Innlent

Fékk milljón vegna af­mæli kattarnis

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Einn vann tíu milljónir króna.
Einn vann tíu milljónir króna. Vísir/Einar

Vinningshafi í Happdrætti Háskóla Íslands var að hita matarafganga er hann fékk símtal að hann hefði unnið tíu milljónir. Að sögn starfsmann Happdrættisins var hann fljótur að fyrirgefa truflunina við matseldina.

Alls voru dregnar út tæpar 153 milljónir króna í happdrættinu í kvöld og skiptust þær á milli rúmlega fjögur þúsund miðaeigenda. Annar heppinn sigurvegari hlaut sjö milljónir króna. Sá þriðji hlaut fimm hundruð þúsund krónur en þar sem vinningsnúmerið kom á trompmiða fimmfaldaðist vinningurinn svo hann hlaut tvær og hálfa milljón króna.

Einn þátttakandi hafði valið númerin sín út frá afmælisdegi kattar síns. Kattareigandinn reyndist svo heppinn að vinna eina milljón króna með þeim númerum.

„Það eru ótrúlega margar skemmtilegar sögur á bakvið númer vinningshafa en þetta er í fyrsta skipti sem köttur hefur verið nefndur á nafn,“ segir í tilkynningu frá HHÍ.

Þau minna þá alla þátttakendur á að skrá tengiliðaupplýsingar þar sem ekki náðist samband við tvo sem unnu stóra vinninga þar sem engar upplýsingar voru skráðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×