Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar 4. september 2025 22:12 Popúlismi hefur síðustu áratugi valdið straumhvörfum í stjórnmálum víðsvegar um heiminn. Stjórnmálaflokkar sem skilgreina má sem popúlista hafa tekið sér sess meðal meginstraumsflokka og jafnvel átt þátt í ríkisstjórnum. Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á tilurð popúlisma út frá siðferðissjónarmiðum þér til fróðleiks. Samkvæmt Cas Mudde, einum fremsta fræðimanni um popúlisma í heiminum í dag, lýsir popúlismi samfélaginu sem tveimur aðskildum og andstæðum hópum annars vegar „fólkinu“ (popúlistum) og hins vegar „spilltu elítunni“ eða öðrum minnihlutahópum. Sú togstreita sem myndast á milli þessara hópa skapar siðferðislega gjá þar sem „fólkið“ telur sig hafa siðferðislega yfirburði yfir spilltu elítuna eða minnihlutahópa í þjóðfélaginu, svo sem innflytjendur. Popúlismi er þunnskipuð hugmyndafræði (e. thin-centred ideology), sem þýðir að hún getur ekki veitt yfirgripsmikil svör við flóknum viðfangsefnum. Þar af leiðandi er nálgun popúlismans á samfélagið sett upp á einfaldan hátt: „við“ á móti „þeim“. Að mörgu leyti er and-fjölhyggja (e.anti-pluralism) eitt af meginþáttum popúlismans. Hugtakið vísar til andstöðu við margbreytileika í samfélaginu, til dæmis andstöðu við fjölmenningu, ólík gildi og mismunandi lífsskoðanir. Samkvæmt and-fjölhyggju á samfélagið að vera ein heild með sameiginlegt trúarbragð, menningu, stjórnmál og jafnvel siðferði. Popúlistar halda því fram að andstæðingar þeirra, svo sem stjórnmálaelítan, stofnanir og minnihlutahópar, séu ekki lögmætir fulltrúar almennings þar sem þeir teljist ekki hluti af „fólkinu“. Jan-Werner Müller hefur kallað popúlisma „siðferðislega ímyndun stjórnmála“. Með því á hann við að popúlistar líti á heiminn sem baráttu milli siðferðislega spilltra aðila og „fólksins“, sem sé heilsteypt og sameinað í þeirri viðleitni að berjast gegn fyrrnefnda hópnum. Samkvæmt Müller er sú fullyrðing að aðeins sumir séu hluti af „raunverulega fólkinu“ grundvöllur að útilokun annarra hópa, þar sem þeir séu ekki taldir lögmætir fulltrúar almennings. Cas Mudde bendir einnig á að popúlistar telji sig vera hina einu sönnu fulltrúa almennings og að stjórnmál eigi að endurspegla hinn almenna vilja þjóðarinnar. Leiðtogar popúlista stilla sér oft upp sem „rödd almennings“ og leitast við að skapa tengsl við fólk í gegnum sameiginlega menningu. Þannig geta þeir fullvissað um að þeir séu „einn af fólkinu“. Hins vegar telja popúlistar að þeir sem ekki deila þessari menningu tilheyri ekki almenningi. Önnur megineinkenni popúlisma eru andstaða við ríkjandi kerfi (e.anti-establishment). Popúlistar grafa undan lögmæti stofnana og meginstraums stjórnmálaflokka með því að skilgreina kerfið sem spillt. Þetta ýtir undir aðskilnað milli „fólksins“ og „spilltu hópanna“, svo sem stjórnmálaelítunnar. Þar sem að popúlískir flokkar setji sig upp sem andstæðinga kerfisins, getur það reynst þeim erfitt að sitja í ríkisstjórn. Þegar illa gengur í ríkisstjórn hafa leiðtogar popúlískra flokka oft kennt spilltri elítu um, til dæmis stjórnsýslunni, sem þeir telja vinna á bak við tjöldin að því að grafa undan lögmæti þeirra. Það má færa rök fyrir því að aðferð popúlista, að skipta samfélaginu í tvo andstæðar fylkingar út frá siðferði og útiloka ákveðna hópa frá þátttöku í lýðræðinu, grafi undan grundvallarþáttum fulltrúalýðræðis. Sú meginregla að allir hópar eigi að hafa rödd í samfélaginu veikist við slíka pólitík. And-fjölhyggjueinkenni popúlisma geta einnig leitt til þess að eftirlitskerfið sem felst í þrískiptingu ríkisvaldsins s.s. löggjafans, dómsvaldsins og framkvæmdavaldsins rofni. Það dregur úr lögmæti lýðræðisins og getur stutt við þróun í átt að einræðislegu stjórnarfari. Popúlistar telja að pólitískar athafnir eigi að hafa forgang yfir lög og reglur, sem hefur í för með sér að vilji fólksins, eða jafnvel vilji stjórnmálaforingjans, eigi að vera æðsta form valdsins. Slíkt fyrirkomulag grefur undan stofnunum lýðræðisins, eins og sést hefur í mörgum löndum víðsvegar um heiminn sem hafa kosið popúlíska stjórnmálaflokka til valda. Heimildir: Mudde, Cas & Rovira Kaltwasser, C. (2017) Populism: A Very Short Introduction. New York: Oxford University Press. Muller, Jan-Werner (2016) What is Populism? London:Penguin Höfundur er alþjóðastjórnmála- og stjórnsýslufræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Popúlismi hefur síðustu áratugi valdið straumhvörfum í stjórnmálum víðsvegar um heiminn. Stjórnmálaflokkar sem skilgreina má sem popúlista hafa tekið sér sess meðal meginstraumsflokka og jafnvel átt þátt í ríkisstjórnum. Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á tilurð popúlisma út frá siðferðissjónarmiðum þér til fróðleiks. Samkvæmt Cas Mudde, einum fremsta fræðimanni um popúlisma í heiminum í dag, lýsir popúlismi samfélaginu sem tveimur aðskildum og andstæðum hópum annars vegar „fólkinu“ (popúlistum) og hins vegar „spilltu elítunni“ eða öðrum minnihlutahópum. Sú togstreita sem myndast á milli þessara hópa skapar siðferðislega gjá þar sem „fólkið“ telur sig hafa siðferðislega yfirburði yfir spilltu elítuna eða minnihlutahópa í þjóðfélaginu, svo sem innflytjendur. Popúlismi er þunnskipuð hugmyndafræði (e. thin-centred ideology), sem þýðir að hún getur ekki veitt yfirgripsmikil svör við flóknum viðfangsefnum. Þar af leiðandi er nálgun popúlismans á samfélagið sett upp á einfaldan hátt: „við“ á móti „þeim“. Að mörgu leyti er and-fjölhyggja (e.anti-pluralism) eitt af meginþáttum popúlismans. Hugtakið vísar til andstöðu við margbreytileika í samfélaginu, til dæmis andstöðu við fjölmenningu, ólík gildi og mismunandi lífsskoðanir. Samkvæmt and-fjölhyggju á samfélagið að vera ein heild með sameiginlegt trúarbragð, menningu, stjórnmál og jafnvel siðferði. Popúlistar halda því fram að andstæðingar þeirra, svo sem stjórnmálaelítan, stofnanir og minnihlutahópar, séu ekki lögmætir fulltrúar almennings þar sem þeir teljist ekki hluti af „fólkinu“. Jan-Werner Müller hefur kallað popúlisma „siðferðislega ímyndun stjórnmála“. Með því á hann við að popúlistar líti á heiminn sem baráttu milli siðferðislega spilltra aðila og „fólksins“, sem sé heilsteypt og sameinað í þeirri viðleitni að berjast gegn fyrrnefnda hópnum. Samkvæmt Müller er sú fullyrðing að aðeins sumir séu hluti af „raunverulega fólkinu“ grundvöllur að útilokun annarra hópa, þar sem þeir séu ekki taldir lögmætir fulltrúar almennings. Cas Mudde bendir einnig á að popúlistar telji sig vera hina einu sönnu fulltrúa almennings og að stjórnmál eigi að endurspegla hinn almenna vilja þjóðarinnar. Leiðtogar popúlista stilla sér oft upp sem „rödd almennings“ og leitast við að skapa tengsl við fólk í gegnum sameiginlega menningu. Þannig geta þeir fullvissað um að þeir séu „einn af fólkinu“. Hins vegar telja popúlistar að þeir sem ekki deila þessari menningu tilheyri ekki almenningi. Önnur megineinkenni popúlisma eru andstaða við ríkjandi kerfi (e.anti-establishment). Popúlistar grafa undan lögmæti stofnana og meginstraums stjórnmálaflokka með því að skilgreina kerfið sem spillt. Þetta ýtir undir aðskilnað milli „fólksins“ og „spilltu hópanna“, svo sem stjórnmálaelítunnar. Þar sem að popúlískir flokkar setji sig upp sem andstæðinga kerfisins, getur það reynst þeim erfitt að sitja í ríkisstjórn. Þegar illa gengur í ríkisstjórn hafa leiðtogar popúlískra flokka oft kennt spilltri elítu um, til dæmis stjórnsýslunni, sem þeir telja vinna á bak við tjöldin að því að grafa undan lögmæti þeirra. Það má færa rök fyrir því að aðferð popúlista, að skipta samfélaginu í tvo andstæðar fylkingar út frá siðferði og útiloka ákveðna hópa frá þátttöku í lýðræðinu, grafi undan grundvallarþáttum fulltrúalýðræðis. Sú meginregla að allir hópar eigi að hafa rödd í samfélaginu veikist við slíka pólitík. And-fjölhyggjueinkenni popúlisma geta einnig leitt til þess að eftirlitskerfið sem felst í þrískiptingu ríkisvaldsins s.s. löggjafans, dómsvaldsins og framkvæmdavaldsins rofni. Það dregur úr lögmæti lýðræðisins og getur stutt við þróun í átt að einræðislegu stjórnarfari. Popúlistar telja að pólitískar athafnir eigi að hafa forgang yfir lög og reglur, sem hefur í för með sér að vilji fólksins, eða jafnvel vilji stjórnmálaforingjans, eigi að vera æðsta form valdsins. Slíkt fyrirkomulag grefur undan stofnunum lýðræðisins, eins og sést hefur í mörgum löndum víðsvegar um heiminn sem hafa kosið popúlíska stjórnmálaflokka til valda. Heimildir: Mudde, Cas & Rovira Kaltwasser, C. (2017) Populism: A Very Short Introduction. New York: Oxford University Press. Muller, Jan-Werner (2016) What is Populism? London:Penguin Höfundur er alþjóðastjórnmála- og stjórnsýslufræðingur
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun