Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Eiður Þór Árnason skrifar 5. september 2025 17:28 Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði. Vísir/Arnar Félagsmenn AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) sem starfa í álveri Alcoa á Reyðarfirði munu greiða atkvæði um verkfall. Verkalýðsfélögin hafa átt í kjaradeilu við fyrirtækið um nokkurt skeið og funduðu með félagsfólki sínu og starfsfólki Alcoa síðustu tvo daga. Í yfirlýsingu frá AFLi starfsgreinafélagi og RSÍ segir að félagsfólk hafi verið skýrt í afstöðu sinni, „tilbúið að setja fyrirtækinu mörk“ og krefjist sambærilegra kjarabóta og samið hafi verið um í öðrum stóriðjum á Íslandi. „Á öllum fundunum var einróma samþykkt að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall og hafa félögin þegar hafið undirbúning þess,“ segir í yfirlýsingu verkalýðsfélaganna. Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl síðastliðnum en í lok ágúst höfnuðu AFL og RSÍ tilboði Alcoa og hófu undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfall. Eigendur álversins forðist að taka þátt í viðræðunum „Það er ljóst að eigendur Alcoa eru ekki tilbúnir að tryggja sömu launahækkanir og sambærileg kjör og gilda í öðrum álverksmiðjum á Íslandi,“ gáfu fulltrúar verkalýðsfélaganna út þegar ákvörðun var tekin um að hafna tilboði Alcoa 29. ágúst. Ekki yrði skrifað undir kjarasamning sem tryggði lakari kjör eða minni launahækkanir en samið hafi verið um í hinum álverunum. Þá gagnrýndu forsvarsmenn AFL og RSÍ að samninganefndir hafi einungis fengið að ræða við „umboðslausa aðila“ með takmarkað umboð til samninga á meðan erlendir eigendur álversins forðist að taka þátt í kjaraviðræðunum, eins og það var orðað í yfirlýsingu. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Áliðnaður Stóriðja Vinnumarkaður Fjarðabyggð Tengdar fréttir Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Kjaradeilu AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Ákvörðun um þetta var tekin í vikunni en viðræður hafa staðið yfir síðan í desember án árangurs. 5. apríl 2025 20:40 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í yfirlýsingu frá AFLi starfsgreinafélagi og RSÍ segir að félagsfólk hafi verið skýrt í afstöðu sinni, „tilbúið að setja fyrirtækinu mörk“ og krefjist sambærilegra kjarabóta og samið hafi verið um í öðrum stóriðjum á Íslandi. „Á öllum fundunum var einróma samþykkt að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall og hafa félögin þegar hafið undirbúning þess,“ segir í yfirlýsingu verkalýðsfélaganna. Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara í apríl síðastliðnum en í lok ágúst höfnuðu AFL og RSÍ tilboði Alcoa og hófu undirbúning atkvæðagreiðslu um verkfall. Eigendur álversins forðist að taka þátt í viðræðunum „Það er ljóst að eigendur Alcoa eru ekki tilbúnir að tryggja sömu launahækkanir og sambærileg kjör og gilda í öðrum álverksmiðjum á Íslandi,“ gáfu fulltrúar verkalýðsfélaganna út þegar ákvörðun var tekin um að hafna tilboði Alcoa 29. ágúst. Ekki yrði skrifað undir kjarasamning sem tryggði lakari kjör eða minni launahækkanir en samið hafi verið um í hinum álverunum. Þá gagnrýndu forsvarsmenn AFL og RSÍ að samninganefndir hafi einungis fengið að ræða við „umboðslausa aðila“ með takmarkað umboð til samninga á meðan erlendir eigendur álversins forðist að taka þátt í kjaraviðræðunum, eins og það var orðað í yfirlýsingu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Áliðnaður Stóriðja Vinnumarkaður Fjarðabyggð Tengdar fréttir Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Kjaradeilu AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Ákvörðun um þetta var tekin í vikunni en viðræður hafa staðið yfir síðan í desember án árangurs. 5. apríl 2025 20:40 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara Kjaradeilu AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Ákvörðun um þetta var tekin í vikunni en viðræður hafa staðið yfir síðan í desember án árangurs. 5. apríl 2025 20:40