Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Kjartan Kjartansson skrifar 19. ágúst 2025 13:01 Ólafur Ragnar í ræðupúlti á Hringborði norðurslóða, árlegri ráðstefnu sem hann átti frumkvæði að. Hann hefur ekki lapið dauðann úr skel eftir að hann lét af embætti forseta á sínum tíma. Vísir/Vilhelm Rúmri milljón króna munar á tekjum Ólafs Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta, og næsta manns á tekjulista forseta, þingmanna og ráðherra í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins er tekjuhæstur þingmanna. Ólafur Ragnar var með rúmar 4,7 milljónir króna í mánaðartekjur í fyrra samkvæmt Tekjublaðinu. Á eftir honum kemur Guðni Th. Jóhannesson, eftirmaður hans í embætti, með tæpar 3,7 milljónir króna. Vigdís Finnbogadóttir, forveri Ólafs Ragnars, var með tæpar 3,2 milljónir króna í fyrra samkvæmt listanum. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2023 sem var greiddur árið 2024. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Í fjórða sæti á listanum er Jens Garðar Helgason, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi aðstoðarforstjóri laxeldisfyrirtækisins Kaldvíkur, með rúmar 2,8 milljónir króna í mánaðartekjur. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, er tekjuhæsti ráðherrann með tæpar 2,8 milljónir króna. https://www.visir.is/g/20242610178d/olafur-ragnar-skakar-vigdisi-og-gudna Fjórir ráðherrar í ríkisstjórn eru ekki á tekjulistanum. Núverandi ríkisstjórn tók ekki við fyrr en í desember í fyrra en listinn byggir á tekjum síðasta árs. Laun núverandi ráðherra: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. 2,1 milljón króna. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. 2,1 milljón króna. Inga Sæland, félagsmálaráðherra. 2,1 milljón króna. Logi Már Einarsson, menntamálaráðherra. 1,9 milljónir króna. Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra. 1,6 milljónir króna. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. 1,6 milljónir króna. Fyrrverandi ráðherrar eru ofar á listanum. Hæstur þeirra er Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, í sjöunda sæti með rúmar 2,6 milljónir króna. Rétt á eftir honum er Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, með 2,6 milljónir. Á eftir Jens Garðari er Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tekjuhæsti þingmaðurinn með 2,7 milljónir króna og í sjötta sæti listans. Hann var formaður borgarráðs þar til hann var kjörinn á þing. Bjarni Benediktsson var tekjuhæstur formanna stjórnmálaflokkanna í fyrra. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kom á eftir honum með 2,4 milljónir króna rúmar. Guðrún Hafsteinsdóttir, sem tók við af Bjarna sem formaður Sjálfstæðisflokksins í ár, var með tæpar 2,3 milljónir króna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var með rúmar 2,1 milljónir króna. Lestina reka svo formenn núverandi ríkisstjórnarflokka. Tekjur Ólafur Ragnar Grímsson Forseti Íslands Kjaramál Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Ólafur Ragnar var með rúmar 4,7 milljónir króna í mánaðartekjur í fyrra samkvæmt Tekjublaðinu. Á eftir honum kemur Guðni Th. Jóhannesson, eftirmaður hans í embætti, með tæpar 3,7 milljónir króna. Vigdís Finnbogadóttir, forveri Ólafs Ragnars, var með tæpar 3,2 milljónir króna í fyrra samkvæmt listanum. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2023 sem var greiddur árið 2024. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Í fjórða sæti á listanum er Jens Garðar Helgason, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi aðstoðarforstjóri laxeldisfyrirtækisins Kaldvíkur, með rúmar 2,8 milljónir króna í mánaðartekjur. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, er tekjuhæsti ráðherrann með tæpar 2,8 milljónir króna. https://www.visir.is/g/20242610178d/olafur-ragnar-skakar-vigdisi-og-gudna Fjórir ráðherrar í ríkisstjórn eru ekki á tekjulistanum. Núverandi ríkisstjórn tók ekki við fyrr en í desember í fyrra en listinn byggir á tekjum síðasta árs. Laun núverandi ráðherra: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. 2,1 milljón króna. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. 2,1 milljón króna. Inga Sæland, félagsmálaráðherra. 2,1 milljón króna. Logi Már Einarsson, menntamálaráðherra. 1,9 milljónir króna. Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra. 1,6 milljónir króna. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. 1,6 milljónir króna. Fyrrverandi ráðherrar eru ofar á listanum. Hæstur þeirra er Guðmundur Ingi Guðbrandsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, í sjöunda sæti með rúmar 2,6 milljónir króna. Rétt á eftir honum er Bjarni Benediktsson, fyrrverandi forsætisráðherra, með 2,6 milljónir. Á eftir Jens Garðari er Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar, tekjuhæsti þingmaðurinn með 2,7 milljónir króna og í sjötta sæti listans. Hann var formaður borgarráðs þar til hann var kjörinn á þing. Bjarni Benediktsson var tekjuhæstur formanna stjórnmálaflokkanna í fyrra. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kom á eftir honum með 2,4 milljónir króna rúmar. Guðrún Hafsteinsdóttir, sem tók við af Bjarna sem formaður Sjálfstæðisflokksins í ár, var með tæpar 2,3 milljónir króna. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins var með rúmar 2,1 milljónir króna. Lestina reka svo formenn núverandi ríkisstjórnarflokka.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2024 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2023 sem var greiddur árið 2024. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Ólafur Ragnar Grímsson Forseti Íslands Kjaramál Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira