Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 14:34 Ályktunin var samþykkt með 71 atkvæði gegn 13. EPA/Abir Sultan Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar. Tillagan var samþykkt af miklum meirihluta með 71 atkvæði gegn 13 en helstu stjórnarandstöðuflokkarnir sátu hjá. Hún var lögð fram af þremur ríkisstjórnarflokkum, flokki Netanjahú forsætisráðherra Likud, Tziyonut Datit og Otzma Yehudit. Með henni lýsir ísraelska þingið yfir að Vesturbakkinn sé „óaðgreinanlegur hluti Ísraels, sögulegs, menningarlegs og trúarlegs heimaland gyðinga“ og að „Ísrael eigi náttúrulegt, sögulegt og lagalegt tilkall til allra landsvæða Ísraels.“ Þingið virðist jafnframt útiloka friðsælar samvistir við Palestínumenn. Lengi lofað innlimun Ísraelsþing ákvarðaði í þingsályktunartillögu 18. júlí 2024 að það væri mótfallið stofnun palestínsks ríki á vesturbakka Jórdans. Í þingsályktunartillögunni frá í fyrradag er þingið enn afdráttarlausara. „Yfirráð á landinu fyrirheitna öllu er óaðgreinanlegur hluti fullnaðar síónismans og þjóðarhugsjón gyðinganna sem snúið hafa aftur til heimalandsins. Fjöldamorðin sem framin voru á Shemini Atzeret [hátíðardagur í gyðingdómi] 7. október 2023 sannaði að stofnun palestínsks ríki er tilvistarógn við Ísrael, borgara þess og heimshlutann í heild.“ „Ísraelsþing brýnir til ríkisstjórnar Ísraels að grípa til aðgerða tafarlaust og koma á ísraelskum lögum og stjórnsýslu í öllum byggðum gyðinga, sama hvers eðlis þær byggðir eru, í Júdeu, Samaría og Jórdandal,“ segir í tilkynningunni. Ísraelsmenn sölsuðu undir sig Vesturbakkann árið 1967 í Sex daga stríðinu og síðan hafa hundruðir þúsunda Ísraelsmanna sest þar að og í leiðinni bolað Palestínumönnum frá heimilum sínum. Stór hluti svæðisins er hernuminn og enn í dag setjast Ísraelsmenn þar að í trássi við alþjóðalög. Samkvæmt umfjöllun Times of Israel hefur innlimun Vesturbakkans lengi verið markmið ísraelska hægrisins. Í aðdraganda þingkosninga 2019 hét Benjamín Netanjahú forsætisráðherra að innlima Jórdandal sem er austurhluti Vesturbakkans. Engin bindandi löggjöf hefur verið samþykkt um innlimun á landsvæði Palestínumanna. Grafi undan friðarhorfum Hussein al-Sheikh varaforseti Palestínu segir þingsályktunartillögu Ísraelsþings beina árás á réttindi palestínsku þjóðarinnar og að hún grafi undan friðarhorfum. „Þessar einhliða aðgerðir Ísraela ganga bersýnilega í berhögg við alþjóðalög og einhug alþjóðasamfélagsins varðandi stöðu hernuminna palestínskra landsvæða, þar á meðal Vesturbakkans,“ segir hann í yfirlýsingu. Hann fordæmir þennan gjörning þingsins og brýnir til heimsins að binda enda á hernámið. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því sex ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Tillagan var samþykkt af miklum meirihluta með 71 atkvæði gegn 13 en helstu stjórnarandstöðuflokkarnir sátu hjá. Hún var lögð fram af þremur ríkisstjórnarflokkum, flokki Netanjahú forsætisráðherra Likud, Tziyonut Datit og Otzma Yehudit. Með henni lýsir ísraelska þingið yfir að Vesturbakkinn sé „óaðgreinanlegur hluti Ísraels, sögulegs, menningarlegs og trúarlegs heimaland gyðinga“ og að „Ísrael eigi náttúrulegt, sögulegt og lagalegt tilkall til allra landsvæða Ísraels.“ Þingið virðist jafnframt útiloka friðsælar samvistir við Palestínumenn. Lengi lofað innlimun Ísraelsþing ákvarðaði í þingsályktunartillögu 18. júlí 2024 að það væri mótfallið stofnun palestínsks ríki á vesturbakka Jórdans. Í þingsályktunartillögunni frá í fyrradag er þingið enn afdráttarlausara. „Yfirráð á landinu fyrirheitna öllu er óaðgreinanlegur hluti fullnaðar síónismans og þjóðarhugsjón gyðinganna sem snúið hafa aftur til heimalandsins. Fjöldamorðin sem framin voru á Shemini Atzeret [hátíðardagur í gyðingdómi] 7. október 2023 sannaði að stofnun palestínsks ríki er tilvistarógn við Ísrael, borgara þess og heimshlutann í heild.“ „Ísraelsþing brýnir til ríkisstjórnar Ísraels að grípa til aðgerða tafarlaust og koma á ísraelskum lögum og stjórnsýslu í öllum byggðum gyðinga, sama hvers eðlis þær byggðir eru, í Júdeu, Samaría og Jórdandal,“ segir í tilkynningunni. Ísraelsmenn sölsuðu undir sig Vesturbakkann árið 1967 í Sex daga stríðinu og síðan hafa hundruðir þúsunda Ísraelsmanna sest þar að og í leiðinni bolað Palestínumönnum frá heimilum sínum. Stór hluti svæðisins er hernuminn og enn í dag setjast Ísraelsmenn þar að í trássi við alþjóðalög. Samkvæmt umfjöllun Times of Israel hefur innlimun Vesturbakkans lengi verið markmið ísraelska hægrisins. Í aðdraganda þingkosninga 2019 hét Benjamín Netanjahú forsætisráðherra að innlima Jórdandal sem er austurhluti Vesturbakkans. Engin bindandi löggjöf hefur verið samþykkt um innlimun á landsvæði Palestínumanna. Grafi undan friðarhorfum Hussein al-Sheikh varaforseti Palestínu segir þingsályktunartillögu Ísraelsþings beina árás á réttindi palestínsku þjóðarinnar og að hún grafi undan friðarhorfum. „Þessar einhliða aðgerðir Ísraela ganga bersýnilega í berhögg við alþjóðalög og einhug alþjóðasamfélagsins varðandi stöðu hernuminna palestínskra landsvæða, þar á meðal Vesturbakkans,“ segir hann í yfirlýsingu. Hann fordæmir þennan gjörning þingsins og brýnir til heimsins að binda enda á hernámið.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því sex ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira