Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2025 20:03 Opinbera sagan um hvarf Geirfinns í Keflavík þriðjudagskvöldið 19. nóvember 1974, fyrst í Keflavíkurrannsókninni og síðar í hinu fáránlega Guðmundar- og Geirfinnsmáli í Reykjavík, er svona: Geirfinnur hvarf af því hann fór að hitta vonda menn við Hafnarbúðina í Keflavík og þeir óku með hann á brott og skiluðu honum aldrei aftur. Ástæða þess er sú að þeir voru glæpamenn sem stunduðu smygl og Geirfinnur var á einhvern óskiljanlegan hátt flæktur í það athæfi þeirra. Ekkert af þessu gerðist. Margt hefur verið sagt um það ranglæti sem fólst í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og réttlætis krafist fyrir þau sem þar voru ranglæti beitt. En maðurinn sjálfur sem hvarf, varð aukapersóna í sínu eigin mannshvarfi og æra hans dregin niður í svaðið með ítrekuðum og algjörlega ósönnum dylgjum um aðkomu hans að smygli. Fyrir nokkrum árum gekk ég til liðs við litla bróður minn sem hafði byrjað að grúska í því hvað varð í raun og veru um Geirfinn. Sú leit hefur nú leitt til þess að út er komin bókin Leitin að Geirfinni. Þar er rannsókn okkar rakin mun ítarlegar en hér og vísað í fjölda gagna sem heimildir eru sóttar í. Við leituðum að Geirfinni af því hann á það skilið. Það sem gerðist Geirfinnur skrapp í Hafnarbúðina til að kaupa sígarettur. Hann kom heim aftur um kl 22:15 og korteri seinna hafði hann verið drepinn í bílskúrnum sínum. Strax og hann kom heim, kemur hann inn í aðstæður sem urðu til þess að hann snöggreiddist. Um það bera vitni nágrannar sem heyrðu hávaða og reiðiraddir, inni í húsinu, utan við dyrnar á innkeyrslunni framan við bílskúrinn og loks svakaleg öskur úr bílskúrnum. Og frekari vitnisburðir sem ég rek ekki hér. Slóðin rakin Það sem henti Geirfinn var ofur einfalt, það var ekkert samsæri, bara stutt atburðarás sem átti sér einfalda skýringu og endaði með ósköpum. Það sem var flókið var að afhjúpa yfirhylminguna sem þar tók við. Slóðin sem við röktum var slóð þeirra sem í ákafa sínum við afvegaleiðingar og yfirhylmingar, tröðkuðu út vettvanginn. Þeir skyldu nefnilega eftir sig slóð. Eftir því sem málið var skoðað betur kom æ oftar í ljós að þræðir lágu til Valtýs Sigurðssonar sjálfs, yfirmanns rannsóknarinnar. Svo kom í ljós að þræðir lágu til vinkonu eiginkonunnar og sumir þráðanna lágu milli hennar og Valtýs. Það vakti spurninguna: Af hverju er Valtýr að fiffa í þessu máli? Hann var rétt lagður af stað inn á framabraut íslenska réttarkerfisins, orðinn aðalfulltrúi hjá bæjarfógeta og átti eftir að verða héraðsdómari á Suðurnesjum, borgarfógeti, héraðsdómari í Reykjavík, fangselsismálastjóri og loks ríkissaksóknari, en náði að vísu ekki að verða hæstaréttardómari, þótt hann hefði sótt um það. Valtýr hefur haldið því fram að hann hafi mestmegnis bara verið formlegur yfirmaður rannsóknarinnar, en að Haukur Guðmundsson rannsóknarlögreglumaður hafi borið ábyrgð á henni og hann ekki skipt sér þar mikið af. Það er alrangt. Valtýr stýrði þessari rannsókn styrkri hendi og leiddi hana á þann leiðarenda sem hún fór. Geirfinnur átti að hverfa inn í hljóðan hóp horfinna manna og enginn átti nokkurn tíma að grafa upp nein gögn um hann og þaðan af síður bein hans. Fyrir miðjan desember var Valtýr búinn að búa svo um hnúta að hann gat farið áhyggjulaus í skíðaferðalag til útlanda, á meðan Haukur skottaðist á eftir Kristjáni Péturssyni (Kidda Pé) tollgæslumanni við að elta spírabófa. Það gerði ekkert til, þeir máttu alveg finna spírabófa, enda vissu slíkir ekkert um Geirfinn. Á þessum tíma stóð ekki til að fá neitt saklaust fólk dæmt fyrir að hafa banað Geirfinni. Það átti eftir að breytast og Valtýr varð ekki kátur þegar hann fékk þau tíðindi ári síðar að hann þyrfti að afhenda ríkissaksóknara öll gögn málsins af því að lögreglan í Reykjavík væri með nokkur ungmenni inni í Síðumúlafangelsi og grunaði þau um aðild að hvarfi Geirfinns. Slóðin þín Valtýr Þú mátt eiga það Valtýr, að það er þér að þakka að við höfum komist að því hvað gerðist þegar Geirfinnur hvarf. Við röktum nefnilega slóðina þína. Þú hefur ekki bara leynt íslenskt samfélg því hvað gerðist, þú leyndir líka rannsóknarlögreglumann þinn því og fleira samstarfsfólki sem bar traust til þín. Þú fórst með öll mannaforráð í þessarri rannsókn og skiptir verkum, en ekki Haukur. Þú ákvaðst hvað var rannsakað og hvað ekki og hverjir gerðu hvað. Valtýr, þú yfirfórst minnispunkta Hauks og upptökur hans af segulböndum og samdir sjálfur allar þær skýrslur sem þú fólst ritara þínum á fógetakontórnum að vélrita. Allar vitnaskýrslur Keflavíkurrannsóknarinnar nema tvær. Þú valdir líka hvað fór í stóru samantektarskýrsluna sem ritarinn kláraði síðdegis á mánudag og þú lést Hauk undirrita fyrir fund með rannsóknarlögreglunni í Reykjavík á þriðjudag 26. nóv. Haukur hefur sagt að hann hafi aldrei lesið samantektarskýrsluna og aldrei séð aðrar skýrslur sem þú gerðir. Valtýr, þú fékkst Njörð Snæhólm, þá aðalvarðstjóra rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík, til að grennslast fyrir um Svanberg, viðhald eiginkonu Geirfinns, og hvar hann var á þriðjudagskvöldinu. Þú taldir Hauki trú um að Njörður hefði tekið skýrslu af Svanberg og fengið fjarvistarsönnun hjá foreldrum hans og að þar með þyrfti hann ekki að gera það. Valtýr, á mánudagskvöldið 25. nóvember var tekin skýrsla af pilti sem sagði Svanberg hafa gist hjá honum í Keflavík. Sú skýrsla týndist svo gjörsamlega að lengi vel fannst ekkert af henni annað en skráning á skýrsluskrá um að hún hafi verið tekin - og jú, líka seinna staðfesting piltsins sjálfs um skýrslutökuna. En, hafðu nú engar áhyggjur, skýrslan er fundin og við höfum lesið hana. Valtýr, með þessa skýrslu og framburðinn í henni, settist þú næst niður og tókst sjálfur skýrslu af Svanberg, sem hófst kl 23:00. Þá skýrslu tókst þú inni á skrifstofu Hauks á lögreglustöðinni og vélritaðir hana á ritvél Hauks. Þú sagðir Hauki aldrei frá þessu og hann komst ekki að því fyrr en mörgum árum seinna. Í skýrslunni af Svanberg spurðir þú hann ekki ákveðinna lykilspurninga sem máli skiptu. Valtýr, þú talaðir við varðstjóra lögreglunnar á Hvolsvelli sem var með starfsstöð í Sigöldu og í gegnum hann fékkst þú upplýsingar um hverjir þar þekktu Geirfinn og að þar væri maður sem hefði farið til Keflavíkur á þriðjudagskvöldinu og fengið að hringja í einhverri sjoppu, klæddur eins og maðurinn sem hringdi úr Hafnarbúðinni. Þú sendir lögreglumann í snarhasti upp í Sigöldu til að tékka á því hvað þessi maður hefði að segja. Það var að fengnum þeim niðurstöðum sem þú gafst fjölmiðum grænt ljós á að birta myndirnar af leirhausnum og snúa þar með leitinni frá Geirfinni í leitina að Leirfinni. Valtýr, það varst þú sem skáldaðir meinta skýrslu af Jóni Grímssyni, símhringjandanum eftirlýsta, og fékkst Njörð Snæhólm með í að heimsækja þann mann um leið og hann kom ofan af fjöllum. Þú skrifaðir hann síðan út úr rannsókninni af því það hefði ekki verið réttur brúnn litur á leðurjakkanum hans. Svo lést þú ritara þinn merkja þá skýrslu Hauki Guðmundssyni sem aldrei sá né ræddi við þann mann. Að vísu hafði Jón ekkert með hvarf Geirfinns að gera, þekkti hann ekki og hringdi aldrei í hann. Valtýr, þú nýttir þér þráhyggju Kidda Pé sem var með nokkra erkióvini á perunni og leyfðir honum að flækja allskonar söguburði um dularfullar mannaferðir og bíla í námunda við Hafnarbúðina inn í rannsóknina á hvarfi Geirfinns. Þú leiðst það líka að Kiddi Pé spreðaði ljósmyndum af Magnúsi Leópoldssyni, einum af erkióvinum sínum, til að reyna að koma honum inn í hlutverk Leirfinns. Verst er þó að þú lést þér vel líka að Kiddi Pé bjó til sína eigin eftirmynd af Magnúsi Leópoldssyni, í svonefndu Photofit kerfi, þar sem eftirmyndir af mannshöfðum voru búnar til með því að raða saman borðum sem sýndu mismunandi útfærslur af hári og andlitshlutum. Síðan tók hann ljósrit af þeirri andlitsgerð sem notuð var til að móta Leirfinn eftir. (Sjá bls 114-152 í Leitin að Geirfinni). Valtýr, listinn yfir afskipti þín af Geirfinnsmálinu er lengri og nær allt til dagsins í dag. Þú hefur lagt þig fram um að komast í aðstöðu til að hafa áhrif á allar síðari tíma tilraunir til að fá Guðmundar- og Geirfinnsmál tekin til rannsóknar, einstökum þáttum og heildinni líka. Síðast bauðst þú þig fram til að argast í fjórmenningunum sem sátu lengi í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa banað Geirfinni, til að sannfæra þá um að öll lygin í málinu hafi verið komin frá Erlu Bolladóttur og hinum hraðlygnu félögum hennar. Samt veist þú að lygin byrjaði hjá þér og óð síðan áfram eins og sinueldur í hvassviðri. Æ, Valtýr! Við vitum af hverju þú varst að þvælast svona illilega um í Geirfinnsmálinu. Það er af því banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér og við vitum líka af hverju hann hafði það. Svo eru það öll hin Það eru feiri en svikular löggur sem vita meira og minna um það hvað gerðist og hvað gerðist ekki kvöldið sem Geirfinnur hvarf, til viðbótar við banamann hans. Eiginkona Geirfinns drap ekki mann sinn og stóð ekki fyrir því heldur. Hún hefur ekki sagt satt um allt og orðið margsaga um margt sem máli skiptir. Hún veit hvað gerðist, hún vissi það líklega ekki allt strax, en varð það fljótlega ljóst og fór í taugaáfall og var á róandi lyfjum í marga daga á eftir. Aðal vinkonan veit meira og minna um hvað gerðist og það er eins með hana að það rann smám saman upp fyrir henni. Hún hefur líka sagt rangt frá sumu og leynt öðru. Svanberg var viðstaddur þegar allt fór í bál og brand og það var reyndar út af honum. Hann veit því hvað gerðist, en hann drap ekki Geirfinn. Hann hefur líka sagt rangt frá. Hann hefur alla tíð síðan óttast að sér yrði kennt um að hafa drepið Geirfinn. Margir lögreglumenn, saksóknarar, dómarar og fleiri embættismenn sem áttu aðkomu að Geirfinnsmálinu í Reykjavík, vissu að Leirfinnsmálið var eitt drullumall frá upphafi til enda, en þeir voru of uppteknir af að klóra yfir sinn eigin skít til að hreinsa upp annarra manna leirslettur. Þriggja kynslóða sorg Hvarf Geirfinns Einarssonar er orðið að þriggja kynslóða sorg. Geirfinnur á börn og barnabörn sem sitja í óvissu og sorg. Systkini Geirfinns eiga börn og barnabörn sem búa við þessa sorg fjölskyldunnar líka. Fólkið sem var dæmt ranglega fyrir að hafa drepið hann og allir þeir sem voru fangelsaðir fyrir grun um það sama, börn þeirra og barnabörn, eru enn að leita lausna á ranglætinu og sorginni. Íslenska þjóðin situr líka í sorg yfir því að réttarkerfi ríkisins hafi brugðist trausti með svo hrapalegum hætti og sé enn að þverskallast við að upplýsa málið. Það er kominn tími til að ljúka þessum sorgarferlum og segja sannleikann um það sem gerðist. Í hálfa öld hafa mis sekir gerendur og þegjendur ekki þorað að segja frá af ótta við að eftir þeim bíði hópur fordæmenda með heykvíslar á lofti. Alveg er það magnað hvað óttinn lifir lengur en ógnin. Það er enginn að biðja um hefnd lengur. Hér er hins vegar stór hópur syrgjenda sem vilja fá að vita hvað gerðist svo þeir geti fyrirgefið og haldið áfram með lífið. En þau vita ekki hverjum þau geti fyrirgefið og fyrir hvað, nema fá að vita sannleikann. Hvarf Geirfinns hefur nú verið upplýst, það verður tekið til opinberrar rannsóknar og hvað sem öllu líður þá verður sagt upphátt hvað gerðist og hver banamaðurinn er. Elsku þið sem vitið og hafið þagað hingað til, mannið ykkur nú upp, talið við ástvini ykkar og stígið svo fram. Þið þurfið að segja satt og segja upphátt: Fyrirgefðu Geirfinnur. Höfundur kom að útgáfu bókarinnar Leitin að Geirfinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundar- og Geirfinnsmálin Lögreglumál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Opinbera sagan um hvarf Geirfinns í Keflavík þriðjudagskvöldið 19. nóvember 1974, fyrst í Keflavíkurrannsókninni og síðar í hinu fáránlega Guðmundar- og Geirfinnsmáli í Reykjavík, er svona: Geirfinnur hvarf af því hann fór að hitta vonda menn við Hafnarbúðina í Keflavík og þeir óku með hann á brott og skiluðu honum aldrei aftur. Ástæða þess er sú að þeir voru glæpamenn sem stunduðu smygl og Geirfinnur var á einhvern óskiljanlegan hátt flæktur í það athæfi þeirra. Ekkert af þessu gerðist. Margt hefur verið sagt um það ranglæti sem fólst í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og réttlætis krafist fyrir þau sem þar voru ranglæti beitt. En maðurinn sjálfur sem hvarf, varð aukapersóna í sínu eigin mannshvarfi og æra hans dregin niður í svaðið með ítrekuðum og algjörlega ósönnum dylgjum um aðkomu hans að smygli. Fyrir nokkrum árum gekk ég til liðs við litla bróður minn sem hafði byrjað að grúska í því hvað varð í raun og veru um Geirfinn. Sú leit hefur nú leitt til þess að út er komin bókin Leitin að Geirfinni. Þar er rannsókn okkar rakin mun ítarlegar en hér og vísað í fjölda gagna sem heimildir eru sóttar í. Við leituðum að Geirfinni af því hann á það skilið. Það sem gerðist Geirfinnur skrapp í Hafnarbúðina til að kaupa sígarettur. Hann kom heim aftur um kl 22:15 og korteri seinna hafði hann verið drepinn í bílskúrnum sínum. Strax og hann kom heim, kemur hann inn í aðstæður sem urðu til þess að hann snöggreiddist. Um það bera vitni nágrannar sem heyrðu hávaða og reiðiraddir, inni í húsinu, utan við dyrnar á innkeyrslunni framan við bílskúrinn og loks svakaleg öskur úr bílskúrnum. Og frekari vitnisburðir sem ég rek ekki hér. Slóðin rakin Það sem henti Geirfinn var ofur einfalt, það var ekkert samsæri, bara stutt atburðarás sem átti sér einfalda skýringu og endaði með ósköpum. Það sem var flókið var að afhjúpa yfirhylminguna sem þar tók við. Slóðin sem við röktum var slóð þeirra sem í ákafa sínum við afvegaleiðingar og yfirhylmingar, tröðkuðu út vettvanginn. Þeir skyldu nefnilega eftir sig slóð. Eftir því sem málið var skoðað betur kom æ oftar í ljós að þræðir lágu til Valtýs Sigurðssonar sjálfs, yfirmanns rannsóknarinnar. Svo kom í ljós að þræðir lágu til vinkonu eiginkonunnar og sumir þráðanna lágu milli hennar og Valtýs. Það vakti spurninguna: Af hverju er Valtýr að fiffa í þessu máli? Hann var rétt lagður af stað inn á framabraut íslenska réttarkerfisins, orðinn aðalfulltrúi hjá bæjarfógeta og átti eftir að verða héraðsdómari á Suðurnesjum, borgarfógeti, héraðsdómari í Reykjavík, fangselsismálastjóri og loks ríkissaksóknari, en náði að vísu ekki að verða hæstaréttardómari, þótt hann hefði sótt um það. Valtýr hefur haldið því fram að hann hafi mestmegnis bara verið formlegur yfirmaður rannsóknarinnar, en að Haukur Guðmundsson rannsóknarlögreglumaður hafi borið ábyrgð á henni og hann ekki skipt sér þar mikið af. Það er alrangt. Valtýr stýrði þessari rannsókn styrkri hendi og leiddi hana á þann leiðarenda sem hún fór. Geirfinnur átti að hverfa inn í hljóðan hóp horfinna manna og enginn átti nokkurn tíma að grafa upp nein gögn um hann og þaðan af síður bein hans. Fyrir miðjan desember var Valtýr búinn að búa svo um hnúta að hann gat farið áhyggjulaus í skíðaferðalag til útlanda, á meðan Haukur skottaðist á eftir Kristjáni Péturssyni (Kidda Pé) tollgæslumanni við að elta spírabófa. Það gerði ekkert til, þeir máttu alveg finna spírabófa, enda vissu slíkir ekkert um Geirfinn. Á þessum tíma stóð ekki til að fá neitt saklaust fólk dæmt fyrir að hafa banað Geirfinni. Það átti eftir að breytast og Valtýr varð ekki kátur þegar hann fékk þau tíðindi ári síðar að hann þyrfti að afhenda ríkissaksóknara öll gögn málsins af því að lögreglan í Reykjavík væri með nokkur ungmenni inni í Síðumúlafangelsi og grunaði þau um aðild að hvarfi Geirfinns. Slóðin þín Valtýr Þú mátt eiga það Valtýr, að það er þér að þakka að við höfum komist að því hvað gerðist þegar Geirfinnur hvarf. Við röktum nefnilega slóðina þína. Þú hefur ekki bara leynt íslenskt samfélg því hvað gerðist, þú leyndir líka rannsóknarlögreglumann þinn því og fleira samstarfsfólki sem bar traust til þín. Þú fórst með öll mannaforráð í þessarri rannsókn og skiptir verkum, en ekki Haukur. Þú ákvaðst hvað var rannsakað og hvað ekki og hverjir gerðu hvað. Valtýr, þú yfirfórst minnispunkta Hauks og upptökur hans af segulböndum og samdir sjálfur allar þær skýrslur sem þú fólst ritara þínum á fógetakontórnum að vélrita. Allar vitnaskýrslur Keflavíkurrannsóknarinnar nema tvær. Þú valdir líka hvað fór í stóru samantektarskýrsluna sem ritarinn kláraði síðdegis á mánudag og þú lést Hauk undirrita fyrir fund með rannsóknarlögreglunni í Reykjavík á þriðjudag 26. nóv. Haukur hefur sagt að hann hafi aldrei lesið samantektarskýrsluna og aldrei séð aðrar skýrslur sem þú gerðir. Valtýr, þú fékkst Njörð Snæhólm, þá aðalvarðstjóra rannsóknarlögreglunnar í Reykjavík, til að grennslast fyrir um Svanberg, viðhald eiginkonu Geirfinns, og hvar hann var á þriðjudagskvöldinu. Þú taldir Hauki trú um að Njörður hefði tekið skýrslu af Svanberg og fengið fjarvistarsönnun hjá foreldrum hans og að þar með þyrfti hann ekki að gera það. Valtýr, á mánudagskvöldið 25. nóvember var tekin skýrsla af pilti sem sagði Svanberg hafa gist hjá honum í Keflavík. Sú skýrsla týndist svo gjörsamlega að lengi vel fannst ekkert af henni annað en skráning á skýrsluskrá um að hún hafi verið tekin - og jú, líka seinna staðfesting piltsins sjálfs um skýrslutökuna. En, hafðu nú engar áhyggjur, skýrslan er fundin og við höfum lesið hana. Valtýr, með þessa skýrslu og framburðinn í henni, settist þú næst niður og tókst sjálfur skýrslu af Svanberg, sem hófst kl 23:00. Þá skýrslu tókst þú inni á skrifstofu Hauks á lögreglustöðinni og vélritaðir hana á ritvél Hauks. Þú sagðir Hauki aldrei frá þessu og hann komst ekki að því fyrr en mörgum árum seinna. Í skýrslunni af Svanberg spurðir þú hann ekki ákveðinna lykilspurninga sem máli skiptu. Valtýr, þú talaðir við varðstjóra lögreglunnar á Hvolsvelli sem var með starfsstöð í Sigöldu og í gegnum hann fékkst þú upplýsingar um hverjir þar þekktu Geirfinn og að þar væri maður sem hefði farið til Keflavíkur á þriðjudagskvöldinu og fengið að hringja í einhverri sjoppu, klæddur eins og maðurinn sem hringdi úr Hafnarbúðinni. Þú sendir lögreglumann í snarhasti upp í Sigöldu til að tékka á því hvað þessi maður hefði að segja. Það var að fengnum þeim niðurstöðum sem þú gafst fjölmiðum grænt ljós á að birta myndirnar af leirhausnum og snúa þar með leitinni frá Geirfinni í leitina að Leirfinni. Valtýr, það varst þú sem skáldaðir meinta skýrslu af Jóni Grímssyni, símhringjandanum eftirlýsta, og fékkst Njörð Snæhólm með í að heimsækja þann mann um leið og hann kom ofan af fjöllum. Þú skrifaðir hann síðan út úr rannsókninni af því það hefði ekki verið réttur brúnn litur á leðurjakkanum hans. Svo lést þú ritara þinn merkja þá skýrslu Hauki Guðmundssyni sem aldrei sá né ræddi við þann mann. Að vísu hafði Jón ekkert með hvarf Geirfinns að gera, þekkti hann ekki og hringdi aldrei í hann. Valtýr, þú nýttir þér þráhyggju Kidda Pé sem var með nokkra erkióvini á perunni og leyfðir honum að flækja allskonar söguburði um dularfullar mannaferðir og bíla í námunda við Hafnarbúðina inn í rannsóknina á hvarfi Geirfinns. Þú leiðst það líka að Kiddi Pé spreðaði ljósmyndum af Magnúsi Leópoldssyni, einum af erkióvinum sínum, til að reyna að koma honum inn í hlutverk Leirfinns. Verst er þó að þú lést þér vel líka að Kiddi Pé bjó til sína eigin eftirmynd af Magnúsi Leópoldssyni, í svonefndu Photofit kerfi, þar sem eftirmyndir af mannshöfðum voru búnar til með því að raða saman borðum sem sýndu mismunandi útfærslur af hári og andlitshlutum. Síðan tók hann ljósrit af þeirri andlitsgerð sem notuð var til að móta Leirfinn eftir. (Sjá bls 114-152 í Leitin að Geirfinni). Valtýr, listinn yfir afskipti þín af Geirfinnsmálinu er lengri og nær allt til dagsins í dag. Þú hefur lagt þig fram um að komast í aðstöðu til að hafa áhrif á allar síðari tíma tilraunir til að fá Guðmundar- og Geirfinnsmál tekin til rannsóknar, einstökum þáttum og heildinni líka. Síðast bauðst þú þig fram til að argast í fjórmenningunum sem sátu lengi í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa banað Geirfinni, til að sannfæra þá um að öll lygin í málinu hafi verið komin frá Erlu Bolladóttur og hinum hraðlygnu félögum hennar. Samt veist þú að lygin byrjaði hjá þér og óð síðan áfram eins og sinueldur í hvassviðri. Æ, Valtýr! Við vitum af hverju þú varst að þvælast svona illilega um í Geirfinnsmálinu. Það er af því banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér og við vitum líka af hverju hann hafði það. Svo eru það öll hin Það eru feiri en svikular löggur sem vita meira og minna um það hvað gerðist og hvað gerðist ekki kvöldið sem Geirfinnur hvarf, til viðbótar við banamann hans. Eiginkona Geirfinns drap ekki mann sinn og stóð ekki fyrir því heldur. Hún hefur ekki sagt satt um allt og orðið margsaga um margt sem máli skiptir. Hún veit hvað gerðist, hún vissi það líklega ekki allt strax, en varð það fljótlega ljóst og fór í taugaáfall og var á róandi lyfjum í marga daga á eftir. Aðal vinkonan veit meira og minna um hvað gerðist og það er eins með hana að það rann smám saman upp fyrir henni. Hún hefur líka sagt rangt frá sumu og leynt öðru. Svanberg var viðstaddur þegar allt fór í bál og brand og það var reyndar út af honum. Hann veit því hvað gerðist, en hann drap ekki Geirfinn. Hann hefur líka sagt rangt frá. Hann hefur alla tíð síðan óttast að sér yrði kennt um að hafa drepið Geirfinn. Margir lögreglumenn, saksóknarar, dómarar og fleiri embættismenn sem áttu aðkomu að Geirfinnsmálinu í Reykjavík, vissu að Leirfinnsmálið var eitt drullumall frá upphafi til enda, en þeir voru of uppteknir af að klóra yfir sinn eigin skít til að hreinsa upp annarra manna leirslettur. Þriggja kynslóða sorg Hvarf Geirfinns Einarssonar er orðið að þriggja kynslóða sorg. Geirfinnur á börn og barnabörn sem sitja í óvissu og sorg. Systkini Geirfinns eiga börn og barnabörn sem búa við þessa sorg fjölskyldunnar líka. Fólkið sem var dæmt ranglega fyrir að hafa drepið hann og allir þeir sem voru fangelsaðir fyrir grun um það sama, börn þeirra og barnabörn, eru enn að leita lausna á ranglætinu og sorginni. Íslenska þjóðin situr líka í sorg yfir því að réttarkerfi ríkisins hafi brugðist trausti með svo hrapalegum hætti og sé enn að þverskallast við að upplýsa málið. Það er kominn tími til að ljúka þessum sorgarferlum og segja sannleikann um það sem gerðist. Í hálfa öld hafa mis sekir gerendur og þegjendur ekki þorað að segja frá af ótta við að eftir þeim bíði hópur fordæmenda með heykvíslar á lofti. Alveg er það magnað hvað óttinn lifir lengur en ógnin. Það er enginn að biðja um hefnd lengur. Hér er hins vegar stór hópur syrgjenda sem vilja fá að vita hvað gerðist svo þeir geti fyrirgefið og haldið áfram með lífið. En þau vita ekki hverjum þau geti fyrirgefið og fyrir hvað, nema fá að vita sannleikann. Hvarf Geirfinns hefur nú verið upplýst, það verður tekið til opinberrar rannsóknar og hvað sem öllu líður þá verður sagt upphátt hvað gerðist og hver banamaðurinn er. Elsku þið sem vitið og hafið þagað hingað til, mannið ykkur nú upp, talið við ástvini ykkar og stígið svo fram. Þið þurfið að segja satt og segja upphátt: Fyrirgefðu Geirfinnur. Höfundur kom að útgáfu bókarinnar Leitin að Geirfinni
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun