„Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. ágúst 2025 16:55 Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir, skólastjóri Hörðuvallaskóla, og Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs. Samsett Skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir að ekki sé verið að fara leggja samræmd próf fyrir nemendur Kópavogsbæjar. Um sé að ræða stöðupróf sem séu hluti af nýja námsmatskerfinu Matsferli. Allir skólar á landinu ættu að fylgja kerfinu. Greint var frá í morgun að Kópavogsbær hygðist innleiða samræmd próf fyrir alla nemendur í fjórða til tíunda bekk. Innleiðingin væri hluti af sextán umbótatillögum sem mótaðar hafa verið á síðastliðnu ári af sveitarstjórn Kópavogs og hagsmunaaðilum líkt og nemendum, foreldrum og kennurum. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, kynnti umbótatillögurnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Lykilaðgerðin hjá okkur er að núna í mars 2026 munu allir grunnskólar í Kópavogi, börn frá fjórða bekk upp í tíunda bekk fara í samræmd stöðupróf,“ sagði hún. „Það er alls ekki þannig, við erum að fara nýta okkur Matsferil eins og allir aðrir skólar á landinu frá MMS. Það er þar sem misskilningurinn liggur,“ segir Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir, skólastjóri Hörðuvallaskóla, sem situr í samráðshóp vegna málefna grunnskóla í Kópavogsbæ fyrir hönd skólastjórnenda í Kópavogi. „Þetta eru stöðu- og framvindupróf sem að hefur verið fjallað um í fjölmiðlum og ráðuneytinu líka. Þau voru prófuð í nokkrum skólum í vor og það á að leggja þetta fyrir næsta vetur. Þannig að Kópavogsbær er ekki að gera neitt annað en önnur sveitafélög. Við erum bara að ramma þetta inn og þess vegna voru settar fram þessar tillögur, þetta er bara einn liður í pakkanum.“ Sigrún er sjálf ekki mikill aðdáandi samræmdra prófa, líkt og hún lýsti í aðsendri grein á Vísi. „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum, þetta er bara matsferill frá MMS sem við ætlum að nýta okkur og nota niðurstöðurnar vel.“ Tækið sem vantaði „Við erum búin að vinna ágætlega að þessum tillögum og þetta er búið að vera ágætis ferli þar til lokaplaggið var gefið út, og þetta er ekkert búið,“ segir Sigrún. „Miðstöð menntunar og skólaþjónustu er búin að leggja gríðarlega vinnu í þetta og þetta er gagnabanki sem þeir eiga. Þegar við vorum kannski yngri að taka samræmd próf þá voru öll börn að fara próf á sama tíma á sama degi í íslensku og það var bara lagt fyrir ákveðið próf.“ Stöðuprófin sem um ræðir eru hins vegar ekki tekin á sama tíma heldur verði opin til lengri tíma og verði tekin þegar hentar. Ásdís sagði í morgun að það yrði skylda fyrir öll börn að taka prófin. „Vissulega er þetta þannig pakki að niðurstöðurnar koma sem ein heild fyrir alla skóla þannig við getum tekið okkar nemendur, og ákveðinn nemanda og séð hvernig hann einn og sér kemur út úr matsferlinum og þá séð hvaða leiðir við þurfum að fara hér innanhúss til að styðja við barnið, að það fái námsstefnu við hæfi,“ segir Sigrún. „Þetta er tæki sem okkur hefur vantað til að geta metið skólastarfið hjá okkur.“ Nýtt námsumsjónarkerfi prufað Að sögn Ásdísar hefur einnig námsumsjónarkerfið Mentor flækst fyrir foreldrum og kennurum. Nýtt námsumsjónarkerfi hefur verið þróað og verði nýtt sem tilraunaverkefni næsta skólaárs. Takist vel verði nýja kerfið innleitt eftir eitt ár. „Þróunin hefur verið rosalega hæg á kerfinu, þannig þetta er ekkert rosalega gott vinnukerfi fyrir okkur,“ segir Sigrún. „Okkur finnst eins og þeir vilji ekki bæta það.“ Sigrún segir þau tilbúin fyrir nýjungar en aðeins sé um að ræða tilraunaverkefni. Virki nýja kerfið illa verði því ekki skipt út fyrir Mentor. Samræma námsmatskvarða og ráða fagfólk Í umbótatillögunum verður einnig lögð áhersla á að skapa heilbrigt, hvetjandi og öruggt starfsumhverfi fyrir kennara skólanna. Einnig verða leiðbeinendur innan skólanna hvattir til að mennta sig sem kennarar og lögð áhersla á að hæft fagfólk starfi þar. Auk þess verði matskvarðar samræmdir. „Við erum að samræma matskvarða svo að foreldrar geti skilið þetta betur. Ef barn flytur úr mínum skóla og fer í annan er það ekki að fá einhverja allt aðra einkunn þar varðandi, hér fæ ég tákn og þar fæ ég bókstaf,“ segir Sigrún. Ákveðnir árgangar fái því allir einkunnir út frá sömu kvörðum, til að mynda einn árgangur fái tákn fyrir verkefnin sín og annar bókstaf. „Við erum að samræma námsmatskvarðana, ekki námsmatið sem slíkt,“ segir Sigrún. „Þetta er eitt skref í átt að bættu skólakerfi og bærinn er að skoða hvað við getum gert.“ Hún segist fagna umræðunni sem skapist um skólamál. „Maður finnur alveg að umræðan er heit í samfélaginu þannig mér finnst mikilvægt að einblína á jákvæða hluti sem er verið að gera vel. Þetta lítur út fyrir að vera alveg í lamasessi en það er ekki þannig.“ Lesa má nánar um tillögurnar hér. Skóla- og menntamál Grunnskólar Kópavogur Börn og uppeldi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Greint var frá í morgun að Kópavogsbær hygðist innleiða samræmd próf fyrir alla nemendur í fjórða til tíunda bekk. Innleiðingin væri hluti af sextán umbótatillögum sem mótaðar hafa verið á síðastliðnu ári af sveitarstjórn Kópavogs og hagsmunaaðilum líkt og nemendum, foreldrum og kennurum. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, kynnti umbótatillögurnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Lykilaðgerðin hjá okkur er að núna í mars 2026 munu allir grunnskólar í Kópavogi, börn frá fjórða bekk upp í tíunda bekk fara í samræmd stöðupróf,“ sagði hún. „Það er alls ekki þannig, við erum að fara nýta okkur Matsferil eins og allir aðrir skólar á landinu frá MMS. Það er þar sem misskilningurinn liggur,“ segir Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir, skólastjóri Hörðuvallaskóla, sem situr í samráðshóp vegna málefna grunnskóla í Kópavogsbæ fyrir hönd skólastjórnenda í Kópavogi. „Þetta eru stöðu- og framvindupróf sem að hefur verið fjallað um í fjölmiðlum og ráðuneytinu líka. Þau voru prófuð í nokkrum skólum í vor og það á að leggja þetta fyrir næsta vetur. Þannig að Kópavogsbær er ekki að gera neitt annað en önnur sveitafélög. Við erum bara að ramma þetta inn og þess vegna voru settar fram þessar tillögur, þetta er bara einn liður í pakkanum.“ Sigrún er sjálf ekki mikill aðdáandi samræmdra prófa, líkt og hún lýsti í aðsendri grein á Vísi. „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum, þetta er bara matsferill frá MMS sem við ætlum að nýta okkur og nota niðurstöðurnar vel.“ Tækið sem vantaði „Við erum búin að vinna ágætlega að þessum tillögum og þetta er búið að vera ágætis ferli þar til lokaplaggið var gefið út, og þetta er ekkert búið,“ segir Sigrún. „Miðstöð menntunar og skólaþjónustu er búin að leggja gríðarlega vinnu í þetta og þetta er gagnabanki sem þeir eiga. Þegar við vorum kannski yngri að taka samræmd próf þá voru öll börn að fara próf á sama tíma á sama degi í íslensku og það var bara lagt fyrir ákveðið próf.“ Stöðuprófin sem um ræðir eru hins vegar ekki tekin á sama tíma heldur verði opin til lengri tíma og verði tekin þegar hentar. Ásdís sagði í morgun að það yrði skylda fyrir öll börn að taka prófin. „Vissulega er þetta þannig pakki að niðurstöðurnar koma sem ein heild fyrir alla skóla þannig við getum tekið okkar nemendur, og ákveðinn nemanda og séð hvernig hann einn og sér kemur út úr matsferlinum og þá séð hvaða leiðir við þurfum að fara hér innanhúss til að styðja við barnið, að það fái námsstefnu við hæfi,“ segir Sigrún. „Þetta er tæki sem okkur hefur vantað til að geta metið skólastarfið hjá okkur.“ Nýtt námsumsjónarkerfi prufað Að sögn Ásdísar hefur einnig námsumsjónarkerfið Mentor flækst fyrir foreldrum og kennurum. Nýtt námsumsjónarkerfi hefur verið þróað og verði nýtt sem tilraunaverkefni næsta skólaárs. Takist vel verði nýja kerfið innleitt eftir eitt ár. „Þróunin hefur verið rosalega hæg á kerfinu, þannig þetta er ekkert rosalega gott vinnukerfi fyrir okkur,“ segir Sigrún. „Okkur finnst eins og þeir vilji ekki bæta það.“ Sigrún segir þau tilbúin fyrir nýjungar en aðeins sé um að ræða tilraunaverkefni. Virki nýja kerfið illa verði því ekki skipt út fyrir Mentor. Samræma námsmatskvarða og ráða fagfólk Í umbótatillögunum verður einnig lögð áhersla á að skapa heilbrigt, hvetjandi og öruggt starfsumhverfi fyrir kennara skólanna. Einnig verða leiðbeinendur innan skólanna hvattir til að mennta sig sem kennarar og lögð áhersla á að hæft fagfólk starfi þar. Auk þess verði matskvarðar samræmdir. „Við erum að samræma matskvarða svo að foreldrar geti skilið þetta betur. Ef barn flytur úr mínum skóla og fer í annan er það ekki að fá einhverja allt aðra einkunn þar varðandi, hér fæ ég tákn og þar fæ ég bókstaf,“ segir Sigrún. Ákveðnir árgangar fái því allir einkunnir út frá sömu kvörðum, til að mynda einn árgangur fái tákn fyrir verkefnin sín og annar bókstaf. „Við erum að samræma námsmatskvarðana, ekki námsmatið sem slíkt,“ segir Sigrún. „Þetta er eitt skref í átt að bættu skólakerfi og bærinn er að skoða hvað við getum gert.“ Hún segist fagna umræðunni sem skapist um skólamál. „Maður finnur alveg að umræðan er heit í samfélaginu þannig mér finnst mikilvægt að einblína á jákvæða hluti sem er verið að gera vel. Þetta lítur út fyrir að vera alveg í lamasessi en það er ekki þannig.“ Lesa má nánar um tillögurnar hér.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Kópavogur Börn og uppeldi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent