bretlandi, Ástralíu og Noregi meðal annarra landa. Hann lagði sína blessun yfir áætlunina og hafði sér til fulltingis Daníellu Weiss sem er forsvarsmaður öfgafullra samtaka þjóðarmorðssinna og landtökumanna sem kalla sig Nachala. Samtökin kalla eftir landtöku á Gasasvæðinu og vilja reisa þar ísraelskar byggðir. Hún ræddi einnig við blaðamenn Guardian. „Gasabúar verða ekki þarna mikið lengur. Þeir fara til annarra landa. Við munum berjast við liðsmenn Hamas en þeir sem vilja lifa eðlilegu lífi þeir verða að yfirgefa Gasa vegna árásarinnar sjöunda október,“ sagði hún og klykkti út með að Palestínumenn verði gerðir brottrækir til Egyptalands og annarra „afrískra landa.“ Á meðan ráðstefnan fór fram í þingsaæ Ísraela svarf hungrið enn frekar að íbúum Gasastrandarinnar. Á fimmta tug manns hafa soltið í hel á síðustu fjórum dögum og hungurmorð heillar þjóðar vofir yfir. Ísraelsmenn hafa lokað fyrir nánast allar mannúðarbirgðir og hafa ítrekað verið staðnir að því að myrða Palestínumenn þar sem þeir bíða í röðum á birgðaútdeilingarstöðvum Ísraelsmanna. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Breski miðillinn Guardian hefur fundarskjölin undir höndum en þar eru kynnt áform um að hrekja tvær milljónir manna frá heimilum sínum, reisa 850 þúsund húsnæðiseiningar og byggja svokallaðar hátækniborgir þar sem öll viðskipti fara fram með rafmyntum, eins konar háþróaðan lúxusáfangastað fyrir ísraelska og vestræna ferðamenn. „Réttur ísraelsku þjóðarinnar til landnáms, uppbyggingar og varðveislu þessa lands er ekki bara sögulegur heldur er hann nauðsynlegur fyrir öryggi þjóðarinnar,“ segir í fundarskjölunum. Jafngildir gettóum nasista Ljóst er þó að erfitt verður að reisa hátt í milljón húsnæðiseiningar á hinni þéttbýlu Gasaströnd en Ísraelsher hefur undanfarna mánuði staðið í ströngu við að jafna heilu borgirnar við jörðu. Ísraelsmenn miða að því að koma hundruðum þúsunda, þeim sem ekki svelta á næstu vikum og mánuðum, fyrir í svokallaðri „mannúðarborg“ sem sérfræðingur jafnt innan Ísraels sem utan segja jaðra við gettó nasista. Áform landtökumannanna minna einnig á orðræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta um hina svokölluðu Gasarivíeru þar sem reist yrði röð lúxushótela og bandarískra skyndibitakeðja þegar búið er að ryðja burt það sem eftir stendur af borgum Palestínumanna. Guardian bar fundarskjölin undir Michael Sfard sem er ísraelskur mannréttindalögmaður. „Þetta er aðgerðaráætlun fyrir þjóðernishreinsun. Samkvæmt alþjóðalögum jafngildir þetta glæp gegn mannkyninu vegna þess að brottrekstur er stríðsglæpur þegar hann er framkvæmdur á smáum skala og glæpur gegn mannkyninu þegar hann er framkvæmdur á risavöxnum skala,“ sagði hann. Gasabúar fari til „afrískra landa“ Bezalel Smotrich er fjármálaráðherra í ríkisstjórn Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra. Hann er gífurlega umdeildur og sætir, ásamt Itamar Ben-Gvír öryggismálaráðherra og landtökumanns, ferðabanni í Bretlandi, Ástralíu og Noregi meðal annarra landa. Hann lagði sína blessun yfir áætlunina og hafði sér til fulltingis Daníellu Weiss sem er forsvarsmaður öfgafullra samtaka þjóðarmorðssinna og landtökumanna sem kalla sig Nachala. Samtökin kalla eftir landtöku á Gasasvæðinu og vilja reisa þar ísraelskar byggðir. Hún ræddi einnig við blaðamenn Guardian. „Gasabúar verða ekki þarna mikið lengur. Þeir fara til annarra landa. Við munum berjast við liðsmenn Hamas en þeir sem vilja lifa eðlilegu lífi þeir verða að yfirgefa Gasa vegna árásarinnar sjöunda október,“ sagði hún og klykkti út með að Palestínumenn verði gerðir brottrækir til Egyptalands og annarra „afrískra landa.“ Á meðan ráðstefnan fór fram í þingsaæ Ísraela svarf hungrið enn frekar að íbúum Gasastrandarinnar. Á fimmta tug manns hafa soltið í hel á síðustu fjórum dögum og hungurmorð heillar þjóðar vofir yfir. Ísraelsmenn hafa lokað fyrir nánast allar mannúðarbirgðir og hafa ítrekað verið staðnir að því að myrða Palestínumenn þar sem þeir bíða í röðum á birgðaútdeilingarstöðvum Ísraelsmanna.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira