Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. september 2025 09:45 Lögreglustöðin í Reykjanesbæ. Vísir/Vilhelm Hlutfallslega eru langflestir lögreglumenn í embætti Lögreglunnar á Suðurnesjum samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Meirihlutinn af þeim fimmtíu nýju stöðugildum innan lögreglunnar sem dómsmálaráðherra boðaði í vor fara til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í byrjun árs boðaði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að fjölga ætti stöðugildum innan lögreglunnar um fimmtíu. Einnig á að fjölga þeim sem fá inngöngu í nám við lögreglufræði. 96 hófu nám nú í haust en alls stunda nú 176 nemendur nám við lögreglufræði og því búist við metfjölda brautskráðra næstu árin. „Bent var á að heildarfjöldi starfandi lögreglumanna hefur ekki haldist í hendur við fólksfjölgun í landinu, stórfellda aukningu á komum ferðamanna til landsins né heldur hvað varðar breytt landslag afbrota,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins. Stöðugildunum fimmtíu var skipt niður á lögregluembætti landsins með tilliti til hlutfalls starfandi lögreglumanna á hverja tíu þúsund íbúa. Hlutfallslega fæstir á höfuðborgarsvæðinu Samkvæmt dómsmálaráðuneytinu eru rétt rúmlega 39 lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa á Suðurnesjum. Um átta prósent allra íbúa á landinu búa á Suðurnesjunum, jafn mikið og í embættum Lögreglunnar á Suðurlandi og á Norðurlandi eystra. Hins vegar eru ekki jafn margir lögreglumenn í þeim embættum. Á Suðurlandi eru tæpir 25 lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa og 25 á Norðurlandi eystra. Á eftir embættinu á Suðurnesjum er embættið á Vestfjörðum þar sem rúmir 36 lögreglumenn eru á hverja tíu þúsund íbúa en tvö prósent þjóðarinnar búa innan embættisins. Á Norðurlandi vestra búa önnur tvö prósent þjóðarinnar en þar má finna þrjátíu lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa. Í Vestmannaeyjum býr einungis eitt prósent landsmanna, sem hefur 31,5 lögregluþjón á hverja tíu þúsund íbúa. Á höfuðborgarsvæðinu er einungis rúmlega þrettán lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa en 64 prósent landsmanna búa í embætti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallslega eru því langfæstir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu. Í embætti Lögreglunnar á Austurlandi, þar sem þrjú prósent landsmanna búa, eru tæplega þrjátíu lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa. Vesturlandsbúar eru um fimm prósent þjóðarinnar og í embætti Lögreglunnar á Vesturlandi eru rúmlega 26 lögregluþjónar, fyrir hverja tíu þúsund íbúa. Enginn til Vestmannaeyja Í ljósi þess að lægsta hlutfall lögreglumanna á landinu var á höfuðborgarsvæðinu fóru 28 af fimmtíu stöðugildunum í embætti hennar. Þar á eftir fékk embætti Lögreglunnar á Norðurlandi eystra sex stöðugildi og Lögreglan á Suðurlandi fjögur. Þrátt fyrir hátt hlutfall lögreglumanna á Suðurnesjunum fékk embættið þar þrjú stöðugildi, fleiri heldur en Lögreglan á Austurlandi, Vestfjörðum, Vesturlandi og Ríkislögreglustjóri sem öll fengu tvö stöðugildi hver í sinn hlut. Ekkert af þeim fimmtíu stöðugildum dómsmálaráðherra fór til embættis Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra fékk þá eitt stöðugildi. Ráðuneytið hafði ekki upplýsingar um hvort að stöðugildin hafi verið fyllt heldur falli það í hlut lögreglustjóra að ráða lögregluþjóna. Árið 2024 voru alls 795 lögreglumenn við störf á Íslandi, að frátöldum nemum og héraðslögmönnum. Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
Í byrjun árs boðaði Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra að fjölga ætti stöðugildum innan lögreglunnar um fimmtíu. Einnig á að fjölga þeim sem fá inngöngu í nám við lögreglufræði. 96 hófu nám nú í haust en alls stunda nú 176 nemendur nám við lögreglufræði og því búist við metfjölda brautskráðra næstu árin. „Bent var á að heildarfjöldi starfandi lögreglumanna hefur ekki haldist í hendur við fólksfjölgun í landinu, stórfellda aukningu á komum ferðamanna til landsins né heldur hvað varðar breytt landslag afbrota,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins. Stöðugildunum fimmtíu var skipt niður á lögregluembætti landsins með tilliti til hlutfalls starfandi lögreglumanna á hverja tíu þúsund íbúa. Hlutfallslega fæstir á höfuðborgarsvæðinu Samkvæmt dómsmálaráðuneytinu eru rétt rúmlega 39 lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa á Suðurnesjum. Um átta prósent allra íbúa á landinu búa á Suðurnesjunum, jafn mikið og í embættum Lögreglunnar á Suðurlandi og á Norðurlandi eystra. Hins vegar eru ekki jafn margir lögreglumenn í þeim embættum. Á Suðurlandi eru tæpir 25 lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa og 25 á Norðurlandi eystra. Á eftir embættinu á Suðurnesjum er embættið á Vestfjörðum þar sem rúmir 36 lögreglumenn eru á hverja tíu þúsund íbúa en tvö prósent þjóðarinnar búa innan embættisins. Á Norðurlandi vestra búa önnur tvö prósent þjóðarinnar en þar má finna þrjátíu lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa. Í Vestmannaeyjum býr einungis eitt prósent landsmanna, sem hefur 31,5 lögregluþjón á hverja tíu þúsund íbúa. Á höfuðborgarsvæðinu er einungis rúmlega þrettán lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa en 64 prósent landsmanna búa í embætti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfallslega eru því langfæstir lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu. Í embætti Lögreglunnar á Austurlandi, þar sem þrjú prósent landsmanna búa, eru tæplega þrjátíu lögreglumenn á hverja tíu þúsund íbúa. Vesturlandsbúar eru um fimm prósent þjóðarinnar og í embætti Lögreglunnar á Vesturlandi eru rúmlega 26 lögregluþjónar, fyrir hverja tíu þúsund íbúa. Enginn til Vestmannaeyja Í ljósi þess að lægsta hlutfall lögreglumanna á landinu var á höfuðborgarsvæðinu fóru 28 af fimmtíu stöðugildunum í embætti hennar. Þar á eftir fékk embætti Lögreglunnar á Norðurlandi eystra sex stöðugildi og Lögreglan á Suðurlandi fjögur. Þrátt fyrir hátt hlutfall lögreglumanna á Suðurnesjunum fékk embættið þar þrjú stöðugildi, fleiri heldur en Lögreglan á Austurlandi, Vestfjörðum, Vesturlandi og Ríkislögreglustjóri sem öll fengu tvö stöðugildi hver í sinn hlut. Ekkert af þeim fimmtíu stöðugildum dómsmálaráðherra fór til embættis Lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Embætti Lögreglunnar á Norðurlandi vestra fékk þá eitt stöðugildi. Ráðuneytið hafði ekki upplýsingar um hvort að stöðugildin hafi verið fyllt heldur falli það í hlut lögreglustjóra að ráða lögregluþjóna. Árið 2024 voru alls 795 lögreglumenn við störf á Íslandi, að frátöldum nemum og héraðslögmönnum.
Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira