Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. september 2025 14:40 Bruce Willis og Demi Moore árið 2018. Getty/Phil Faraone Leikkonan Demi Moore segir Emmu Heming Willis standa sig vel sem umönnunaraðili eiginmanns hennar, leikarans Bruce Willis, sem greindist með framheilabilun í febrúar 2023. Heming greindi nýlega frá því að hún hafi þurft að flytja eiginmann sinn á viðeigandi stofnun. Þetta segir Moore í viðtali við spjallþáttadrottninguna Oprah Winfrey í hlaðvarpsþættinum The Oprah Podcast í vikunni. Moore var gift Willis frá 1987 til 2000 og á með honum þrjár dætur. Þrátt fyrir skilnaðinn hafa þau haldið góðu sambandi. Hún viðurkenndi að það væri erfitt að horfa upp á fyrrverandi eiginmann sinn hnigna vegna sjúkdómsins, en hrósaði Emmu fyrir að taka ábyrgð og leiða hann með umhyggju og þolinmæði. „Það er fallegt að sjá hana taka ákvarðanir sem tryggja velferð hans – meðal annars að flytja hann á viðeigandi stofnun með fagfólki – en líka fyrir sjálfa sig,“ sagði Moore. „Það er sárt að sjá einhvern sem var svo lífsglaður, sterkur og ákveðinn breytast í þennan nýja hluta af sjálfum sér. En það er mikilvægt að mæta þeim þar sem þeir eru, án þess að binda sig við hverjir þeir voru eða hverja maður vill að þeir verði,“ bætti hún við. Deilir reynslu með öðrum umönnunaraðilum Megininntak þáttarins var þó viðtal Winfrey við Emmu Heming um bók hennar, The Unexpected Journey: Finding Strength, Hope, and Yourself on the Caregiving Path, sem kemur út 9. september. Þar deilir hún reynslu sinni og veitir ráð til annarra sem standa frammi fyrir svipuðum áskorunum. Emma greindi nýlega frá því að Willis hafi verið fluttur af fjölskylduheimilinu á sérhæfða stofnun, þar sem hann fær aðstoð fagfólks allan sólarhringinn. Ákvörðunin var sögð erfið en nauðsynleg, bæði fyrir hann sjálfan og börnin. Heming og Willis giftu sig árið 2009 og eiga saman tvær dætur. Hún hefur verið opin um hlutverk sitt sem umönnunaraðili síðan greiningin var tilkynnt árið 2023. Fjölskylda Bruce tilkynnti fyrst árið 2022 að hann væri hættur að leika vegna málstols (e. aphasia). Ári síðar var opinberað að hann hefði verið greindur með framheilabilun. Þá lýstu margir samstarfsmenn sínum áhyggjum af heilsu leikarans. Hollywood Heilbrigðismál Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Leikkonan Demi Moore birti hjartnæma færslu í tilefni 70 ára afmælis fyrrverandi eiginmanns síns, Bruce Willis. Færslan hefur vakið mikla athygli og sýnir náið vinasamband þeirra þrátt fyrir að rúmir tveir áratugir séu liðnir frá því að leiðir þeirra skildu. 20. mars 2025 15:30 Segir erfitt að átta sig á hvað Bruce Willis geri sér grein fyrir Emma Heming Willis, frumkvöðull, fyrirsæta og eiginkona Bruce Willis, Hollywood leikara, segir erfitt að vita hvort að hann geri sér grein fyrir því að hann sé heilabilaður. Viðtal við Emmu má horfa á neðst í fréttinni. 25. september 2023 23:25 Bruce Willis með framheilabilun Bandaríski leikarinn Bruce Willis hefur greinst með framheilabilun. Í mars á síðasta ári greindi leikarinn frá því að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. 16. febrúar 2023 22:44 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Þetta segir Moore í viðtali við spjallþáttadrottninguna Oprah Winfrey í hlaðvarpsþættinum The Oprah Podcast í vikunni. Moore var gift Willis frá 1987 til 2000 og á með honum þrjár dætur. Þrátt fyrir skilnaðinn hafa þau haldið góðu sambandi. Hún viðurkenndi að það væri erfitt að horfa upp á fyrrverandi eiginmann sinn hnigna vegna sjúkdómsins, en hrósaði Emmu fyrir að taka ábyrgð og leiða hann með umhyggju og þolinmæði. „Það er fallegt að sjá hana taka ákvarðanir sem tryggja velferð hans – meðal annars að flytja hann á viðeigandi stofnun með fagfólki – en líka fyrir sjálfa sig,“ sagði Moore. „Það er sárt að sjá einhvern sem var svo lífsglaður, sterkur og ákveðinn breytast í þennan nýja hluta af sjálfum sér. En það er mikilvægt að mæta þeim þar sem þeir eru, án þess að binda sig við hverjir þeir voru eða hverja maður vill að þeir verði,“ bætti hún við. Deilir reynslu með öðrum umönnunaraðilum Megininntak þáttarins var þó viðtal Winfrey við Emmu Heming um bók hennar, The Unexpected Journey: Finding Strength, Hope, and Yourself on the Caregiving Path, sem kemur út 9. september. Þar deilir hún reynslu sinni og veitir ráð til annarra sem standa frammi fyrir svipuðum áskorunum. Emma greindi nýlega frá því að Willis hafi verið fluttur af fjölskylduheimilinu á sérhæfða stofnun, þar sem hann fær aðstoð fagfólks allan sólarhringinn. Ákvörðunin var sögð erfið en nauðsynleg, bæði fyrir hann sjálfan og börnin. Heming og Willis giftu sig árið 2009 og eiga saman tvær dætur. Hún hefur verið opin um hlutverk sitt sem umönnunaraðili síðan greiningin var tilkynnt árið 2023. Fjölskylda Bruce tilkynnti fyrst árið 2022 að hann væri hættur að leika vegna málstols (e. aphasia). Ári síðar var opinberað að hann hefði verið greindur með framheilabilun. Þá lýstu margir samstarfsmenn sínum áhyggjum af heilsu leikarans.
Hollywood Heilbrigðismál Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Leikkonan Demi Moore birti hjartnæma færslu í tilefni 70 ára afmælis fyrrverandi eiginmanns síns, Bruce Willis. Færslan hefur vakið mikla athygli og sýnir náið vinasamband þeirra þrátt fyrir að rúmir tveir áratugir séu liðnir frá því að leiðir þeirra skildu. 20. mars 2025 15:30 Segir erfitt að átta sig á hvað Bruce Willis geri sér grein fyrir Emma Heming Willis, frumkvöðull, fyrirsæta og eiginkona Bruce Willis, Hollywood leikara, segir erfitt að vita hvort að hann geri sér grein fyrir því að hann sé heilabilaður. Viðtal við Emmu má horfa á neðst í fréttinni. 25. september 2023 23:25 Bruce Willis með framheilabilun Bandaríski leikarinn Bruce Willis hefur greinst með framheilabilun. Í mars á síðasta ári greindi leikarinn frá því að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. 16. febrúar 2023 22:44 Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Hjartnæm orð Demi Moore um Bruce Willis vekja athygli Leikkonan Demi Moore birti hjartnæma færslu í tilefni 70 ára afmælis fyrrverandi eiginmanns síns, Bruce Willis. Færslan hefur vakið mikla athygli og sýnir náið vinasamband þeirra þrátt fyrir að rúmir tveir áratugir séu liðnir frá því að leiðir þeirra skildu. 20. mars 2025 15:30
Segir erfitt að átta sig á hvað Bruce Willis geri sér grein fyrir Emma Heming Willis, frumkvöðull, fyrirsæta og eiginkona Bruce Willis, Hollywood leikara, segir erfitt að vita hvort að hann geri sér grein fyrir því að hann sé heilabilaður. Viðtal við Emmu má horfa á neðst í fréttinni. 25. september 2023 23:25
Bruce Willis með framheilabilun Bandaríski leikarinn Bruce Willis hefur greinst með framheilabilun. Í mars á síðasta ári greindi leikarinn frá því að hann væri hættur að leika þar sem hann væri með málstol. 16. febrúar 2023 22:44