Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2025 10:05 Gregg Wallace hefur gefið út sex kokkabækur og eina ævisögu. Hann hefur verið kynnir í MasterChef, Celebrity MasterChef og MasterChef: The Professionals. Nú er tvísýnt hvort hann muni halda áfram sjónvarpsferli sínum. Getty Gregg Wallace, fyrrverandi kynnir sjónvarpsþáttanna MasterChef, hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl. Wallace var sakaður um óviðeigandi talsmáta og hegðun við tökur MasterChef í fyrra. Wallace var kynnir MasterChef í tuttugu ár en steig til hliðar 2024 vegna fjölda ásakana um óviðeigandi hegðun. Lögfræðingar Wallace sögðu ásakanir um kynferðislega áreitni uppspuna og sjálfur sagðist hann hafa íhugað sjálfsvíg. Breskir miðlar herma að breska ríkisútvarpið sé búið að reka kynninn. Fyrr í þessum mánuði framkvæmdi lögmannsstofan Lewis Silkin rannsókn á hegðun Wallace þar sem hún staðfesti 45 af 83 liðum í ásökunum í garð hans. Meðal þess sem Lewis Silkin staðfesti var óviðeigandi kynferðislegur talsmáti, vera ber fyrir framan aðra og eitt tilvik um „óvelkomna líkamlega snertingu“. Í sömu rannsókn kom fram að John Torode, samkynnir Wallace í MasterChef, hafði gerst sekur um rasísk ummæli og var hann í kjölfarið látinn fara. Wallace gaf í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði alvarlegustu ásökununum hafa verið vísað frá. Hann baðst þó einnig afsökunar og sagðist „verulega miður sín“ yfir allri þjáningu sem hann hafi valdið og hann hafi aldrei ætlað sér að skaða eða niðurlægja fólk. „Fólk heldur að ég hafi verið að toga niður um mig buxurnar“ Wallace ræddi í gær við götublaðið The Sun um ásakanirnar í garð hans og Torode þar sem hann reyndi að skýra mál sitt. Wallace gekkst þar við því að hafa sagt hluti sem móðguðu fólk og voru ekki félagslega viðurkenndir. Hugsanlega hafi fólkið sem hann særði verið of stressað eða því fundist hann of ógnandi til að segja eitthvað þegar atvikin áttu sér stað. Wallace hlaut MBE-orðu, eina stærstu viðurkenningu Breta, árið 2022 fyrir framlag sitt til matarmenningar.Getty „Ég skil það núna og gagnvart þeim sem ég skaðaði: mér þykir það leitt,“ sagði hann í viðtalinu við The Sun. „Ég er ekki þuklari. Fólk heldur að ég hafi verið að toga niður um mig buxurnar og að bera mig - ég er ekki flassari. Fólk heldur að ég sé dónakarl, ég er það ekki,“ sagði hann einnig. Wallace sagðist jafnframt nýlega hafa hlotið einhverfugreiningu sem skýri hvers vegna hann hafi átt erfitt með „að lesa fólk“ gegnum tíðina. „Ég veit að fólki finnst ég skrítinn,“ sagði hann. „Einhverfa er fötlun, skráð fötlun.“ Segir kollega sinn ekki vera rasista Wallace talaði einnig um ásakanir í garð John Torode sem má rekja aftur til 2019 þegar hann á að hafa viðhaft niðrandi rasísk ummæli. Torode sagðist ekki muna eftir atvikinu og var bæði „sjokkeraður og sorgmæddur“ yfir ásökununum. „Ég hef þekkt John í þrjátíu ár og hann er ekki rasisti,“ sagði Wallace um ásakanirnar í garð Torode. „Sem merki um það, skal ég sýna ykkur hina ótrúlegu fjölbreytni fólks sem hann hefur tekið upp hanskann fyri, sigurvegarar MasterChef, gegnum árin,“ bætti hann við. Wallace og Torode á góðri stundu.Getty „Það er ekki séns að þessi maður sé rasisti. Ekki séns. Og ég sendi samúðarkveðjur til Johns því ég vil ekki að neinn gangi í gegnum það sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði Wallace um Torode. Nýjasta sería Masterchef, sem var tekin upp á síðasta ári fyrir ásakanirnar, var frestað tímabundið. Talsmaður breska ríkisútvarpsins sagði að eftir samráð við keppendur hefði verið ákveðið að sýna seríun sem fer í sýningu á BBC One og BBC iPlayer í ágúst. Bretland Matur Hollywood Raunveruleikaþættir Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Wallace var kynnir MasterChef í tuttugu ár en steig til hliðar 2024 vegna fjölda ásakana um óviðeigandi hegðun. Lögfræðingar Wallace sögðu ásakanir um kynferðislega áreitni uppspuna og sjálfur sagðist hann hafa íhugað sjálfsvíg. Breskir miðlar herma að breska ríkisútvarpið sé búið að reka kynninn. Fyrr í þessum mánuði framkvæmdi lögmannsstofan Lewis Silkin rannsókn á hegðun Wallace þar sem hún staðfesti 45 af 83 liðum í ásökunum í garð hans. Meðal þess sem Lewis Silkin staðfesti var óviðeigandi kynferðislegur talsmáti, vera ber fyrir framan aðra og eitt tilvik um „óvelkomna líkamlega snertingu“. Í sömu rannsókn kom fram að John Torode, samkynnir Wallace í MasterChef, hafði gerst sekur um rasísk ummæli og var hann í kjölfarið látinn fara. Wallace gaf í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði alvarlegustu ásökununum hafa verið vísað frá. Hann baðst þó einnig afsökunar og sagðist „verulega miður sín“ yfir allri þjáningu sem hann hafi valdið og hann hafi aldrei ætlað sér að skaða eða niðurlægja fólk. „Fólk heldur að ég hafi verið að toga niður um mig buxurnar“ Wallace ræddi í gær við götublaðið The Sun um ásakanirnar í garð hans og Torode þar sem hann reyndi að skýra mál sitt. Wallace gekkst þar við því að hafa sagt hluti sem móðguðu fólk og voru ekki félagslega viðurkenndir. Hugsanlega hafi fólkið sem hann særði verið of stressað eða því fundist hann of ógnandi til að segja eitthvað þegar atvikin áttu sér stað. Wallace hlaut MBE-orðu, eina stærstu viðurkenningu Breta, árið 2022 fyrir framlag sitt til matarmenningar.Getty „Ég skil það núna og gagnvart þeim sem ég skaðaði: mér þykir það leitt,“ sagði hann í viðtalinu við The Sun. „Ég er ekki þuklari. Fólk heldur að ég hafi verið að toga niður um mig buxurnar og að bera mig - ég er ekki flassari. Fólk heldur að ég sé dónakarl, ég er það ekki,“ sagði hann einnig. Wallace sagðist jafnframt nýlega hafa hlotið einhverfugreiningu sem skýri hvers vegna hann hafi átt erfitt með „að lesa fólk“ gegnum tíðina. „Ég veit að fólki finnst ég skrítinn,“ sagði hann. „Einhverfa er fötlun, skráð fötlun.“ Segir kollega sinn ekki vera rasista Wallace talaði einnig um ásakanir í garð John Torode sem má rekja aftur til 2019 þegar hann á að hafa viðhaft niðrandi rasísk ummæli. Torode sagðist ekki muna eftir atvikinu og var bæði „sjokkeraður og sorgmæddur“ yfir ásökununum. „Ég hef þekkt John í þrjátíu ár og hann er ekki rasisti,“ sagði Wallace um ásakanirnar í garð Torode. „Sem merki um það, skal ég sýna ykkur hina ótrúlegu fjölbreytni fólks sem hann hefur tekið upp hanskann fyri, sigurvegarar MasterChef, gegnum árin,“ bætti hann við. Wallace og Torode á góðri stundu.Getty „Það er ekki séns að þessi maður sé rasisti. Ekki séns. Og ég sendi samúðarkveðjur til Johns því ég vil ekki að neinn gangi í gegnum það sem ég hef gengið í gegnum,“ sagði Wallace um Torode. Nýjasta sería Masterchef, sem var tekin upp á síðasta ári fyrir ásakanirnar, var frestað tímabundið. Talsmaður breska ríkisútvarpsins sagði að eftir samráð við keppendur hefði verið ákveðið að sýna seríun sem fer í sýningu á BBC One og BBC iPlayer í ágúst.
Bretland Matur Hollywood Raunveruleikaþættir Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira