Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Jón Ísak Ragnarsson og Árni Sæberg skrifa 25. júlí 2025 18:33 Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, ásamt syni sínum. Vísir/Ívar Fannar Einar Hannes Harðarson, formaður Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, segir hljóðið þungt í félagsmönnum hans vegna uppsagna sjómanna Einhamars í Grindavík. Forstjóri félagsins segir aðeins um skipulagsbreytingar að ræða og sjómenn verði ráðnir á ný eftir að hafa unnið sex mánaða uppsagnarfrest. Þá verði stöður sameinaðar en sjómönnum ekki fækkað. Einar Hannes gefur lítið fyrir þessar skýringar. „Ég held að þetta sé á mjög gráu svæði, þar sem túrarnir á þessum skipum eru allt upp í tvo sólarhringa, þeir mega ekki fara yfir fjórtán klukkustundir, sem er einsdæmi ef þeir ná því,“ segir Einar. „Nú þurfum við í verkalýðshreyfingunni bara að herja á bæði Samgöngustofu og vaktstöðu siglinga, til þess að menn séu rétt skráðir um borð í þessi skip.“ Þá segir hann ekki rétt að sjómennirnir sem sagt var upp séu aðeins fjórir. „Þeir segja að það séu fjórir starfsmenn Einhamars sem er sagt upp, sem getur verið rétt, en hann er með þetta í þremur félögum. Hann er með þetta í Elvis ehf., Hlöðum og Einhamri, þannig þetta eru þrjú félög sem eru undir.“ Og þá fleiri sjómenn eða hvað? „Já miðað við það sem hann segir við ykkur, þetta eru ekki fjórir sjómenn, þetta eru fimmtán til tuttugu sjómenn.“ Útgerðin segi bara það sem hentar Einar gefur einnig lítið fyrir skýringar Einhamars, sem fullyrtu að ráðast þyrfti í skipulagsbreytingar vegna minnkandi aflaheimilda og hækkunar veiðigjalda. „Útgerðarmenn segja bara það sem hentar núna. Einhamar seafood skilaði næstum því 600 milljón króna hagnaði í fyrra. Hvenær er nóg, nóg?“ Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Vinnumarkaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
„Ég held að þetta sé á mjög gráu svæði, þar sem túrarnir á þessum skipum eru allt upp í tvo sólarhringa, þeir mega ekki fara yfir fjórtán klukkustundir, sem er einsdæmi ef þeir ná því,“ segir Einar. „Nú þurfum við í verkalýðshreyfingunni bara að herja á bæði Samgöngustofu og vaktstöðu siglinga, til þess að menn séu rétt skráðir um borð í þessi skip.“ Þá segir hann ekki rétt að sjómennirnir sem sagt var upp séu aðeins fjórir. „Þeir segja að það séu fjórir starfsmenn Einhamars sem er sagt upp, sem getur verið rétt, en hann er með þetta í þremur félögum. Hann er með þetta í Elvis ehf., Hlöðum og Einhamri, þannig þetta eru þrjú félög sem eru undir.“ Og þá fleiri sjómenn eða hvað? „Já miðað við það sem hann segir við ykkur, þetta eru ekki fjórir sjómenn, þetta eru fimmtán til tuttugu sjómenn.“ Útgerðin segi bara það sem hentar Einar gefur einnig lítið fyrir skýringar Einhamars, sem fullyrtu að ráðast þyrfti í skipulagsbreytingar vegna minnkandi aflaheimilda og hækkunar veiðigjalda. „Útgerðarmenn segja bara það sem hentar núna. Einhamar seafood skilaði næstum því 600 milljón króna hagnaði í fyrra. Hvenær er nóg, nóg?“
Grindavík Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Vinnumarkaður Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira