Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Samúel Karl Ólason skrifar 25. ágúst 2025 14:22 Kilmar Abrego Garcia áður en hann var handsamaður í Baltimore í dag. AP/Stephanie Scarbrough Kilmar Abrego Garcia, sem var ranglega sendur frá Bandaríkjunum í alræmt fangelsi í El Salvador fyrr á árinu, hefur verið handsamaður á nýjan leik og stendur nú frammi fyrir því að vera sendur til Úganda. Brottflutningurinn hefur þó verið settur á bið í þrjá sólarhringa, vegna dómaraúrskurðar í öðru máli en hann gildir um öll svipuð mál í Maryland. Abrego Garcia, sem er frá El Salvador, en fór ólöglega til Bandaríkjanna árið 2021. Hann var handtekinn í mars og fluttur til El Salvador. Hann var þó fluttur aftur til Bandaríkjanna í júní, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna sagði að gera ætti það. Hann var þó við komuna til Bandaríkjanna ákærður fyrir að flytja ólöglega innflytjendur til Bandaríkjanna, sem verjendur hans segja helbera þvælu. Þeir hafa höfðað mál gegn ríkinu og krefjast þess að málið verði fellt niður á þeim grundvelli að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi eingöngu ákært hann til að refsa honum fyrir lætin vegna flutnings hans til El Salvador. Sjá einnig: Var fluttur óvart úr landi en er snúinn aftur Abrego Garcia var ekki sleppt úr varðhaldi, eftir að hann var fluttur aftur til Bandaríkjanna, fyrr en á föstudaginn. Það var að ráðleggingu lögmanna hans, sem óttuðust að hann yrði handtekinn aftur og fluttur strax úr landi, ef honum yrði sleppt. Abrego Garcia gaf sig svo fram við innflytjendastofnun Bandaríkjanna í Baltimore í dag. Þá var hann handtekinn og honum sagt að hann yrði fluttur til Úganda, af því hann hafnaði tilboði um að verða fluttur til Costa Rica í skiptum fyrir að játa sekt í áðurnefndri ákæru. Sú ákæra á rætur að rekja til þess að árið 2022 var Abrego Garcia færður í hald lögreglu í Tennessee eftir að hann var stoppaður fyrir of hraðan akstur. Þá voru átta aðrir menn með honum í bílnum og enginn með farangur og grunaði lögregluþjóninn sem stöðvaði hann að um mansal væri að ræða. Hann var þó ekki ákærður. Eiginkona Garcia hefur bent á að Garcia hafi unnið við smíðar og hafi oft keyrt aðra menn milli vinnustaða. AP fréttaveitan segir að til standi að flytja Abrego Garcia úr landi áður en réttarhöld fara fram, á þeim meinta grundvelli að hann ógni öryggi fólks og hann sé meðlimur í alræmdu glæpagengi sem kallast MS-13. Today, ICE law enforcement arrested Kilmar Abrego Garcia and are processing him for deportation. President Trump is not going to allow this illegal alien, who is an MS-13 gang member, human trafficker, serial domestic abuser, and child predator to terrorize American citizens…— Secretary Kristi Noem (@Sec_Noem) August 25, 2025 Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, staðhæfði á X í dag að Abrego Garcia væri meðlimur í MS-13, hann væri sekur um mansal, ofbeldismaður og jafnvel barnaníðingur en það er tilvísun í ummæli frá Pam Bondi, dómsmálaráðherra Trumps um svokallaðan ákærudómstól í Tennessee og hvað á að hafa litið dagsins ljós við rannsókn hans fyrr á árinu. Hann hefur aldrei verið dæmdur í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Árið 2019 voru lagðar fram meint sönnunargögn um að Garcia tilheyrði MS-13 en dómarar hafa dregið trúverðugleika þeirra verulega í efa. Einn sagði þau eingöngu byggja á því að hann hafi verið í hettupeysu og á óljósum ásökunum frá ónefndum heimildarmanni um að Garcia hafi tilheyrt afsprengi MS-13 í New York, þó hann hafi aldrei búið þar. Hvíta húsið hefur einnig haldið því fram að hann sé meðlimur í genginu og þess til stuðnings birt breytta mynd sem á að sýna hvernig húðflúr sem Abrego Garcia er með tákni MS-13. Sérfræðingar segja húðflúrin ekki til marks um að hann sé meðlimur í genginu. Árið 2021 sótti eiginkona og barnsmóðir Abrego Garcia, Jennifer Vasquez Sura, um verndarúrskurð gegn honum og sakaði hann um heimilisofbeldi. Ríkisstjórn Trumps hefur notað það gegn honum en Sura sagði fyrr á árinu að hún hefði gert þetta til að tryggja sig ef deilur sem þau áttu þá í mögnuðust. Hún hefði verið í ofbeldissambandi áður en hún var með Abrego Garcia. Hún sagðist aldrei hafa þurft að fá verndarúrskurð og hefur barist fyrir frelsi eiginmanns síns á árinu. Ríkisstjórn Costa Rica hefur samþykkt að taka við Abrego Garcia sem innflytjenda og segja hann ekki standa frammi fyrir handtöku þar. Þessi mynd var birt á X-síðu Hvíta hússins í dag. Still NOT a Maryland Dad... pic.twitter.com/JhniYkBqrB— The White House (@WhiteHouse) August 25, 2025 Bandaríkin Donald Trump El Salvador Úganda Tengdar fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48 Vilja leggja réttarríkið til hliðar Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi. 11. maí 2025 13:23 Segir réttarríkið standa í vegi sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum. 5. maí 2025 07:12 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Brottflutningurinn hefur þó verið settur á bið í þrjá sólarhringa, vegna dómaraúrskurðar í öðru máli en hann gildir um öll svipuð mál í Maryland. Abrego Garcia, sem er frá El Salvador, en fór ólöglega til Bandaríkjanna árið 2021. Hann var handtekinn í mars og fluttur til El Salvador. Hann var þó fluttur aftur til Bandaríkjanna í júní, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna sagði að gera ætti það. Hann var þó við komuna til Bandaríkjanna ákærður fyrir að flytja ólöglega innflytjendur til Bandaríkjanna, sem verjendur hans segja helbera þvælu. Þeir hafa höfðað mál gegn ríkinu og krefjast þess að málið verði fellt niður á þeim grundvelli að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi eingöngu ákært hann til að refsa honum fyrir lætin vegna flutnings hans til El Salvador. Sjá einnig: Var fluttur óvart úr landi en er snúinn aftur Abrego Garcia var ekki sleppt úr varðhaldi, eftir að hann var fluttur aftur til Bandaríkjanna, fyrr en á föstudaginn. Það var að ráðleggingu lögmanna hans, sem óttuðust að hann yrði handtekinn aftur og fluttur strax úr landi, ef honum yrði sleppt. Abrego Garcia gaf sig svo fram við innflytjendastofnun Bandaríkjanna í Baltimore í dag. Þá var hann handtekinn og honum sagt að hann yrði fluttur til Úganda, af því hann hafnaði tilboði um að verða fluttur til Costa Rica í skiptum fyrir að játa sekt í áðurnefndri ákæru. Sú ákæra á rætur að rekja til þess að árið 2022 var Abrego Garcia færður í hald lögreglu í Tennessee eftir að hann var stoppaður fyrir of hraðan akstur. Þá voru átta aðrir menn með honum í bílnum og enginn með farangur og grunaði lögregluþjóninn sem stöðvaði hann að um mansal væri að ræða. Hann var þó ekki ákærður. Eiginkona Garcia hefur bent á að Garcia hafi unnið við smíðar og hafi oft keyrt aðra menn milli vinnustaða. AP fréttaveitan segir að til standi að flytja Abrego Garcia úr landi áður en réttarhöld fara fram, á þeim meinta grundvelli að hann ógni öryggi fólks og hann sé meðlimur í alræmdu glæpagengi sem kallast MS-13. Today, ICE law enforcement arrested Kilmar Abrego Garcia and are processing him for deportation. President Trump is not going to allow this illegal alien, who is an MS-13 gang member, human trafficker, serial domestic abuser, and child predator to terrorize American citizens…— Secretary Kristi Noem (@Sec_Noem) August 25, 2025 Kristi Noem, heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, staðhæfði á X í dag að Abrego Garcia væri meðlimur í MS-13, hann væri sekur um mansal, ofbeldismaður og jafnvel barnaníðingur en það er tilvísun í ummæli frá Pam Bondi, dómsmálaráðherra Trumps um svokallaðan ákærudómstól í Tennessee og hvað á að hafa litið dagsins ljós við rannsókn hans fyrr á árinu. Hann hefur aldrei verið dæmdur í Bandaríkjunum. Sjá einnig: Varaforsetaefni í bobba vegna hundsdráps og meints fundar með Kim Árið 2019 voru lagðar fram meint sönnunargögn um að Garcia tilheyrði MS-13 en dómarar hafa dregið trúverðugleika þeirra verulega í efa. Einn sagði þau eingöngu byggja á því að hann hafi verið í hettupeysu og á óljósum ásökunum frá ónefndum heimildarmanni um að Garcia hafi tilheyrt afsprengi MS-13 í New York, þó hann hafi aldrei búið þar. Hvíta húsið hefur einnig haldið því fram að hann sé meðlimur í genginu og þess til stuðnings birt breytta mynd sem á að sýna hvernig húðflúr sem Abrego Garcia er með tákni MS-13. Sérfræðingar segja húðflúrin ekki til marks um að hann sé meðlimur í genginu. Árið 2021 sótti eiginkona og barnsmóðir Abrego Garcia, Jennifer Vasquez Sura, um verndarúrskurð gegn honum og sakaði hann um heimilisofbeldi. Ríkisstjórn Trumps hefur notað það gegn honum en Sura sagði fyrr á árinu að hún hefði gert þetta til að tryggja sig ef deilur sem þau áttu þá í mögnuðust. Hún hefði verið í ofbeldissambandi áður en hún var með Abrego Garcia. Hún sagðist aldrei hafa þurft að fá verndarúrskurð og hefur barist fyrir frelsi eiginmanns síns á árinu. Ríkisstjórn Costa Rica hefur samþykkt að taka við Abrego Garcia sem innflytjenda og segja hann ekki standa frammi fyrir handtöku þar. Þessi mynd var birt á X-síðu Hvíta hússins í dag. Still NOT a Maryland Dad... pic.twitter.com/JhniYkBqrB— The White House (@WhiteHouse) August 25, 2025
Bandaríkin Donald Trump El Salvador Úganda Tengdar fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48 Vilja leggja réttarríkið til hliðar Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi. 11. maí 2025 13:23 Segir réttarríkið standa í vegi sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum. 5. maí 2025 07:12 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Bandarískur dómari segir útlit fyrir að ríkisstjórn Donalds Trump hafi brotið gegn fyrri úrskurði hans með því að flytja farandmenn úr landi og til Suður-Súdan, án þess að gefa þeim færi á því að mæta fyrir dómara fyrst. Lögmaður vakti fyrr í dag athygli á því að verið væri að senda fólk frá ríkjum eins og Taílandi, Pakistan og Mexíkó til Afríku. 20. maí 2025 23:48
Vilja leggja réttarríkið til hliðar Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, eru að skoða leiðir til að leggja rétt fólks á vernd gegn fangelsun án dóms og laga til hliðar. Það vilja þeir gera svo auðveldara verði fyrir þá að flytja fólk sem sakað er um að vera í Bandaríkjunum ólöglega úr landi. 11. maí 2025 13:23
Segir réttarríkið standa í vegi sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, efast um það að fólk í Bandaríkjunum eigi rétt á réttlátri málsmeðferð, eins og stjórnarskrá Bandaríkjanna kveður á um. Í viðtali í Meet the press á NBC News kvartaði Trump yfir því að það að fylgja ákvæði stjórnarskrárinnar um réttlæta málsmeðferð myndi hægja of mikið á ætlunum hans um að vísa milljónum manna úr landi á næstu árum. 5. maí 2025 07:12