Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 1. september 2025 09:15 Í dag tekur gildi nýtt örorkulífeyriskerfi sem markar umfangsmiklar breytingar á afkomu og réttindum öryrkja á Íslandi. Kerfið á sér stoð í lögum sem voru samþykkt á Alþingi í júní 2024 samkvæmt frumvarpi mínu sem félagsmálaráðherra, og felur í sér hækkun grunngreiðslna, nýtt heildrænt mat á örorku og aukna hvata til atvinnuþátttöku. Greiðslur til örorkulífeyrisþega hækka um 19 milljarða króna á ári, sem er eitt stærsta skref sem stigið hefur verið til að draga úr fátækt á Íslandi um langt árabil. Ég lagði ríka áherslu á að í nýju kerfi myndu grunngreiðslur hækka því það nýtist mest þeim sem engar aðrar tekjur hafa en greiðslur ríkisins og dregur úr kjaragliðnun öryrkja. Það er krafa okkar vinstri manna að ný ríkisstjórn haldi áfram að hækka grunngreiðslur þannig að þær standist að lokum lágmarkslaun. Í nýju kerfi er tekið upp svokallað samþætt sérfræðimat til að meta örorku. Í því felst heildræn nálgun þar sem aukin áhersla er á félagsleg og sálræn atriði auk læknisfræðilegra. Þau sem geta unnið hlutastörf fá nú rétt á hlutaörorkulífeyri, sem er nýmæli í íslenskri löggjöf. Öll sem voru áður á örorku halda sínum réttindum. Kerfið felur einnig í sér verulega rýmkun á frítekjumörkum. Öll fá 100 þúsund krónur í almennt frítekjumark og skiptir þá ekki máli hvaða tekjur er um að ræða, lífeyrissjóðstekjur, fjármagnstekjur eða atvinnutekjur. Þau sem eru á hlutaörorku geta síðan unnið fyrir allt að 250 þúsund krónur til viðbótar án skerðingar á greiðslum. Samtals geta tekjur þeirra þannig numið allt að 350 þúsund krónum áður en greiðslur ríkisins lækka. Frítekjumörk munu hækka árlega í takt við lífeyrisgreiðslur sem er breyting frá fyrra kerfi. Lækkun kaupmáttar frítekjumarka um hver áramót heyrir því sögunni til. Jafnframt er lögð aukin áhersla á endurhæfingu og samvinna þjónustukerfa er lögleidd – heilsugæslunnar, félagsþjónustu sveitarfélaga, VIRK starfsendurhæfingu og Vinnumálastofnunar. Nýtt kerfi með sjúkra- og endurhæfingargreiðslum nær til stærri hóps en áður, þ.m.t. fólks sem er að bíða eftir að endurhæfing hefjist eða er of veikt til að hefja hana. Gamla kerfið greip ekki þetta fólk. Ég vil færa öllum þeim þakkir sem komu að þessu mikilvæga verkefni. Málið var lengi í vinnslu og margir lögðu sitt af mörkum – nefndir, ráðuneyti, hagsmunasamtök fatlaðs fólks, stofnanir og þingmenn. Sérstakar þakkir verð ég þó að fá að senda fyrrverandi samstarfsfólki mínu í félagsmálaráðuneytinu, til ÖBÍ, Þroskahjálpar og Geðhjálpar og þingmanna sem sigldu málinu í gegn á Alþingi með stuðningi flestra flokka á síðasta kjörtímabili. Nýtt kerfi markar sannarlega tímamót og eykur jöfnuð og félagslegt réttlæti í samfélaginu. Markmið þess eru í samræmi við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks – að tryggja öllum tækifæri til að blómstra í lífinu óháð fötlun og til að lifa mannsæmandi lífi. Nýja kerfið er stórt skref í þá átt. Megi það verða íslensku samfélagi til heilla. Höfundur er fyrrverandi félagsmálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Félagsmál Vinstri græn Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag tekur gildi nýtt örorkulífeyriskerfi sem markar umfangsmiklar breytingar á afkomu og réttindum öryrkja á Íslandi. Kerfið á sér stoð í lögum sem voru samþykkt á Alþingi í júní 2024 samkvæmt frumvarpi mínu sem félagsmálaráðherra, og felur í sér hækkun grunngreiðslna, nýtt heildrænt mat á örorku og aukna hvata til atvinnuþátttöku. Greiðslur til örorkulífeyrisþega hækka um 19 milljarða króna á ári, sem er eitt stærsta skref sem stigið hefur verið til að draga úr fátækt á Íslandi um langt árabil. Ég lagði ríka áherslu á að í nýju kerfi myndu grunngreiðslur hækka því það nýtist mest þeim sem engar aðrar tekjur hafa en greiðslur ríkisins og dregur úr kjaragliðnun öryrkja. Það er krafa okkar vinstri manna að ný ríkisstjórn haldi áfram að hækka grunngreiðslur þannig að þær standist að lokum lágmarkslaun. Í nýju kerfi er tekið upp svokallað samþætt sérfræðimat til að meta örorku. Í því felst heildræn nálgun þar sem aukin áhersla er á félagsleg og sálræn atriði auk læknisfræðilegra. Þau sem geta unnið hlutastörf fá nú rétt á hlutaörorkulífeyri, sem er nýmæli í íslenskri löggjöf. Öll sem voru áður á örorku halda sínum réttindum. Kerfið felur einnig í sér verulega rýmkun á frítekjumörkum. Öll fá 100 þúsund krónur í almennt frítekjumark og skiptir þá ekki máli hvaða tekjur er um að ræða, lífeyrissjóðstekjur, fjármagnstekjur eða atvinnutekjur. Þau sem eru á hlutaörorku geta síðan unnið fyrir allt að 250 þúsund krónur til viðbótar án skerðingar á greiðslum. Samtals geta tekjur þeirra þannig numið allt að 350 þúsund krónum áður en greiðslur ríkisins lækka. Frítekjumörk munu hækka árlega í takt við lífeyrisgreiðslur sem er breyting frá fyrra kerfi. Lækkun kaupmáttar frítekjumarka um hver áramót heyrir því sögunni til. Jafnframt er lögð aukin áhersla á endurhæfingu og samvinna þjónustukerfa er lögleidd – heilsugæslunnar, félagsþjónustu sveitarfélaga, VIRK starfsendurhæfingu og Vinnumálastofnunar. Nýtt kerfi með sjúkra- og endurhæfingargreiðslum nær til stærri hóps en áður, þ.m.t. fólks sem er að bíða eftir að endurhæfing hefjist eða er of veikt til að hefja hana. Gamla kerfið greip ekki þetta fólk. Ég vil færa öllum þeim þakkir sem komu að þessu mikilvæga verkefni. Málið var lengi í vinnslu og margir lögðu sitt af mörkum – nefndir, ráðuneyti, hagsmunasamtök fatlaðs fólks, stofnanir og þingmenn. Sérstakar þakkir verð ég þó að fá að senda fyrrverandi samstarfsfólki mínu í félagsmálaráðuneytinu, til ÖBÍ, Þroskahjálpar og Geðhjálpar og þingmanna sem sigldu málinu í gegn á Alþingi með stuðningi flestra flokka á síðasta kjörtímabili. Nýtt kerfi markar sannarlega tímamót og eykur jöfnuð og félagslegt réttlæti í samfélaginu. Markmið þess eru í samræmi við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks – að tryggja öllum tækifæri til að blómstra í lífinu óháð fötlun og til að lifa mannsæmandi lífi. Nýja kerfið er stórt skref í þá átt. Megi það verða íslensku samfélagi til heilla. Höfundur er fyrrverandi félagsmálaráðherra og varaformaður Vinstri grænna.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun