Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar 4. september 2025 10:03 Umfjöllun Kastljóss RÚV í fyrrakvöld um framkomu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við innlenda gluggaframleiðendur hefur vakið verðskuldaða athygli. Í stuttu máli fjallaði þátturinn um að stjórnvaldið HMS er að ganga af innlendri gluggaframleiðslu dauðri vegna óbilgjarnrar kröfu um að gluggarnir séu CE-merktir, þ.e. standist samevrópskar kröfur, þótt þeir séu alls ekki ætlaðir til útflutnings. Íslenzk stjórnvöld hafa hins vegar ekki séð til þess að hér á landi sé faggiltur aðili, sem má skoða glugga og veita þeim CE-merkingu, þótt búnaðurinn sé fyrir hendi. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru sett í þá ómögulegu stöðu að verða að sækja sér CE-vottun erlendis með gífurlegum tilkostnaði. Ella fá þau ekki að auglýsa vöru sína, er meinað að taka þátt í opinberum útboðum og yfir þeim vofir hótun um að framleiðsla verði stöðvuð. Hér er opinbera kerfið beinlínis að vinna gegn hagsmunum fyrirtækja með því að búa til kafkaískar skriffinnskuflækjur, sem engin leið er að komast út úr. CE-vottuð einangrun ekki leyfð á Íslandi Engu að síður ættu góðu fréttirnar hér þá að vera að byggingavörur með CE-vottun eigi greiða leið að markaðnum á Íslandi. Því miður er það alls ekki raunin. Félagsmaður í FA hefur þegar orðið fyrir tuga milljóna króna tjóni vegna þess að fyrirtækinu hefur verið synjað um byggingarleyfi fyrir pólsk einingahús, með vísan til þess að HMS telji einangrunina í þeim ekki standast íslenzka byggingarreglugerð hvað brunavarnir varðar. Einangrunin er engu að síður CE-vottuð og húsin í sölu athugasemdalaust víða um Evrópu, hafa m.a. verið reist í öllum hinum norrænu ríkjunum og reynzt vel. En tölvan segir nei hjá HMS. Framkvæmdastjóri hjá HMS sagði í Kastljósþættinum um tilgang CE-merkingarinnar: „CE-merktur gluggi hefur verið prófaður af faggiltri prófunarstofu og upplýsingar um eiginleikana hafa verið settar fram í stöðluðu skjali, sem er yfirlýsing um nothæfi, þar sem öllum er þá ljóst til hvers varan hentar.“ Akkúrat. Eins og innflutta CE-merkta einangrunin, sem HMS vill engu að síður ekki leyfa notkun á. Sú hugsun læðist óneitanlega að fólki að kerfið líti á það sem hlutverk sitt að þvælast fyrir atvinnurekstri, bara á þeim forsendum sem henta hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Sjá meira
Umfjöllun Kastljóss RÚV í fyrrakvöld um framkomu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við innlenda gluggaframleiðendur hefur vakið verðskuldaða athygli. Í stuttu máli fjallaði þátturinn um að stjórnvaldið HMS er að ganga af innlendri gluggaframleiðslu dauðri vegna óbilgjarnrar kröfu um að gluggarnir séu CE-merktir, þ.e. standist samevrópskar kröfur, þótt þeir séu alls ekki ætlaðir til útflutnings. Íslenzk stjórnvöld hafa hins vegar ekki séð til þess að hér á landi sé faggiltur aðili, sem má skoða glugga og veita þeim CE-merkingu, þótt búnaðurinn sé fyrir hendi. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru sett í þá ómögulegu stöðu að verða að sækja sér CE-vottun erlendis með gífurlegum tilkostnaði. Ella fá þau ekki að auglýsa vöru sína, er meinað að taka þátt í opinberum útboðum og yfir þeim vofir hótun um að framleiðsla verði stöðvuð. Hér er opinbera kerfið beinlínis að vinna gegn hagsmunum fyrirtækja með því að búa til kafkaískar skriffinnskuflækjur, sem engin leið er að komast út úr. CE-vottuð einangrun ekki leyfð á Íslandi Engu að síður ættu góðu fréttirnar hér þá að vera að byggingavörur með CE-vottun eigi greiða leið að markaðnum á Íslandi. Því miður er það alls ekki raunin. Félagsmaður í FA hefur þegar orðið fyrir tuga milljóna króna tjóni vegna þess að fyrirtækinu hefur verið synjað um byggingarleyfi fyrir pólsk einingahús, með vísan til þess að HMS telji einangrunina í þeim ekki standast íslenzka byggingarreglugerð hvað brunavarnir varðar. Einangrunin er engu að síður CE-vottuð og húsin í sölu athugasemdalaust víða um Evrópu, hafa m.a. verið reist í öllum hinum norrænu ríkjunum og reynzt vel. En tölvan segir nei hjá HMS. Framkvæmdastjóri hjá HMS sagði í Kastljósþættinum um tilgang CE-merkingarinnar: „CE-merktur gluggi hefur verið prófaður af faggiltri prófunarstofu og upplýsingar um eiginleikana hafa verið settar fram í stöðluðu skjali, sem er yfirlýsing um nothæfi, þar sem öllum er þá ljóst til hvers varan hentar.“ Akkúrat. Eins og innflutta CE-merkta einangrunin, sem HMS vill engu að síður ekki leyfa notkun á. Sú hugsun læðist óneitanlega að fólki að kerfið líti á það sem hlutverk sitt að þvælast fyrir atvinnurekstri, bara á þeim forsendum sem henta hverju sinni. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun