Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir og Tótla I. Sæmundsdóttir skrifa 5. september 2025 08:02 Stríð, ofbeldi og óréttlæti heimsins birtist okkur endurtekið á skjánum þessi misserin. Ofbeldið eykst og verður æ hræðilegra á meðan heimurinn horfir á og vonin dvínar. Tilfinningar á borð við reiði, sorg og jafnvel vonleysi vakna. En hvað getum við gert til að hjálpa? Um 2,38 milljónir palestínskra barna á Vesturbakkanum og á Gaza alast upp við óbærilegar aðstæður sem fara versnandi dag frá degi. Staðan er verst á Gaza sem lýst hefur verið sem hættulegasta stað heims fyrir börn í dag þar sem þau berjast fyrir lífi sínu alla daga. Saman höfum við syrgt og minnst þeirra barna sem hafa látið lífið en það er líka mikilvægt að minnast þeirra sem enn eru á lífi! Barnaheill – Save the Children og Amnesty International hafa því sett af stað alþjóðlega herferð – Let Children Live. Herferðin snýst um að vernda palestínsk börn og krefjast þess að Ísrael bindi enda á ólöglegt hernám Palestínu. Amnesty International og Barnaheill - Save the Children fengu í hendur lista með nöfnum 1,2 milljóna palestínskra barna og markmiðið er að halda nöfnum þeirra á lofti um heim allan. Hvað getur þú gert? Þú getur hjálpað. Þú getur farið á vefsíðuna letchildrenlive.com og fengið úthlutað nafni barns sem enn er á lífi. Þitt hlutverk er að deila nafni þess með heiminum til að minna á réttinn til lífs. Haltu nafni barnsins á lofti með því að dreifa því á samfélagsmiðlum, úti á götu eða í þínu samfélagi. Markmið Let Children Live er að vekja vonina á ný. Við neitum að láta þessi börn verða að enn annarri óþægilegri tölfræði. Við höldum nöfnum þeirra á lofti og krefjumst aðgerða. Hvert barn á sér sína sögu, sína rödd og sína framtíð. Við getum öll tekið þátt í að vernda palestínsk börn og krefjast þess að réttindi þeirra séu virt og minna ríki heims á skyldur þeirra að tryggja að alþjóðalög séu virt. Við krefjumst þess að: Hætt verði að drepa, skaða og svelta palestínsk börn Herkvínni á Gaza verði aflétt og mannúðaraðstoð hleypt inn Ísrael bindi enda á ólöglegt hernám Palestínu Palestínsk börn eiga betra skilið en að þurfa að berjast daglega fyrir lífi sínu. Þau eiga skilið að alast upp við öryggi, frelsi og með von í hjarta. Við hvetjum ykkur öll til þess að taka þátt á letchildrenlive.com. Þú getur einnig tekið þátt með því að koma við í tjaldinu okkar á fjöldafundinum Þjóð gegn þjóðarmorði sem verður haldinn laugardaginn 6. september á Austurvelli kl. 14-16. Þar getur þú fengið spjald og nafn palestínsks barns svo þú getir haldið nafni þess á lofti á fundinum. Anna Lúðvíksdóttir er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.Tótla I. Sæmundsdóttir er framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Lúðvíksdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Tótla I. Sæmundsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Stríð, ofbeldi og óréttlæti heimsins birtist okkur endurtekið á skjánum þessi misserin. Ofbeldið eykst og verður æ hræðilegra á meðan heimurinn horfir á og vonin dvínar. Tilfinningar á borð við reiði, sorg og jafnvel vonleysi vakna. En hvað getum við gert til að hjálpa? Um 2,38 milljónir palestínskra barna á Vesturbakkanum og á Gaza alast upp við óbærilegar aðstæður sem fara versnandi dag frá degi. Staðan er verst á Gaza sem lýst hefur verið sem hættulegasta stað heims fyrir börn í dag þar sem þau berjast fyrir lífi sínu alla daga. Saman höfum við syrgt og minnst þeirra barna sem hafa látið lífið en það er líka mikilvægt að minnast þeirra sem enn eru á lífi! Barnaheill – Save the Children og Amnesty International hafa því sett af stað alþjóðlega herferð – Let Children Live. Herferðin snýst um að vernda palestínsk börn og krefjast þess að Ísrael bindi enda á ólöglegt hernám Palestínu. Amnesty International og Barnaheill - Save the Children fengu í hendur lista með nöfnum 1,2 milljóna palestínskra barna og markmiðið er að halda nöfnum þeirra á lofti um heim allan. Hvað getur þú gert? Þú getur hjálpað. Þú getur farið á vefsíðuna letchildrenlive.com og fengið úthlutað nafni barns sem enn er á lífi. Þitt hlutverk er að deila nafni þess með heiminum til að minna á réttinn til lífs. Haltu nafni barnsins á lofti með því að dreifa því á samfélagsmiðlum, úti á götu eða í þínu samfélagi. Markmið Let Children Live er að vekja vonina á ný. Við neitum að láta þessi börn verða að enn annarri óþægilegri tölfræði. Við höldum nöfnum þeirra á lofti og krefjumst aðgerða. Hvert barn á sér sína sögu, sína rödd og sína framtíð. Við getum öll tekið þátt í að vernda palestínsk börn og krefjast þess að réttindi þeirra séu virt og minna ríki heims á skyldur þeirra að tryggja að alþjóðalög séu virt. Við krefjumst þess að: Hætt verði að drepa, skaða og svelta palestínsk börn Herkvínni á Gaza verði aflétt og mannúðaraðstoð hleypt inn Ísrael bindi enda á ólöglegt hernám Palestínu Palestínsk börn eiga betra skilið en að þurfa að berjast daglega fyrir lífi sínu. Þau eiga skilið að alast upp við öryggi, frelsi og með von í hjarta. Við hvetjum ykkur öll til þess að taka þátt á letchildrenlive.com. Þú getur einnig tekið þátt með því að koma við í tjaldinu okkar á fjöldafundinum Þjóð gegn þjóðarmorði sem verður haldinn laugardaginn 6. september á Austurvelli kl. 14-16. Þar getur þú fengið spjald og nafn palestínsks barns svo þú getir haldið nafni þess á lofti á fundinum. Anna Lúðvíksdóttir er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.Tótla I. Sæmundsdóttir er framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar