Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar 31. júlí 2025 13:32 Sleggjudómar í stað alvöru umfjöllunar Nýlegar greinar á vefmiðlinum Heimildinni um ferðaþjónustu í Vík eru ekki málefnaleg gagnrýni heldur í besta falli tilfinningadrifinn skáldskapur – og í versta falli meðvituð tilraun til að draga heilt samfélag niður í svaðið. Þar er vegið að atvinnugreininni sem heldur byggðinni á lífi og ýjað að því að samfélagið í Vík sé í upplausn.En það sem fer ekki á milli mála – og er algjörlega óásættanlegt – er hvernig vegið er að börnum í þessari umfjöllun. Börnum sem fæðst hafa og alist upp á Íslandi. Börnum sem eru ekkert minna íslensk en sá sem skrifar greinina. Börnin eru ekki vandamálið – heldur orðræðan Að halda því fram opinberlega að börn í Vík „tali ekki íslensku“ þótt þau hafi búið hér allt sitt líf, gengið í leik- og grunnskóla og tekið virkan þátt í íslensku samfélagi, er ekki bara röng staðhæfing. Hún er siðlaus. Slík ummæli skapa þá hættulegu ímynd að þessi börn tilheyri ekki alveg. Að þau séu eitthvað annað – eitthvað minna.Þetta er ekki gagnrýni á samfélagsmál. Þetta er grímulaust útlendingahatur. Það er óboðlegt. Ferðaþjónustan er ekki ógn – hún er lífæð Ferðaþjónustan hefur skapað hundruð starfa í Vík og haldið samfélaginu gangandi, á meðan mörg önnur landsbyggðarsamfélög hafa átt undir högg að sækja. Þeir sem starfa í greininni eru bæði heimafólk og innflytjendur – fólk sem hefur lagt allt sitt í að byggja upp staðinn.Þegar miðill líkir ferðamönnum við plágu, og spyr hvernig nokkur „geti unað við svona bæ“, þá er ekki lengur um að ræða eðlilega samfélagsumræðu. Þá er verið að ráðast á fólk – fólk sem býr, elur upp börn sín, og leggur sig fram daglega í þágu samfélagsins. Orð skipta máli – og þau hafa afleiðingar Það kann að vera að markmið herferðar Heimildarinnar sé að búa til jarðveg fyrir frekari skattlagningu eða aukna miðstýringu í ferðaþjónustu. Fréttaflutningurinn – ef fréttaflutning skyldi kalla – er svo einhliða að hann getur varla átt að þjóna öðru en pólitískum tilgangi. En þó slíkt sé umdeilanlegt í sjálfu sér, þá er eitt sem er fullkomlega óafsakanlegt: að draga saklaus börn inn í þá vegferð – börn sem fæðst hafa og alist upp hér, og eru ekkert minna íslensk en við hin. Slík framganga gengur ekki aðeins gegn öllu sem heilbrigð samfélagsumræða á að standa fyrir – hún vegur að sjálfri samkenndinni sem samfélagið okkar á að byggja á. Við í Vík höfum þar fyrir utan ekki sett það fyrir okkur að taka á móti börnum sem ekki tala íslensku og viðhöfum ekki sleggjudóma um þau eða foreldra þeirra. Markmiðið er að þau og fjölskyldur þeirra fái menntun við hæfi og stuðning til að verða þátttakendur í samfélaginu. Það er hollt og nauðsynlegt að gagnrýna þróun samfélaga og atvinnugreina – sérstaklega þegar miklar breytingar eiga sér stað á skömmum tíma. En gagnrýni sem byggist á alhæfingum, vanþekkingu eða undirliggjandi fordómum getur auðveldlega snúist upp í andhverfu sína: í stað þess að efla umræðu, veikjum við traust, drögum upp falsmynd og sköpum óþarfa ótta og sundrung. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mýrdalshreppur Ferðaþjónusta Fjölmiðlar Íslensk tunga Einar Freyr Elínarson Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Sleggjudómar í stað alvöru umfjöllunar Nýlegar greinar á vefmiðlinum Heimildinni um ferðaþjónustu í Vík eru ekki málefnaleg gagnrýni heldur í besta falli tilfinningadrifinn skáldskapur – og í versta falli meðvituð tilraun til að draga heilt samfélag niður í svaðið. Þar er vegið að atvinnugreininni sem heldur byggðinni á lífi og ýjað að því að samfélagið í Vík sé í upplausn.En það sem fer ekki á milli mála – og er algjörlega óásættanlegt – er hvernig vegið er að börnum í þessari umfjöllun. Börnum sem fæðst hafa og alist upp á Íslandi. Börnum sem eru ekkert minna íslensk en sá sem skrifar greinina. Börnin eru ekki vandamálið – heldur orðræðan Að halda því fram opinberlega að börn í Vík „tali ekki íslensku“ þótt þau hafi búið hér allt sitt líf, gengið í leik- og grunnskóla og tekið virkan þátt í íslensku samfélagi, er ekki bara röng staðhæfing. Hún er siðlaus. Slík ummæli skapa þá hættulegu ímynd að þessi börn tilheyri ekki alveg. Að þau séu eitthvað annað – eitthvað minna.Þetta er ekki gagnrýni á samfélagsmál. Þetta er grímulaust útlendingahatur. Það er óboðlegt. Ferðaþjónustan er ekki ógn – hún er lífæð Ferðaþjónustan hefur skapað hundruð starfa í Vík og haldið samfélaginu gangandi, á meðan mörg önnur landsbyggðarsamfélög hafa átt undir högg að sækja. Þeir sem starfa í greininni eru bæði heimafólk og innflytjendur – fólk sem hefur lagt allt sitt í að byggja upp staðinn.Þegar miðill líkir ferðamönnum við plágu, og spyr hvernig nokkur „geti unað við svona bæ“, þá er ekki lengur um að ræða eðlilega samfélagsumræðu. Þá er verið að ráðast á fólk – fólk sem býr, elur upp börn sín, og leggur sig fram daglega í þágu samfélagsins. Orð skipta máli – og þau hafa afleiðingar Það kann að vera að markmið herferðar Heimildarinnar sé að búa til jarðveg fyrir frekari skattlagningu eða aukna miðstýringu í ferðaþjónustu. Fréttaflutningurinn – ef fréttaflutning skyldi kalla – er svo einhliða að hann getur varla átt að þjóna öðru en pólitískum tilgangi. En þó slíkt sé umdeilanlegt í sjálfu sér, þá er eitt sem er fullkomlega óafsakanlegt: að draga saklaus börn inn í þá vegferð – börn sem fæðst hafa og alist upp hér, og eru ekkert minna íslensk en við hin. Slík framganga gengur ekki aðeins gegn öllu sem heilbrigð samfélagsumræða á að standa fyrir – hún vegur að sjálfri samkenndinni sem samfélagið okkar á að byggja á. Við í Vík höfum þar fyrir utan ekki sett það fyrir okkur að taka á móti börnum sem ekki tala íslensku og viðhöfum ekki sleggjudóma um þau eða foreldra þeirra. Markmiðið er að þau og fjölskyldur þeirra fái menntun við hæfi og stuðning til að verða þátttakendur í samfélaginu. Það er hollt og nauðsynlegt að gagnrýna þróun samfélaga og atvinnugreina – sérstaklega þegar miklar breytingar eiga sér stað á skömmum tíma. En gagnrýni sem byggist á alhæfingum, vanþekkingu eða undirliggjandi fordómum getur auðveldlega snúist upp í andhverfu sína: í stað þess að efla umræðu, veikjum við traust, drögum upp falsmynd og sköpum óþarfa ótta og sundrung. Höfundur er sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun