Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 12. september 2025 07:07 Þú lest viskuorð, og í eitt augnablik kviknar ljós innra með þér. Setning, hugsun, sannleikur — og þú finnur hann bergmála. Já. Þetta er fyrir mig - fyrir þetta stend ég - þetta er ég væri ég orð á blaði. En svo, tíu sekúndum síðar, er það horfið. Af hverju? Því hugurinn er þannig gerður að hann beinist samstundis að öðru. Hugurinn stöðvast ekki til að leyfa hljómnum að líða um líkaman þinn. Hann sveiflast áfram, safnar hugsunum, pælingum og áreiti. En hljómurinn - þetta Aha snérist aldrei bara um orð. Í honum er líf - fræ sem skýtur rótum í þér . - tækifæri sem þér gefst,. Og oft prófar lífið jarðveginn strax. Þú lest um umburðarlyndi — og daginn eftir pirrar einhver þig og þú hneggjar á kommentakerfinu. Þú lest um þolinmæði — blótsyrðin koma um leið og svínað er fyrir þig á Miklubrautinni - en umferðin gefur þér tækifæri til að þjálfa hana. Þú lest um sannleikann — þú lýgur síðan að sjálfum þér eða öðrum- en samtalið gefur þér færi á að segja hann. Þú lest um auðmýkt — og samt hugsar þú strax og einhver leiðréttir þig: „Hann hefur rangt fyrir sér.“ Þú lest um tengsl — og daginn eftir lætur þú eins og þér líði vel, svo enginn sjái sprungurnar. Þú lest um þakklæti — og kvartar svo yfir veðrinu, kaffinu og fólkinu á leiðinni heim. Þú lest um mikilvægi tengsla — en hefur ekki eyrð til að hlusta á barnið þitt segja sögu sína. Þú lest um kærleikann — en ert með lista af fólki sem „á hann ekki skilið“. Þú lest um sjálfsást — og talar samt við þig eins og óvin. Þú lest um vinsemd — og gnístir tönnum yfir saklausri athugasemd. Við köllum þetta eðlilegt, sláum á létta strengi, klöppum okkur á bakið og hugsum: „Það er ekkert að. Allir gera þetta.“ Einar Jónsson: Heimskan (1916) – hún situr á hauskúpunni, reist af réttlætingu og sjálfsblekkingu. Ef þú ert fastur í viðjum vanans, sérðu ekki tenginguna. Þú sèrð hana kannski en vaninn á sviðið. Bergmálið situr eftir í höfðinu og nær aldrei inn í lífið þitt. Stundum birtist vaninn í annarri mynd. Í stað þess að snúa inn á við, snýrðu út á við. Þú tekur innsýnina og beinir henni að heiminum. Þú segir skoðun þína um það sem þér líkar ekki. Þú dæmir „ranglætið“ og skort á innsýn í öðrum. Og svo, nokkrum klukkustundum síðar, gerir þú sjálfur nákvæmlega það sem þú fordæmdir. Afþví þú tekur ekki eftir því - eða þú tekur eftir því en segir við sjálfan þig: Þetta er ekki það sama, þarna er stigsmunur. Þannig birtist spegillinn: vaninn er ennþá við stjórnvölinn og sjálfsblekkingin heldur þér föstum. Dómar og yfirlýsingar eru bergmál sundraðrar visku. Og stundum klæðir dómurinn sig upp sem hugrekki eða sem prins í ímynduðu landi. Þú fordæmir einhvern — forsætisráðherra, fræðimann, forseta, glæpamann, öryrkja, athafnamann eða moldríkan mann. Þér finnst gott að standa á sviði og lýsa yfir að þú samþykkir ekki gjörðir þeirra eða afleitar hugmyndir þeirra og hvernig þeir haga sér. Þú gerir jafnvel gys að þeim vegna þess að það örvar þig — hetjulegt skot af hugrekki. En það er aðeins tálsýn. Undir sýningunni kraumar þörfin að vera heyrður og metinn. Þar sem löngunin að leiðrétta, útskýra eða standa með málstaðnum leggst yfir allt sjónarsviðið. Sannleikurinn er erfiðari: Þú sérð ranglætið í öðrum en sjaldan í sjálfum þér. Og þannig gengur þú áfram með hvíslandi tómarúm innra með þér : ég og hinir. Minn hópur og hinn hópurinn. En hljóminum var aldrei ætlað að aðskilja. Honum var ætlað að sameina. Ekki til að sanna að þú hafir rétt fyrir þér, heldur til að auka dýpt þína. Ekki til að ala á fordómum, heldur til að auka þroska. Þegar við þögnum og snúum athyglinni að eigin venjum, mistökum og stífni — þá fyrst getum við hafið samtalið sem við öll þráum. Ekki skoðanarifrildi. Ekki endalausan leik um sekt og sakleysi. Heldur samtal í anda sannleika og vaxtar. Því hljómurinn snýst aldrei um að sanna að þú hafir rétt fyrir þér. Hann snýst um að þú sért heill og búir í heimi sem er heill. Og í sama augnabliki og þú byrjar á sjálfum þér, fer tómarúmið ég og hinir, minn hópur og þinn hópur, að lokast. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Þú lest viskuorð, og í eitt augnablik kviknar ljós innra með þér. Setning, hugsun, sannleikur — og þú finnur hann bergmála. Já. Þetta er fyrir mig - fyrir þetta stend ég - þetta er ég væri ég orð á blaði. En svo, tíu sekúndum síðar, er það horfið. Af hverju? Því hugurinn er þannig gerður að hann beinist samstundis að öðru. Hugurinn stöðvast ekki til að leyfa hljómnum að líða um líkaman þinn. Hann sveiflast áfram, safnar hugsunum, pælingum og áreiti. En hljómurinn - þetta Aha snérist aldrei bara um orð. Í honum er líf - fræ sem skýtur rótum í þér . - tækifæri sem þér gefst,. Og oft prófar lífið jarðveginn strax. Þú lest um umburðarlyndi — og daginn eftir pirrar einhver þig og þú hneggjar á kommentakerfinu. Þú lest um þolinmæði — blótsyrðin koma um leið og svínað er fyrir þig á Miklubrautinni - en umferðin gefur þér tækifæri til að þjálfa hana. Þú lest um sannleikann — þú lýgur síðan að sjálfum þér eða öðrum- en samtalið gefur þér færi á að segja hann. Þú lest um auðmýkt — og samt hugsar þú strax og einhver leiðréttir þig: „Hann hefur rangt fyrir sér.“ Þú lest um tengsl — og daginn eftir lætur þú eins og þér líði vel, svo enginn sjái sprungurnar. Þú lest um þakklæti — og kvartar svo yfir veðrinu, kaffinu og fólkinu á leiðinni heim. Þú lest um mikilvægi tengsla — en hefur ekki eyrð til að hlusta á barnið þitt segja sögu sína. Þú lest um kærleikann — en ert með lista af fólki sem „á hann ekki skilið“. Þú lest um sjálfsást — og talar samt við þig eins og óvin. Þú lest um vinsemd — og gnístir tönnum yfir saklausri athugasemd. Við köllum þetta eðlilegt, sláum á létta strengi, klöppum okkur á bakið og hugsum: „Það er ekkert að. Allir gera þetta.“ Einar Jónsson: Heimskan (1916) – hún situr á hauskúpunni, reist af réttlætingu og sjálfsblekkingu. Ef þú ert fastur í viðjum vanans, sérðu ekki tenginguna. Þú sèrð hana kannski en vaninn á sviðið. Bergmálið situr eftir í höfðinu og nær aldrei inn í lífið þitt. Stundum birtist vaninn í annarri mynd. Í stað þess að snúa inn á við, snýrðu út á við. Þú tekur innsýnina og beinir henni að heiminum. Þú segir skoðun þína um það sem þér líkar ekki. Þú dæmir „ranglætið“ og skort á innsýn í öðrum. Og svo, nokkrum klukkustundum síðar, gerir þú sjálfur nákvæmlega það sem þú fordæmdir. Afþví þú tekur ekki eftir því - eða þú tekur eftir því en segir við sjálfan þig: Þetta er ekki það sama, þarna er stigsmunur. Þannig birtist spegillinn: vaninn er ennþá við stjórnvölinn og sjálfsblekkingin heldur þér föstum. Dómar og yfirlýsingar eru bergmál sundraðrar visku. Og stundum klæðir dómurinn sig upp sem hugrekki eða sem prins í ímynduðu landi. Þú fordæmir einhvern — forsætisráðherra, fræðimann, forseta, glæpamann, öryrkja, athafnamann eða moldríkan mann. Þér finnst gott að standa á sviði og lýsa yfir að þú samþykkir ekki gjörðir þeirra eða afleitar hugmyndir þeirra og hvernig þeir haga sér. Þú gerir jafnvel gys að þeim vegna þess að það örvar þig — hetjulegt skot af hugrekki. En það er aðeins tálsýn. Undir sýningunni kraumar þörfin að vera heyrður og metinn. Þar sem löngunin að leiðrétta, útskýra eða standa með málstaðnum leggst yfir allt sjónarsviðið. Sannleikurinn er erfiðari: Þú sérð ranglætið í öðrum en sjaldan í sjálfum þér. Og þannig gengur þú áfram með hvíslandi tómarúm innra með þér : ég og hinir. Minn hópur og hinn hópurinn. En hljóminum var aldrei ætlað að aðskilja. Honum var ætlað að sameina. Ekki til að sanna að þú hafir rétt fyrir þér, heldur til að auka dýpt þína. Ekki til að ala á fordómum, heldur til að auka þroska. Þegar við þögnum og snúum athyglinni að eigin venjum, mistökum og stífni — þá fyrst getum við hafið samtalið sem við öll þráum. Ekki skoðanarifrildi. Ekki endalausan leik um sekt og sakleysi. Heldur samtal í anda sannleika og vaxtar. Því hljómurinn snýst aldrei um að sanna að þú hafir rétt fyrir þér. Hann snýst um að þú sért heill og búir í heimi sem er heill. Og í sama augnabliki og þú byrjar á sjálfum þér, fer tómarúmið ég og hinir, minn hópur og þinn hópur, að lokast. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum læknavísindum.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun