Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Atli Ísleifsson, Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 12. ágúst 2025 12:46 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. Vísir/Einar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir álagningu fimmtán prósenta tolls á íslenskan innflutning til Bandaríkjanna mikið áhyggjuefni en telur enn mögulegt að ná samkomulagi sem geti orðið Íslendingum og Bandaríkjamönnum til góða. Áætlanir Bandaríkjastjórnar um hærri toll á íslenskan innflutning en áður stóð til komu stjórnvöldum í opna skjöldu þegar hann þær voru kynntar í upphafi mánaðarins en tollurinn tók gildi í síðustu viku. Íslensk stjórnvöld eiga nú í viðræðum við bæði stjórnvöld í Bandaríkjunum um málið auk þess að vera í samtali við Evrópusambandið um fyrirhugaðan verndartolla á járnblendi. Ríkisstjórnin kom saman á sínum fyrsta fundi í dag að loknu sumarleyfi og segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að tollamál hafi eðli máls samkvæmt verið þar ofarlega á blaði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Vísir/Anton Brink „Það hafa afdrifaríkar ákvarðanir verið teknar núna, til dæmis í tollamálum. Það hafa komið upp umræður um verndaraðgerðir af hálfu Evrópusambandsins og viðbótartolla frá Bandaríkjunum. Þannig að verið vorum að fara svolítið ítarlega yfir þá stöðu,“ sagði Kristrún. Bíða eftir niðurstöðu Daði Már segir að íslensk stjórnvöld viti ekki nákvæmlega hver útfærslan verður og að beðið sé eftir niðurstöðu þar. „Það eina sem við erum með alveg á hrinu eru viðbrögð Bandaríkjastjórnar og hækkunina á tollunum þar. Af því höfum við áhyggjur. Utanrríkisráðherra og utanríkisráðuneytið hefur staðið sig mjög vel að vera í stöðugu sambandi við bandarísk stjórnvöld og vinna að því að koma íslenskum sjónarmiðum á framfæri. Við teljum að það séu tækifæri til þess að ná samkomulagi við bandarísk stjórnvöld sem er bæði Íslandi og Bandaríkjunum til góða,“ segir fjármálaráðherra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Lýður Viðkvæm staða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir stöðuna vera viðkvæma. „Það er verið að ræða þrýsta á Evrópusambandið og undirstrika það að við erum, Íslendingar, aðilar að innri markaði Evrópusambandsins. Að mínu mati, þessar fyrirætlanir sambandsins um að setja verndartolla á kísil og járnblendi, er ekki í samræmi við EES-samninginn. Þannig að við höldum þeim þrýstingi áfram og höfum nokkra daga til stefnu. En það er margt í gangi en svo sjáum við hvað setur, hver sniðurstaðan verður.“ Hvaða svör hafa borist frá Brussel, ef einhver? „Eins og ég segi þá er þetta á viðkvmu stigi og við erum í formlegu sem óformlegu samtali og samskiptum við Evrópusambandið, bæði framkvæmdastjórnina en líka á embættismannastigi,“ segir ráðherrann. Um tolla Bandaríkjastjórnar segir Þorgerður Katrín að ekkert sé nýtt að frétta varðandi fimmtán prósenda toll Bandaríkjastjórnar á íslenskra vörur. „Nema það að það er alveg skýrt að við Íslendingar við viljum frekara samval við Bandaríkjastjórn um hvað hægt sé að gera. Þetta kom okkur mjög á óvart miðað við fyrri samskipti sem við höfðum átt. En á endanum er það einfaldlega það sem ræður Hvíta húsinu er að það er viðskiptahalli, Bandaríkjunum í óhag. Þannig að við vinnum út frá því og erum í miklum samskiptum við atvinnulífið hér heima og erum að skoða hvað sé hægt að setja í púkkið til að fara í gagnvirkt samtal við Bandaríkjastjórn og utanríkisviðskiptafulltrúa stjórnarinnar.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Efnahagsmál Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjá meira
Áætlanir Bandaríkjastjórnar um hærri toll á íslenskan innflutning en áður stóð til komu stjórnvöldum í opna skjöldu þegar hann þær voru kynntar í upphafi mánaðarins en tollurinn tók gildi í síðustu viku. Íslensk stjórnvöld eiga nú í viðræðum við bæði stjórnvöld í Bandaríkjunum um málið auk þess að vera í samtali við Evrópusambandið um fyrirhugaðan verndartolla á járnblendi. Ríkisstjórnin kom saman á sínum fyrsta fundi í dag að loknu sumarleyfi og segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að tollamál hafi eðli máls samkvæmt verið þar ofarlega á blaði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Vísir/Anton Brink „Það hafa afdrifaríkar ákvarðanir verið teknar núna, til dæmis í tollamálum. Það hafa komið upp umræður um verndaraðgerðir af hálfu Evrópusambandsins og viðbótartolla frá Bandaríkjunum. Þannig að verið vorum að fara svolítið ítarlega yfir þá stöðu,“ sagði Kristrún. Bíða eftir niðurstöðu Daði Már segir að íslensk stjórnvöld viti ekki nákvæmlega hver útfærslan verður og að beðið sé eftir niðurstöðu þar. „Það eina sem við erum með alveg á hrinu eru viðbrögð Bandaríkjastjórnar og hækkunina á tollunum þar. Af því höfum við áhyggjur. Utanrríkisráðherra og utanríkisráðuneytið hefur staðið sig mjög vel að vera í stöðugu sambandi við bandarísk stjórnvöld og vinna að því að koma íslenskum sjónarmiðum á framfæri. Við teljum að það séu tækifæri til þess að ná samkomulagi við bandarísk stjórnvöld sem er bæði Íslandi og Bandaríkjunum til góða,“ segir fjármálaráðherra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Lýður Viðkvæm staða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir stöðuna vera viðkvæma. „Það er verið að ræða þrýsta á Evrópusambandið og undirstrika það að við erum, Íslendingar, aðilar að innri markaði Evrópusambandsins. Að mínu mati, þessar fyrirætlanir sambandsins um að setja verndartolla á kísil og járnblendi, er ekki í samræmi við EES-samninginn. Þannig að við höldum þeim þrýstingi áfram og höfum nokkra daga til stefnu. En það er margt í gangi en svo sjáum við hvað setur, hver sniðurstaðan verður.“ Hvaða svör hafa borist frá Brussel, ef einhver? „Eins og ég segi þá er þetta á viðkvmu stigi og við erum í formlegu sem óformlegu samtali og samskiptum við Evrópusambandið, bæði framkvæmdastjórnina en líka á embættismannastigi,“ segir ráðherrann. Um tolla Bandaríkjastjórnar segir Þorgerður Katrín að ekkert sé nýtt að frétta varðandi fimmtán prósenda toll Bandaríkjastjórnar á íslenskra vörur. „Nema það að það er alveg skýrt að við Íslendingar við viljum frekara samval við Bandaríkjastjórn um hvað hægt sé að gera. Þetta kom okkur mjög á óvart miðað við fyrri samskipti sem við höfðum átt. En á endanum er það einfaldlega það sem ræður Hvíta húsinu er að það er viðskiptahalli, Bandaríkjunum í óhag. Þannig að við vinnum út frá því og erum í miklum samskiptum við atvinnulífið hér heima og erum að skoða hvað sé hægt að setja í púkkið til að fara í gagnvirkt samtal við Bandaríkjastjórn og utanríkisviðskiptafulltrúa stjórnarinnar.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Efnahagsmál Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjá meira