Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar 3. september 2025 10:32 Það er ekki öllum gefið að fara vel með annarra manna fé. Nú stendur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, að eigin sögn, í ströngu og leitar leiða til frekara aðhalds í ríkisrekstrinum. Verðbólgan er enn langt frá markmiði og vaxtalækkunarferli Seðlabankans er lokið í bili. Vonir ráðherra um að tíðindalítil fjármálaáætlun kæmi til með að ríða baggamuninn í þeim efnum eru brostnar og nú talað um aðhald komi með fjárlögum í haust. Þótt umrætt haust sé raunar á dagskrá Alþingis eftir rúma vikur hefur enginn á stjórnarheimilinu verið til í að viðra hugmyndir um hvar tækifæri til aðhalds og hagræðingar sé að finna. Kannski vegna þess að ekki er samstaða um nauðsynlegar aðgerðir innan ríkisstjórnarinnar. Kannski. Nokkuð hefur verið fjallað um póstþjónustu og lagaskyldu Íslandspóst til að sinna pakkasendingum milli landa í kjölfar þess að fyrirtækið stöðvaði slíkar sendingar á dögunum. Deilt hefur verið um hvort skyldan sé yfirhöfuð til staðar og ef svo er, hvort ríkisfyrirtækið uppfylli þær skyldur. Byggðastofnun, sem fer með eftirlit á póstmarkaði, hefur hins vegar staðfest að fyrirtækinu ber að sinna þjónustunni. Ekki nóg með það að fyrirtækið sinni ekki lagalegu skyldu sinni er eignarhald ríkisins á fyrirtæki í samkeppnisrekstri sem þessum tímaskekkja. Eitt sinn kunna að hafa verið rök með því að ríkið sinnti póstþjónustu hér á landi. Það er aftur á móti ljóst að samhliða fjölgun fyrirtækja á þeim markaði og tækniþróun eiga þau rök ekki lengur við. Ríkisstjórn sem leitar leiða til hagræðingar í rekstri hlýtur að horfa til þess, sem eðlilegt er, að selja Íslandspóst og tryggja alþjónustu með útboði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Pósturinn Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki öllum gefið að fara vel með annarra manna fé. Nú stendur ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, að eigin sögn, í ströngu og leitar leiða til frekara aðhalds í ríkisrekstrinum. Verðbólgan er enn langt frá markmiði og vaxtalækkunarferli Seðlabankans er lokið í bili. Vonir ráðherra um að tíðindalítil fjármálaáætlun kæmi til með að ríða baggamuninn í þeim efnum eru brostnar og nú talað um aðhald komi með fjárlögum í haust. Þótt umrætt haust sé raunar á dagskrá Alþingis eftir rúma vikur hefur enginn á stjórnarheimilinu verið til í að viðra hugmyndir um hvar tækifæri til aðhalds og hagræðingar sé að finna. Kannski vegna þess að ekki er samstaða um nauðsynlegar aðgerðir innan ríkisstjórnarinnar. Kannski. Nokkuð hefur verið fjallað um póstþjónustu og lagaskyldu Íslandspóst til að sinna pakkasendingum milli landa í kjölfar þess að fyrirtækið stöðvaði slíkar sendingar á dögunum. Deilt hefur verið um hvort skyldan sé yfirhöfuð til staðar og ef svo er, hvort ríkisfyrirtækið uppfylli þær skyldur. Byggðastofnun, sem fer með eftirlit á póstmarkaði, hefur hins vegar staðfest að fyrirtækinu ber að sinna þjónustunni. Ekki nóg með það að fyrirtækið sinni ekki lagalegu skyldu sinni er eignarhald ríkisins á fyrirtæki í samkeppnisrekstri sem þessum tímaskekkja. Eitt sinn kunna að hafa verið rök með því að ríkið sinnti póstþjónustu hér á landi. Það er aftur á móti ljóst að samhliða fjölgun fyrirtækja á þeim markaði og tækniþróun eiga þau rök ekki lengur við. Ríkisstjórn sem leitar leiða til hagræðingar í rekstri hlýtur að horfa til þess, sem eðlilegt er, að selja Íslandspóst og tryggja alþjónustu með útboði. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar