Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 2. september 2025 08:30 Ekki er langt síðan að á vinstri væng stjórnmálanna réði ein manneskja lögum og lofum um örlög hreyfingarinnar. Hún var forsætisráðherra í næstum tvö kjörtímabil og tók afdrifaríkar ákvarðanir, sem leiddu að lokum til hruns flokksins og stórs hluta vinstrisins. Þetta mátti þó ekki gagnrýna því hún vissi best og var vinsæl. Henni ætti einfaldlega að treysta því hún væri svo frambærileg og flott. Gilti þá einu um hvort hún færi í samstarf við höfuðóvin vinstrisins, þar sem fylgi flokksins hrundi með tímanum og endaði í hálf ónýtum flokki. Ekki var nóg með það að flokkurinn væri að hruni kominn, heldur var trúverðugleiki vinstrisins orðinn að engu. Hverju var um að kenna? Ekki endilega einum hlut eða einum einstaklingi, en persónudýrkunin og meðvirknin spilaði sína rullu. Menning hafði sprottið upp, þar sem ekki mátti gagnrýna leiðtogann. Hún kom svo vel fyrir, var svo klár og hafði kjörþokka. Meðvirknin gerði vart við sig og áður en fólk vissi af var grasrótin hætt að skipta máli. Fólk sagði sig úr flokknum í hrönnum, en samt var engu breytt. Leiðtoginn vissi best og nauðsynlegt var að fylgja henni því hún var svo frambærileg. Svona hélt þetta áfram þar til við enduðum þar sem við erum núna. Þetta einskorðast þó ekki bara við einn flokk á vinstri vængnum. Þessi menning hefur gert vart við sig á fleiri stöðum. Þar er einnig manneskja sem ekki má gagnrýna. Hún, eins og fyrrum forsætisráðherra þykir af mörgum mjög frambærileg ásamt því að búa yfir miklum kjörþokka. Hún kemur vel fyrir og þykir klár. Mantran er sú að hún muni leiða flokkinn og vinstri hreyfinguna til glæstra tíma. Þeir sem taki ekki undir það eru sakaðir um árásir. Nú þegar viðkomandi leiðtogi hefur sparkað flokknum sínum úr húsi, fyrir að mislíka niðurstöður í lýðræðislegum kosningum gildir það einu. Það er vonda grasrótin sem hefur ekki vit á að hlusta á leiðtogann sem veit best. Þannig birtast okkur átakalínur á vinstri væng stjórnmálanna. Annars vegar er fylking sem trúir því að leiðin að betra samfélagi sé að elta eina manneskju sem veit betur en við hin. Það sé fyrir bestu að finna sjarmerandi persónu sem geti komið boðskapnum á framfæri eftir eigin höfði, en líka skilað honum betur frá sér en hinn almenni félagsmaður. Hlutverk grasrótarinnar er því að tilbiðja leiðtogann og efast ekki, því hún veit best. Hins vegar er önnur fylking sem trúir því að leiðin sé samheldni og samvinna fjöldans sem muni skila okkur í rétta átt. Það sé ekki nein ein manneskja sem sé “bjargvættur”, heldur séum það við öll í sameiningu sem séum það. Sagan sýnir að það er hættulegt að beina öllum sínum væntingum á herðar einnar manneskju. Sósíalismi á að snúast um samvinnu. Við sem heild getum áorkað ótrúlegustu hlutum. Margir heilar eru mun vitrari en einn heili. Það getur tekið tíma að stilla saman strengi okkar, en það er til lengri tíma litið mun árangursríkara að vinna hlutina sem heild í stað þess að vonast til að ný Katrín Jakobsdóttir muni “bjarga” vinstrinu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trausti Breiðfjörð Magnússon Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Ekki er langt síðan að á vinstri væng stjórnmálanna réði ein manneskja lögum og lofum um örlög hreyfingarinnar. Hún var forsætisráðherra í næstum tvö kjörtímabil og tók afdrifaríkar ákvarðanir, sem leiddu að lokum til hruns flokksins og stórs hluta vinstrisins. Þetta mátti þó ekki gagnrýna því hún vissi best og var vinsæl. Henni ætti einfaldlega að treysta því hún væri svo frambærileg og flott. Gilti þá einu um hvort hún færi í samstarf við höfuðóvin vinstrisins, þar sem fylgi flokksins hrundi með tímanum og endaði í hálf ónýtum flokki. Ekki var nóg með það að flokkurinn væri að hruni kominn, heldur var trúverðugleiki vinstrisins orðinn að engu. Hverju var um að kenna? Ekki endilega einum hlut eða einum einstaklingi, en persónudýrkunin og meðvirknin spilaði sína rullu. Menning hafði sprottið upp, þar sem ekki mátti gagnrýna leiðtogann. Hún kom svo vel fyrir, var svo klár og hafði kjörþokka. Meðvirknin gerði vart við sig og áður en fólk vissi af var grasrótin hætt að skipta máli. Fólk sagði sig úr flokknum í hrönnum, en samt var engu breytt. Leiðtoginn vissi best og nauðsynlegt var að fylgja henni því hún var svo frambærileg. Svona hélt þetta áfram þar til við enduðum þar sem við erum núna. Þetta einskorðast þó ekki bara við einn flokk á vinstri vængnum. Þessi menning hefur gert vart við sig á fleiri stöðum. Þar er einnig manneskja sem ekki má gagnrýna. Hún, eins og fyrrum forsætisráðherra þykir af mörgum mjög frambærileg ásamt því að búa yfir miklum kjörþokka. Hún kemur vel fyrir og þykir klár. Mantran er sú að hún muni leiða flokkinn og vinstri hreyfinguna til glæstra tíma. Þeir sem taki ekki undir það eru sakaðir um árásir. Nú þegar viðkomandi leiðtogi hefur sparkað flokknum sínum úr húsi, fyrir að mislíka niðurstöður í lýðræðislegum kosningum gildir það einu. Það er vonda grasrótin sem hefur ekki vit á að hlusta á leiðtogann sem veit best. Þannig birtast okkur átakalínur á vinstri væng stjórnmálanna. Annars vegar er fylking sem trúir því að leiðin að betra samfélagi sé að elta eina manneskju sem veit betur en við hin. Það sé fyrir bestu að finna sjarmerandi persónu sem geti komið boðskapnum á framfæri eftir eigin höfði, en líka skilað honum betur frá sér en hinn almenni félagsmaður. Hlutverk grasrótarinnar er því að tilbiðja leiðtogann og efast ekki, því hún veit best. Hins vegar er önnur fylking sem trúir því að leiðin sé samheldni og samvinna fjöldans sem muni skila okkur í rétta átt. Það sé ekki nein ein manneskja sem sé “bjargvættur”, heldur séum það við öll í sameiningu sem séum það. Sagan sýnir að það er hættulegt að beina öllum sínum væntingum á herðar einnar manneskju. Sósíalismi á að snúast um samvinnu. Við sem heild getum áorkað ótrúlegustu hlutum. Margir heilar eru mun vitrari en einn heili. Það getur tekið tíma að stilla saman strengi okkar, en það er til lengri tíma litið mun árangursríkara að vinna hlutina sem heild í stað þess að vonast til að ný Katrín Jakobsdóttir muni “bjarga” vinstrinu. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun