Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar 20. ágúst 2025 15:00 Ofurvextir á Íslandi standa óhaggaðir, eins og Seðlabankinn hafði varað stjórnvöld við, ef ekki sæjust merki um að verðbólgan færi að lækka að ráði. Þetta var sem sagt fyrirsjáanlegt í ljósi þess að ríkisstjórnin leggur sitt ekki af mörkum gegn verðbólgunni. Afleiðingin er þung óvissa fyrir íslensk heimili og svartar horfur á húsnæðismarkaði. Fjölskyldur um allt land líða fyrir ráðaleysið; halda að sér höndum, komast hvergi inn á húsnæðismarkað og enda sumar á að flytja jafnvel úr landi. Aðrar fjölskyldur fresta frekari barneignum vegna vonleysis um að komast í stærra húsnæði. Þetta síðastnefnda heyri ég æ meira og er sannkölluð rauð viðvörun fyrir stjórnmálastétt sem ætti að hafa hugann við framtíð þjóðarinnar. Við erum með plan, sagði Samfylkingin fyrir kosningar. En hvergi heyrist af plani til þess að taka á rót vandans; stjórnleysi í ríkisfjármálum, stjórnleysi í innflytjendamálum og stjórnleysi á húsnæðismarkaði. Við getum því ekki farið í saumana á þeim plönum hér. Við getum hins vegar velt fyrir okkur öðru plani, sem sannarlega hefur þegar verið hrint í framkvæmd. Það er Evrópuplanið, sem var reyndar, ólíkt öðrum plönum, ekki kynnt með sama hætti fyrir kosningar. Öllu heldur sagði Kristrún Frostadóttir orðrétt í hlaðvarpsviðtali að þetta væri ekki rétti tíminn til að fara í þá vegferð og lét þar svo um mælt: „Forgangsmálið núna verður efnahagslegur stöðugleiki í formi aðgerða sem við getum ráðist í strax í dag, ekki í formi alþjóðlegs samstarfs.“ Eftir kosningar hefur þessi forgangsröðun Samfylkingarinnar snúist við. Óljóst er hvort Samfylkingin hafi því stundað blekkingar fyrir kosningar eða misst stjórn á málaflokknum í hendur Viðreisnar. Í öllu falli er ljóst hvaða plan skiptir mestu í augum Viðreisnar. Rifja má upp þegar þingflokksformaður Viðreisnar glímdi við blendnar tilfinningar í samfélagsmiðlafærslu þegar stýrivextir voru síðast lækkaðir í febrúar. Þar samþykkti Sigmar Guðmundsson svo sem stýrivaxtalækkunina en virtist hafa áhyggjur af því að fólk gæti misst sjónar á mikilvægari málum, s.s. ESB-aðild: „Mikið fagnaðarefni að stýrivextir hafi lækkað talsvert. [...] En auðvitað er það sturluð staðreynd að eftir þrjár lækkanir í röð séu stýrivextir samt átta prósentustig. [...] Vonandi tekst okkur með tíð og tíma að komast út úr þessu galna umhverfi.“ Við þetta tilefni lýsti ég áhyggjum af því að áherslan á ESB kynni að skyggja á verkgleði stjórnarinnar til þess að bæta kjör landsmanna með þegar tiltækum ráðum. Hætt væri við að hörðustu Evrópusinnar færu hreinlega að leita huggunar í lögmáli sem Kristrún Frostadóttir sjálf lýsti einmitt sjálf svo vel í fyrrnefndu hlaðvarpsviðtali: „Það sem gerist svo ítrekað með Evrópusambandið, er að þegar það gengur illa, þegar það koma háir vextir, þá byrjar fólk að vilja ganga inn í ESB.” Í ljósi nýjustu tíðinda er rétt að minna ríkisstjórnina á að Evrópuplön eiga aldrei nokkurn tímann að ganga framar öðrum mun mikilvægari plönum. Rétt er að minna Kristrúnu á að forgangur íslenskra stjórnvalda eigi að vera aðgerðir sem við getum sjálf ráðist í strax í dag, en ekki lausnir í formi alþjóðlegs samstarfs, rétt eins og hún sagði sjálf. Að lokum er rétt að minna Kristrúnu á aðra eftirminnilega yfirlýsingu sem hún lét falla í sömu andrá um Evrópusambandið: „Það er bannað að plata. Það er bannað að plata í þessu starfi.“ Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Ofurvextir á Íslandi standa óhaggaðir, eins og Seðlabankinn hafði varað stjórnvöld við, ef ekki sæjust merki um að verðbólgan færi að lækka að ráði. Þetta var sem sagt fyrirsjáanlegt í ljósi þess að ríkisstjórnin leggur sitt ekki af mörkum gegn verðbólgunni. Afleiðingin er þung óvissa fyrir íslensk heimili og svartar horfur á húsnæðismarkaði. Fjölskyldur um allt land líða fyrir ráðaleysið; halda að sér höndum, komast hvergi inn á húsnæðismarkað og enda sumar á að flytja jafnvel úr landi. Aðrar fjölskyldur fresta frekari barneignum vegna vonleysis um að komast í stærra húsnæði. Þetta síðastnefnda heyri ég æ meira og er sannkölluð rauð viðvörun fyrir stjórnmálastétt sem ætti að hafa hugann við framtíð þjóðarinnar. Við erum með plan, sagði Samfylkingin fyrir kosningar. En hvergi heyrist af plani til þess að taka á rót vandans; stjórnleysi í ríkisfjármálum, stjórnleysi í innflytjendamálum og stjórnleysi á húsnæðismarkaði. Við getum því ekki farið í saumana á þeim plönum hér. Við getum hins vegar velt fyrir okkur öðru plani, sem sannarlega hefur þegar verið hrint í framkvæmd. Það er Evrópuplanið, sem var reyndar, ólíkt öðrum plönum, ekki kynnt með sama hætti fyrir kosningar. Öllu heldur sagði Kristrún Frostadóttir orðrétt í hlaðvarpsviðtali að þetta væri ekki rétti tíminn til að fara í þá vegferð og lét þar svo um mælt: „Forgangsmálið núna verður efnahagslegur stöðugleiki í formi aðgerða sem við getum ráðist í strax í dag, ekki í formi alþjóðlegs samstarfs.“ Eftir kosningar hefur þessi forgangsröðun Samfylkingarinnar snúist við. Óljóst er hvort Samfylkingin hafi því stundað blekkingar fyrir kosningar eða misst stjórn á málaflokknum í hendur Viðreisnar. Í öllu falli er ljóst hvaða plan skiptir mestu í augum Viðreisnar. Rifja má upp þegar þingflokksformaður Viðreisnar glímdi við blendnar tilfinningar í samfélagsmiðlafærslu þegar stýrivextir voru síðast lækkaðir í febrúar. Þar samþykkti Sigmar Guðmundsson svo sem stýrivaxtalækkunina en virtist hafa áhyggjur af því að fólk gæti misst sjónar á mikilvægari málum, s.s. ESB-aðild: „Mikið fagnaðarefni að stýrivextir hafi lækkað talsvert. [...] En auðvitað er það sturluð staðreynd að eftir þrjár lækkanir í röð séu stýrivextir samt átta prósentustig. [...] Vonandi tekst okkur með tíð og tíma að komast út úr þessu galna umhverfi.“ Við þetta tilefni lýsti ég áhyggjum af því að áherslan á ESB kynni að skyggja á verkgleði stjórnarinnar til þess að bæta kjör landsmanna með þegar tiltækum ráðum. Hætt væri við að hörðustu Evrópusinnar færu hreinlega að leita huggunar í lögmáli sem Kristrún Frostadóttir sjálf lýsti einmitt sjálf svo vel í fyrrnefndu hlaðvarpsviðtali: „Það sem gerist svo ítrekað með Evrópusambandið, er að þegar það gengur illa, þegar það koma háir vextir, þá byrjar fólk að vilja ganga inn í ESB.” Í ljósi nýjustu tíðinda er rétt að minna ríkisstjórnina á að Evrópuplön eiga aldrei nokkurn tímann að ganga framar öðrum mun mikilvægari plönum. Rétt er að minna Kristrúnu á að forgangur íslenskra stjórnvalda eigi að vera aðgerðir sem við getum sjálf ráðist í strax í dag, en ekki lausnir í formi alþjóðlegs samstarfs, rétt eins og hún sagði sjálf. Að lokum er rétt að minna Kristrúnu á aðra eftirminnilega yfirlýsingu sem hún lét falla í sömu andrá um Evrópusambandið: „Það er bannað að plata. Það er bannað að plata í þessu starfi.“ Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun