Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. ágúst 2025 19:42 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að Rússum sé drullusama um friðarumleitanir Vesturlanda. Vísir/Ívar Fannar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir umfangsmiklar loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt sýna svart á hvítu að þeir kjósi hernað yfir frið. Ljóst sé að Rússum sé „drullusama“ um friðarumleitanir Bandaríkjaforseta og annarra vestrænna ríkja. Nítján almennir borgarar hið minnsta létu lífið þegar eldflaugum rigndi yfir Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í nótt. Sprengingarnar ollu meðal annars miklum skaða á sendiskrifstofum sendinefndar Evrópusambandsins í Úkraínu. Á meðal hinna látnu eru að minnsta kosti fjögur börn, hið yngsta var tveggja ára. Í kvöldfréttum Sýnar var rætt við blaðamanninn Óskar Hallgrímsson sem býr ásamt eiginkonu sinni í Kænugarði. Í fréttinni hér að ofan má sjá myndbönd sem hann tók upp þegar Rússar hæfðu borgina í nótt. Líkt og oft áður leituðu hjónin skjóls inni á baðherbergi og íbúðin skalf undan sprengjuregni. Óskar segist hafa fundið fyrir höggbylgjunni inni hjá sér. Árásin hafi verið óvenju stór og hafi dunið yfir í bylgjum. Grimmilegar og markvissar árásir á borgara Einnig var rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra sem sagði árásirnar markvissar og grimmilegar. „Þessar umfangsmiklu árásir Rússa sýna svart á hvítu að þeir vilja frekar hernað heldur en frið eða samningaviðræður og við erum að horfa upp á grimmilegar og markvissar árásir á borgaralega innviði, en ekki síst almenna borgara. Það er auðvitað algjörlega í andstöðu við alþjóðalög, sem við Íslendingar tölum fyrir að séu virt í hvívetna ásamt okkar vinum og helstu bandamönnum,“ sagði hún. Hún sagði nauðsynlegt að tryggja öryggi Úkraínu og vinna að því að koma á friði. Friðarumleitanir hafa ekki borið mikinn árangur hingað til. „Til þess að öryggistryggingar þarf fyrst að ná friði og ná Rússum að samningaborðinu. Það er alveg augljóst að þeim er alveg drullusama og fara með markvissum hætti og ótrúlegri grimmd gagnvart Úkraínu. Fyrir okkur Íslendinga er þetta mikið áhyggjuefni því við þurfum að berjast eins og aðrar þjóðir í Evrópu fyrir friði í Úkraínu því friður í Úkraínu eykur öryggi Evrópu og þar með talið okkar Íslendinga,“ sagði Þorgerður Katrín. Úkraínumenn berjist einnig fyrir okkur Varðandi eðli og umfang téðra öryggistrygginga sagði Þorgerður ýmislegt enn á huldu. Ljóst sé þó að ekkert verði af neinum slíkum nema Rússar verði fengnir að samningaborðinu. „Það er tvennt sem er núna í stöðunni. Að halda áfram þessum þrýstingi á Rússa, viðskiptaþvinganir þurfa að vera meiri. Þær eru að bíta. Það er erfitt að halda hernaðarvélinni gangandi. Það mun halda áfram að bíta og ég vona að þær tillögur sem Lindsey Graham [öldungadeildarþingmaður frá Suður-Karólínu] hefur verið að tala um komi og fari af stað. Síðan er hitt að við verðum að standa með Úkraínu af ráðum og dáð og nú eru þeir að kalla eftir frekari aðstoð til að halda uppi öflugum loftvörnum. Við hljótum að passa upp á að Úkraína verði frjáls eftir þessa daga, vikur og núna ár sem þeir hafa staðið í stríði, fyrir þau en líka fyrir okkur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Utanríkismál Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira
Nítján almennir borgarar hið minnsta létu lífið þegar eldflaugum rigndi yfir Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í nótt. Sprengingarnar ollu meðal annars miklum skaða á sendiskrifstofum sendinefndar Evrópusambandsins í Úkraínu. Á meðal hinna látnu eru að minnsta kosti fjögur börn, hið yngsta var tveggja ára. Í kvöldfréttum Sýnar var rætt við blaðamanninn Óskar Hallgrímsson sem býr ásamt eiginkonu sinni í Kænugarði. Í fréttinni hér að ofan má sjá myndbönd sem hann tók upp þegar Rússar hæfðu borgina í nótt. Líkt og oft áður leituðu hjónin skjóls inni á baðherbergi og íbúðin skalf undan sprengjuregni. Óskar segist hafa fundið fyrir höggbylgjunni inni hjá sér. Árásin hafi verið óvenju stór og hafi dunið yfir í bylgjum. Grimmilegar og markvissar árásir á borgara Einnig var rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra sem sagði árásirnar markvissar og grimmilegar. „Þessar umfangsmiklu árásir Rússa sýna svart á hvítu að þeir vilja frekar hernað heldur en frið eða samningaviðræður og við erum að horfa upp á grimmilegar og markvissar árásir á borgaralega innviði, en ekki síst almenna borgara. Það er auðvitað algjörlega í andstöðu við alþjóðalög, sem við Íslendingar tölum fyrir að séu virt í hvívetna ásamt okkar vinum og helstu bandamönnum,“ sagði hún. Hún sagði nauðsynlegt að tryggja öryggi Úkraínu og vinna að því að koma á friði. Friðarumleitanir hafa ekki borið mikinn árangur hingað til. „Til þess að öryggistryggingar þarf fyrst að ná friði og ná Rússum að samningaborðinu. Það er alveg augljóst að þeim er alveg drullusama og fara með markvissum hætti og ótrúlegri grimmd gagnvart Úkraínu. Fyrir okkur Íslendinga er þetta mikið áhyggjuefni því við þurfum að berjast eins og aðrar þjóðir í Evrópu fyrir friði í Úkraínu því friður í Úkraínu eykur öryggi Evrópu og þar með talið okkar Íslendinga,“ sagði Þorgerður Katrín. Úkraínumenn berjist einnig fyrir okkur Varðandi eðli og umfang téðra öryggistrygginga sagði Þorgerður ýmislegt enn á huldu. Ljóst sé þó að ekkert verði af neinum slíkum nema Rússar verði fengnir að samningaborðinu. „Það er tvennt sem er núna í stöðunni. Að halda áfram þessum þrýstingi á Rússa, viðskiptaþvinganir þurfa að vera meiri. Þær eru að bíta. Það er erfitt að halda hernaðarvélinni gangandi. Það mun halda áfram að bíta og ég vona að þær tillögur sem Lindsey Graham [öldungadeildarþingmaður frá Suður-Karólínu] hefur verið að tala um komi og fari af stað. Síðan er hitt að við verðum að standa með Úkraínu af ráðum og dáð og nú eru þeir að kalla eftir frekari aðstoð til að halda uppi öflugum loftvörnum. Við hljótum að passa upp á að Úkraína verði frjáls eftir þessa daga, vikur og núna ár sem þeir hafa staðið í stríði, fyrir þau en líka fyrir okkur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Utanríkismál Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fleiri fréttir Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Sjá meira