Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir og Tótla I. Sæmundsdóttir skrifa 5. september 2025 08:02 Stríð, ofbeldi og óréttlæti heimsins birtist okkur endurtekið á skjánum þessi misserin. Ofbeldið eykst og verður æ hræðilegra á meðan heimurinn horfir á og vonin dvínar. Tilfinningar á borð við reiði, sorg og jafnvel vonleysi vakna. En hvað getum við gert til að hjálpa? Um 2,38 milljónir palestínskra barna á Vesturbakkanum og á Gaza alast upp við óbærilegar aðstæður sem fara versnandi dag frá degi. Staðan er verst á Gaza sem lýst hefur verið sem hættulegasta stað heims fyrir börn í dag þar sem þau berjast fyrir lífi sínu alla daga. Saman höfum við syrgt og minnst þeirra barna sem hafa látið lífið en það er líka mikilvægt að minnast þeirra sem enn eru á lífi! Barnaheill – Save the Children og Amnesty International hafa því sett af stað alþjóðlega herferð – Let Children Live. Herferðin snýst um að vernda palestínsk börn og krefjast þess að Ísrael bindi enda á ólöglegt hernám Palestínu. Amnesty International og Barnaheill - Save the Children fengu í hendur lista með nöfnum 1,2 milljóna palestínskra barna og markmiðið er að halda nöfnum þeirra á lofti um heim allan. Hvað getur þú gert? Þú getur hjálpað. Þú getur farið á vefsíðuna letchildrenlive.com og fengið úthlutað nafni barns sem enn er á lífi. Þitt hlutverk er að deila nafni þess með heiminum til að minna á réttinn til lífs. Haltu nafni barnsins á lofti með því að dreifa því á samfélagsmiðlum, úti á götu eða í þínu samfélagi. Markmið Let Children Live er að vekja vonina á ný. Við neitum að láta þessi börn verða að enn annarri óþægilegri tölfræði. Við höldum nöfnum þeirra á lofti og krefjumst aðgerða. Hvert barn á sér sína sögu, sína rödd og sína framtíð. Við getum öll tekið þátt í að vernda palestínsk börn og krefjast þess að réttindi þeirra séu virt og minna ríki heims á skyldur þeirra að tryggja að alþjóðalög séu virt. Við krefjumst þess að: Hætt verði að drepa, skaða og svelta palestínsk börn Herkvínni á Gaza verði aflétt og mannúðaraðstoð hleypt inn Ísrael bindi enda á ólöglegt hernám Palestínu Palestínsk börn eiga betra skilið en að þurfa að berjast daglega fyrir lífi sínu. Þau eiga skilið að alast upp við öryggi, frelsi og með von í hjarta. Við hvetjum ykkur öll til þess að taka þátt á letchildrenlive.com. Þú getur einnig tekið þátt með því að koma við í tjaldinu okkar á fjöldafundinum Þjóð gegn þjóðarmorði sem verður haldinn laugardaginn 6. september á Austurvelli kl. 14-16. Þar getur þú fengið spjald og nafn palestínsks barns svo þú getir haldið nafni þess á lofti á fundinum. Anna Lúðvíksdóttir er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.Tótla I. Sæmundsdóttir er framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Lúðvíksdóttir Átök í Ísrael og Palestínu Tótla I. Sæmundsdóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Stríð, ofbeldi og óréttlæti heimsins birtist okkur endurtekið á skjánum þessi misserin. Ofbeldið eykst og verður æ hræðilegra á meðan heimurinn horfir á og vonin dvínar. Tilfinningar á borð við reiði, sorg og jafnvel vonleysi vakna. En hvað getum við gert til að hjálpa? Um 2,38 milljónir palestínskra barna á Vesturbakkanum og á Gaza alast upp við óbærilegar aðstæður sem fara versnandi dag frá degi. Staðan er verst á Gaza sem lýst hefur verið sem hættulegasta stað heims fyrir börn í dag þar sem þau berjast fyrir lífi sínu alla daga. Saman höfum við syrgt og minnst þeirra barna sem hafa látið lífið en það er líka mikilvægt að minnast þeirra sem enn eru á lífi! Barnaheill – Save the Children og Amnesty International hafa því sett af stað alþjóðlega herferð – Let Children Live. Herferðin snýst um að vernda palestínsk börn og krefjast þess að Ísrael bindi enda á ólöglegt hernám Palestínu. Amnesty International og Barnaheill - Save the Children fengu í hendur lista með nöfnum 1,2 milljóna palestínskra barna og markmiðið er að halda nöfnum þeirra á lofti um heim allan. Hvað getur þú gert? Þú getur hjálpað. Þú getur farið á vefsíðuna letchildrenlive.com og fengið úthlutað nafni barns sem enn er á lífi. Þitt hlutverk er að deila nafni þess með heiminum til að minna á réttinn til lífs. Haltu nafni barnsins á lofti með því að dreifa því á samfélagsmiðlum, úti á götu eða í þínu samfélagi. Markmið Let Children Live er að vekja vonina á ný. Við neitum að láta þessi börn verða að enn annarri óþægilegri tölfræði. Við höldum nöfnum þeirra á lofti og krefjumst aðgerða. Hvert barn á sér sína sögu, sína rödd og sína framtíð. Við getum öll tekið þátt í að vernda palestínsk börn og krefjast þess að réttindi þeirra séu virt og minna ríki heims á skyldur þeirra að tryggja að alþjóðalög séu virt. Við krefjumst þess að: Hætt verði að drepa, skaða og svelta palestínsk börn Herkvínni á Gaza verði aflétt og mannúðaraðstoð hleypt inn Ísrael bindi enda á ólöglegt hernám Palestínu Palestínsk börn eiga betra skilið en að þurfa að berjast daglega fyrir lífi sínu. Þau eiga skilið að alast upp við öryggi, frelsi og með von í hjarta. Við hvetjum ykkur öll til þess að taka þátt á letchildrenlive.com. Þú getur einnig tekið þátt með því að koma við í tjaldinu okkar á fjöldafundinum Þjóð gegn þjóðarmorði sem verður haldinn laugardaginn 6. september á Austurvelli kl. 14-16. Þar getur þú fengið spjald og nafn palestínsks barns svo þú getir haldið nafni þess á lofti á fundinum. Anna Lúðvíksdóttir er framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Amnesty International.Tótla I. Sæmundsdóttir er framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun