Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Árni Sæberg skrifar 1. september 2025 15:44 Svona hefur grind hússins staðið óbreytt frá brunanum árið 2016. Vísir/Anton Brink Ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík um að samþykkja umsókn um leyfi til að endurbyggja stálgrindarhús að Grettisgötu 87 hefur verið ógilt. Húsið hýsti um árabil réttingarverkstæði þangað til að það brann árið 2016 í kjölfar íkveikju. Þetta segir í úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem kveðinn var upp á föstudag. Þar segir að þann 8. maí hafi nefndinni borist kæra frá Emblu fasteignafélagi ehf., eiganda fasteigna að Rauðarárstíg 12 og 14, vegna ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 8. apríl 2025 að samþykkja umsókn um leyfi til að endurbyggja stálgrindarhús að Grettisgötu 87. Þess hafi verið krafist að ákvörðunin yrði felld úr gildi, en ella að henni yrði breytt þannig að áskilið væri samþykki allra aðila, aukins meirihluta eða meirihluta í Lóðarfélaginu Laugavegi 116–118 og Grettisgötu 87–89. Félagið hafi einnig gert kröfu um að framkvæmdir yrðu stöðvaðar til bráðabirgða á meðan málið væri til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni, en þeirri kröfu hafi verið hafnað með bráðabirgðaúrskurði nefndarinnar, uppkveðnum 20. júní 2025. Kæran var undirrituð af Jóhanni Ágústi Hansen fyrir hönd Emblu fasteignafélags, sem á fasteignirnar að Rauðarárstíg 12 og 14. Þar er Gallerí Fold til húsa en Jóhann Ágúst er framkvæmdastjóri gallerísins. Vildu endurreisa í óbreyttri mynd Eigendur brunarústanna að Grettisgötu 87 sóttu um leyfi til að að endurbyggja stálgrindarhús klætt steinullareiningum eftir bruna á kjallara sem fyrir er og innrétta réttingaverkstæði og heildverslun á 1. hæð og bílageymslu í kjallara á lóð númer 87 við Grettisgötu. Bruninn sem þar er vísað til er bruninn sem varð í mars árið 2016, þegar sögufrægt hús brann til kaldra kola, að stálgrind undanskilinni. Það hafði í gegnum árin hýst réttingaverkstæði, líkamsræktarstöð og æfingarhúsnæði fjölda hljómsveita, sem áttu eftir að slá í gegn. Árið 2017 var dómur manns, fyrir að hafa látið hjá líðast að gera það sem í hans valdi stóð til þess að vara við eða afstýra eldsvoðanum og því eignatjóni sem af hlaust, jafnvel þótt hann hefði getað aðhafst án þess að stofna sér í hættu, mildaður í fjögurra mánaða fangelsi. Bróðir mannsins hafði játað að hafa kveikt í slæðu á stól í herbergi sínu, hent stólnum á dýnu og skilið brennandi dýnuna eftir inni í herberginu. Hann var metinn ósakhæfur í héraðsdómi. Rústirnar staðið uppi árum saman Það sem stóð eftir af húsinu hefur staðið á lóðinni allt frá því að húsið brann. Árið 2023 var greint frá því að til stæði að rífa rústirnar og að ekkert stæði í vegi fyrir því að íbúðarhúsnæði yrði reist á lóðinni. Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, sagði í samtali við fréttastofu tveimur dögum eftir brunann að hundruð íbúða gætu risið á lóðinni. Miðað við umsókn eiganda lóðarinnar, Miðholts ehf., stóð til að endurbyggja húsið í upprunalegri mynd frekar en í formi íbúðarhúsa. Miðholt ehf. er 7,5 prósenta eigu Þórarins Jakobssonar, sem stofnaði Réttingaverkstæði Þórarins í húsinu, en fjórir synir hans eiga félagið með honum. Miðborgarkjarni og blönduð miðborgarbyggð Í úrskurðinum segir að í lögum um mannvirki komi meðal annars fram að fyrirhuguð mannvirkjagerð sem sótt sé um byggingarleyfi fyrir þurfi að vera í samræmi við skipulagsáætlanir á viðkomandi svæði. Þá geri tiltekin grein laganna það að skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis að mannvirkið samræmist skipulagsáætlunum á svæðinu. Þá komi fram í skipulagslögum að stefna aðalskipulags sé bindandi við útgáfu byggingar- og framkvæmdaleyfa. Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 skiptist svonefndur Tryggingarstofnunarreitur annars vegar í svæði M1a, sem í skipulaginu sé skilgreint sem miðborgarkjarni, og hins vegar M1b, sem sé skilgreint sem blönduð miðborgarbyggð, skrifstofur og þjónusta. Stálgrind hússins stendur enn.Vísir/Anton Brink Í aðalskipulaginu komi fram að miðborgin sé skilgreind í grunninn sem miðsvæði en vegna sérstöðu hennar fái hún sérstaka merkingu á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulagsins og landnotkunarkorti borgarhlutans. Miðsvæði borgarinnar séu flokkuð eftir stefnu um meginstarfsemi. Um hvert svæði gildi ákveðin stefnumörkun og grundvallist hún á mismunandi hlutverki þeirra og staðsetningu í borginni. Í skilgreiningu fyrir miðsvæði segi að þau séu: „Svæði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi og stjórnsýslu sem þjónar heilu landsvæði, þéttbýlisstað eða fleiri en einu bæjarhverfi, svo sem verslanir, skrifstofur, þjónustustofnanir, hótel, veitinga- og gistihús, menningarstofnanir og önnur hreinleg atvinnustarfsemi sem talin er samræmast yfirbragði og eðli starfsemi miðsvæðis.“ Grettisgata 87–89 sé á þeim hluta þéttbýlisuppdráttar aðalskipulagsins sem tilheyrir svæði M1b. Um það svæði sé tekið fram að markmiðið sé að efla fjölbreytta atvinnu- og þjónustustarfsemi sem falli að íbúðarbyggð. Gert sé ráð fyrir stofnunum og skrifstofum og sérhæfðri þjónustu, þar með talið gistiþjónustu. Íbúðir séu heimilar, einkum á efri hæðum húsnæðis. Við jarðhæðir með götuhliðastýringu sé verslunar- og þjónustustarfsemi opin almenningi í forgangi. Deiliskipulag frá 2006 Í gildi sé deiliskipulag fyrir Tryggingarstofnunarreit sem samþykkt hafi verið í borgarráði 20. júlí 2006. Samkvæmt skipulaginu sé Laugavegur 118, Laugavegur 116–118, Rauðarárstígur 10–14 og Grettisgata 87 og 89 á staðgreinisreit nr. 1.240.103. Með skipulaginu hafi meðal annars verið gerð sú breyting að sá reitur var stækkaður úr 6.891 fermetrum í 7.344 fermetra. Í almennri umfjöllun skipulagsins segir eftirfarandi: „Á reitnum er nú mjög blönduð byggð. Í suðvesturhorni við Grettisgötu og Snorrabraut eru 3–4 hæða fjölbýlishús en við Laugaveg og Rauðaárstíg er verslun og þjónusta á jarðhæð en skrifstofur á efri hæðum í 4–5 hæða byggingum. Á miðjum reitnum að Grettisgötu er há einnar hæðar verkstæðisbygging, leifar „bílaverksmiðju“ Egils Vilhjálmssonar, sem setti mark sitt á reitinn á síðustu öld. Gert er ráð fyrir að sú bygging víki fyrir randbyggð til suðurs.“ Gert er ráð fyrir því að hér rísi svokölluð randbyggð til suðurs.Vísir/Anton Brink Þá segi um helstu breytingar sem lagðar eru til samkvæmt skipulaginu: „Lagt er til að iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu verði rifið og þess í stað byggt íbúðarhúsnæði í beinu framhaldi af Snorrabraut 35.“ Kvöð um garð Í hinni kærðu ákvörðun sé gert ráð fyrir samskonar húsi undir sambærilega starfsemi sem gert er ráð fyrir að víki fyrir randbyggð undir íbúðir í gildandi deiliskipulagi svæðisins. Þá beri þess að geta að þar sem gert er ráð fyrir bílastæðum í hinum samþykktu byggingaráformum liggi fyrir kvöð um garð á stækkaðri lóð þeirri sem snýr að Grettisgötu. Að öllu framangreindu virtu verði ekki annað ráðið en að hin samþykktu byggingaráform fari í bága við gildandi deiliskipulag svæðisins og verði því með vísan til mannvirkjalaga að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi. Skipulag Slökkvilið Borgarstjórn Reykjavík Umhverfismál Byggingariðnaður Úrskurðar- og kærunefndir Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Þetta segir í úrskurði Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem kveðinn var upp á föstudag. Þar segir að þann 8. maí hafi nefndinni borist kæra frá Emblu fasteignafélagi ehf., eiganda fasteigna að Rauðarárstíg 12 og 14, vegna ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 8. apríl 2025 að samþykkja umsókn um leyfi til að endurbyggja stálgrindarhús að Grettisgötu 87. Þess hafi verið krafist að ákvörðunin yrði felld úr gildi, en ella að henni yrði breytt þannig að áskilið væri samþykki allra aðila, aukins meirihluta eða meirihluta í Lóðarfélaginu Laugavegi 116–118 og Grettisgötu 87–89. Félagið hafi einnig gert kröfu um að framkvæmdir yrðu stöðvaðar til bráðabirgða á meðan málið væri til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni, en þeirri kröfu hafi verið hafnað með bráðabirgðaúrskurði nefndarinnar, uppkveðnum 20. júní 2025. Kæran var undirrituð af Jóhanni Ágústi Hansen fyrir hönd Emblu fasteignafélags, sem á fasteignirnar að Rauðarárstíg 12 og 14. Þar er Gallerí Fold til húsa en Jóhann Ágúst er framkvæmdastjóri gallerísins. Vildu endurreisa í óbreyttri mynd Eigendur brunarústanna að Grettisgötu 87 sóttu um leyfi til að að endurbyggja stálgrindarhús klætt steinullareiningum eftir bruna á kjallara sem fyrir er og innrétta réttingaverkstæði og heildverslun á 1. hæð og bílageymslu í kjallara á lóð númer 87 við Grettisgötu. Bruninn sem þar er vísað til er bruninn sem varð í mars árið 2016, þegar sögufrægt hús brann til kaldra kola, að stálgrind undanskilinni. Það hafði í gegnum árin hýst réttingaverkstæði, líkamsræktarstöð og æfingarhúsnæði fjölda hljómsveita, sem áttu eftir að slá í gegn. Árið 2017 var dómur manns, fyrir að hafa látið hjá líðast að gera það sem í hans valdi stóð til þess að vara við eða afstýra eldsvoðanum og því eignatjóni sem af hlaust, jafnvel þótt hann hefði getað aðhafst án þess að stofna sér í hættu, mildaður í fjögurra mánaða fangelsi. Bróðir mannsins hafði játað að hafa kveikt í slæðu á stól í herbergi sínu, hent stólnum á dýnu og skilið brennandi dýnuna eftir inni í herberginu. Hann var metinn ósakhæfur í héraðsdómi. Rústirnar staðið uppi árum saman Það sem stóð eftir af húsinu hefur staðið á lóðinni allt frá því að húsið brann. Árið 2023 var greint frá því að til stæði að rífa rústirnar og að ekkert stæði í vegi fyrir því að íbúðarhúsnæði yrði reist á lóðinni. Dagur B. Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, sagði í samtali við fréttastofu tveimur dögum eftir brunann að hundruð íbúða gætu risið á lóðinni. Miðað við umsókn eiganda lóðarinnar, Miðholts ehf., stóð til að endurbyggja húsið í upprunalegri mynd frekar en í formi íbúðarhúsa. Miðholt ehf. er 7,5 prósenta eigu Þórarins Jakobssonar, sem stofnaði Réttingaverkstæði Þórarins í húsinu, en fjórir synir hans eiga félagið með honum. Miðborgarkjarni og blönduð miðborgarbyggð Í úrskurðinum segir að í lögum um mannvirki komi meðal annars fram að fyrirhuguð mannvirkjagerð sem sótt sé um byggingarleyfi fyrir þurfi að vera í samræmi við skipulagsáætlanir á viðkomandi svæði. Þá geri tiltekin grein laganna það að skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis að mannvirkið samræmist skipulagsáætlunum á svæðinu. Þá komi fram í skipulagslögum að stefna aðalskipulags sé bindandi við útgáfu byggingar- og framkvæmdaleyfa. Í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 skiptist svonefndur Tryggingarstofnunarreitur annars vegar í svæði M1a, sem í skipulaginu sé skilgreint sem miðborgarkjarni, og hins vegar M1b, sem sé skilgreint sem blönduð miðborgarbyggð, skrifstofur og þjónusta. Stálgrind hússins stendur enn.Vísir/Anton Brink Í aðalskipulaginu komi fram að miðborgin sé skilgreind í grunninn sem miðsvæði en vegna sérstöðu hennar fái hún sérstaka merkingu á þéttbýlisuppdrætti aðalskipulagsins og landnotkunarkorti borgarhlutans. Miðsvæði borgarinnar séu flokkuð eftir stefnu um meginstarfsemi. Um hvert svæði gildi ákveðin stefnumörkun og grundvallist hún á mismunandi hlutverki þeirra og staðsetningu í borginni. Í skilgreiningu fyrir miðsvæði segi að þau séu: „Svæði fyrir verslunar- og þjónustustarfsemi og stjórnsýslu sem þjónar heilu landsvæði, þéttbýlisstað eða fleiri en einu bæjarhverfi, svo sem verslanir, skrifstofur, þjónustustofnanir, hótel, veitinga- og gistihús, menningarstofnanir og önnur hreinleg atvinnustarfsemi sem talin er samræmast yfirbragði og eðli starfsemi miðsvæðis.“ Grettisgata 87–89 sé á þeim hluta þéttbýlisuppdráttar aðalskipulagsins sem tilheyrir svæði M1b. Um það svæði sé tekið fram að markmiðið sé að efla fjölbreytta atvinnu- og þjónustustarfsemi sem falli að íbúðarbyggð. Gert sé ráð fyrir stofnunum og skrifstofum og sérhæfðri þjónustu, þar með talið gistiþjónustu. Íbúðir séu heimilar, einkum á efri hæðum húsnæðis. Við jarðhæðir með götuhliðastýringu sé verslunar- og þjónustustarfsemi opin almenningi í forgangi. Deiliskipulag frá 2006 Í gildi sé deiliskipulag fyrir Tryggingarstofnunarreit sem samþykkt hafi verið í borgarráði 20. júlí 2006. Samkvæmt skipulaginu sé Laugavegur 118, Laugavegur 116–118, Rauðarárstígur 10–14 og Grettisgata 87 og 89 á staðgreinisreit nr. 1.240.103. Með skipulaginu hafi meðal annars verið gerð sú breyting að sá reitur var stækkaður úr 6.891 fermetrum í 7.344 fermetra. Í almennri umfjöllun skipulagsins segir eftirfarandi: „Á reitnum er nú mjög blönduð byggð. Í suðvesturhorni við Grettisgötu og Snorrabraut eru 3–4 hæða fjölbýlishús en við Laugaveg og Rauðaárstíg er verslun og þjónusta á jarðhæð en skrifstofur á efri hæðum í 4–5 hæða byggingum. Á miðjum reitnum að Grettisgötu er há einnar hæðar verkstæðisbygging, leifar „bílaverksmiðju“ Egils Vilhjálmssonar, sem setti mark sitt á reitinn á síðustu öld. Gert er ráð fyrir að sú bygging víki fyrir randbyggð til suðurs.“ Gert er ráð fyrir því að hér rísi svokölluð randbyggð til suðurs.Vísir/Anton Brink Þá segi um helstu breytingar sem lagðar eru til samkvæmt skipulaginu: „Lagt er til að iðnaðarhúsnæði við Grettisgötu verði rifið og þess í stað byggt íbúðarhúsnæði í beinu framhaldi af Snorrabraut 35.“ Kvöð um garð Í hinni kærðu ákvörðun sé gert ráð fyrir samskonar húsi undir sambærilega starfsemi sem gert er ráð fyrir að víki fyrir randbyggð undir íbúðir í gildandi deiliskipulagi svæðisins. Þá beri þess að geta að þar sem gert er ráð fyrir bílastæðum í hinum samþykktu byggingaráformum liggi fyrir kvöð um garð á stækkaðri lóð þeirri sem snýr að Grettisgötu. Að öllu framangreindu virtu verði ekki annað ráðið en að hin samþykktu byggingaráform fari í bága við gildandi deiliskipulag svæðisins og verði því með vísan til mannvirkjalaga að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi.
Skipulag Slökkvilið Borgarstjórn Reykjavík Umhverfismál Byggingariðnaður Úrskurðar- og kærunefndir Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent