Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 12. september 2025 07:07 Þú lest viskuorð, og í eitt augnablik kviknar ljós innra með þér. Setning, hugsun, sannleikur — og þú finnur hann bergmála. Já. Þetta er fyrir mig - fyrir þetta stend ég - þetta er ég væri ég orð á blaði. En svo, tíu sekúndum síðar, er það horfið. Af hverju? Því hugurinn er þannig gerður að hann beinist samstundis að öðru. Hugurinn stöðvast ekki til að leyfa hljómnum að líða um líkaman þinn. Hann sveiflast áfram, safnar hugsunum, pælingum og áreiti. En hljómurinn - þetta Aha snérist aldrei bara um orð. Í honum er líf - fræ sem skýtur rótum í þér . - tækifæri sem þér gefst,. Og oft prófar lífið jarðveginn strax. Þú lest um umburðarlyndi — og daginn eftir pirrar einhver þig og þú hneggjar á kommentakerfinu. Þú lest um þolinmæði — blótsyrðin koma um leið og svínað er fyrir þig á Miklubrautinni - en umferðin gefur þér tækifæri til að þjálfa hana. Þú lest um sannleikann — þú lýgur síðan að sjálfum þér eða öðrum- en samtalið gefur þér færi á að segja hann. Þú lest um auðmýkt — og samt hugsar þú strax og einhver leiðréttir þig: „Hann hefur rangt fyrir sér.“ Þú lest um tengsl — og daginn eftir lætur þú eins og þér líði vel, svo enginn sjái sprungurnar. Þú lest um þakklæti — og kvartar svo yfir veðrinu, kaffinu og fólkinu á leiðinni heim. Þú lest um mikilvægi tengsla — en hefur ekki eyrð til að hlusta á barnið þitt segja sögu sína. Þú lest um kærleikann — en ert með lista af fólki sem „á hann ekki skilið“. Þú lest um sjálfsást — og talar samt við þig eins og óvin. Þú lest um vinsemd — og gnístir tönnum yfir saklausri athugasemd. Við köllum þetta eðlilegt, sláum á létta strengi, klöppum okkur á bakið og hugsum: „Það er ekkert að. Allir gera þetta.“ Einar Jónsson: Heimskan (1916) – hún situr á hauskúpunni, reist af réttlætingu og sjálfsblekkingu. Ef þú ert fastur í viðjum vanans, sérðu ekki tenginguna. Þú sèrð hana kannski en vaninn á sviðið. Bergmálið situr eftir í höfðinu og nær aldrei inn í lífið þitt. Stundum birtist vaninn í annarri mynd. Í stað þess að snúa inn á við, snýrðu út á við. Þú tekur innsýnina og beinir henni að heiminum. Þú segir skoðun þína um það sem þér líkar ekki. Þú dæmir „ranglætið“ og skort á innsýn í öðrum. Og svo, nokkrum klukkustundum síðar, gerir þú sjálfur nákvæmlega það sem þú fordæmdir. Afþví þú tekur ekki eftir því - eða þú tekur eftir því en segir við sjálfan þig: Þetta er ekki það sama, þarna er stigsmunur. Þannig birtist spegillinn: vaninn er ennþá við stjórnvölinn og sjálfsblekkingin heldur þér föstum. Dómar og yfirlýsingar eru bergmál sundraðrar visku. Og stundum klæðir dómurinn sig upp sem hugrekki eða sem prins í ímynduðu landi. Þú fordæmir einhvern — forsætisráðherra, fræðimann, forseta, glæpamann, öryrkja, athafnamann eða moldríkan mann. Þér finnst gott að standa á sviði og lýsa yfir að þú samþykkir ekki gjörðir þeirra eða afleitar hugmyndir þeirra og hvernig þeir haga sér. Þú gerir jafnvel gys að þeim vegna þess að það örvar þig — hetjulegt skot af hugrekki. En það er aðeins tálsýn. Undir sýningunni kraumar þörfin að vera heyrður og metinn. Þar sem löngunin að leiðrétta, útskýra eða standa með málstaðnum leggst yfir allt sjónarsviðið. Sannleikurinn er erfiðari: Þú sérð ranglætið í öðrum en sjaldan í sjálfum þér. Og þannig gengur þú áfram með hvíslandi tómarúm innra með þér : ég og hinir. Minn hópur og hinn hópurinn. En hljóminum var aldrei ætlað að aðskilja. Honum var ætlað að sameina. Ekki til að sanna að þú hafir rétt fyrir þér, heldur til að auka dýpt þína. Ekki til að ala á fordómum, heldur til að auka þroska. Þegar við þögnum og snúum athyglinni að eigin venjum, mistökum og stífni — þá fyrst getum við hafið samtalið sem við öll þráum. Ekki skoðanarifrildi. Ekki endalausan leik um sekt og sakleysi. Heldur samtal í anda sannleika og vaxtar. Því hljómurinn snýst aldrei um að sanna að þú hafir rétt fyrir þér. Hann snýst um að þú sért heill og búir í heimi sem er heill. Og í sama augnabliki og þú byrjar á sjálfum þér, fer tómarúmið ég og hinir, minn hópur og þinn hópur, að lokast. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Þú lest viskuorð, og í eitt augnablik kviknar ljós innra með þér. Setning, hugsun, sannleikur — og þú finnur hann bergmála. Já. Þetta er fyrir mig - fyrir þetta stend ég - þetta er ég væri ég orð á blaði. En svo, tíu sekúndum síðar, er það horfið. Af hverju? Því hugurinn er þannig gerður að hann beinist samstundis að öðru. Hugurinn stöðvast ekki til að leyfa hljómnum að líða um líkaman þinn. Hann sveiflast áfram, safnar hugsunum, pælingum og áreiti. En hljómurinn - þetta Aha snérist aldrei bara um orð. Í honum er líf - fræ sem skýtur rótum í þér . - tækifæri sem þér gefst,. Og oft prófar lífið jarðveginn strax. Þú lest um umburðarlyndi — og daginn eftir pirrar einhver þig og þú hneggjar á kommentakerfinu. Þú lest um þolinmæði — blótsyrðin koma um leið og svínað er fyrir þig á Miklubrautinni - en umferðin gefur þér tækifæri til að þjálfa hana. Þú lest um sannleikann — þú lýgur síðan að sjálfum þér eða öðrum- en samtalið gefur þér færi á að segja hann. Þú lest um auðmýkt — og samt hugsar þú strax og einhver leiðréttir þig: „Hann hefur rangt fyrir sér.“ Þú lest um tengsl — og daginn eftir lætur þú eins og þér líði vel, svo enginn sjái sprungurnar. Þú lest um þakklæti — og kvartar svo yfir veðrinu, kaffinu og fólkinu á leiðinni heim. Þú lest um mikilvægi tengsla — en hefur ekki eyrð til að hlusta á barnið þitt segja sögu sína. Þú lest um kærleikann — en ert með lista af fólki sem „á hann ekki skilið“. Þú lest um sjálfsást — og talar samt við þig eins og óvin. Þú lest um vinsemd — og gnístir tönnum yfir saklausri athugasemd. Við köllum þetta eðlilegt, sláum á létta strengi, klöppum okkur á bakið og hugsum: „Það er ekkert að. Allir gera þetta.“ Einar Jónsson: Heimskan (1916) – hún situr á hauskúpunni, reist af réttlætingu og sjálfsblekkingu. Ef þú ert fastur í viðjum vanans, sérðu ekki tenginguna. Þú sèrð hana kannski en vaninn á sviðið. Bergmálið situr eftir í höfðinu og nær aldrei inn í lífið þitt. Stundum birtist vaninn í annarri mynd. Í stað þess að snúa inn á við, snýrðu út á við. Þú tekur innsýnina og beinir henni að heiminum. Þú segir skoðun þína um það sem þér líkar ekki. Þú dæmir „ranglætið“ og skort á innsýn í öðrum. Og svo, nokkrum klukkustundum síðar, gerir þú sjálfur nákvæmlega það sem þú fordæmdir. Afþví þú tekur ekki eftir því - eða þú tekur eftir því en segir við sjálfan þig: Þetta er ekki það sama, þarna er stigsmunur. Þannig birtist spegillinn: vaninn er ennþá við stjórnvölinn og sjálfsblekkingin heldur þér föstum. Dómar og yfirlýsingar eru bergmál sundraðrar visku. Og stundum klæðir dómurinn sig upp sem hugrekki eða sem prins í ímynduðu landi. Þú fordæmir einhvern — forsætisráðherra, fræðimann, forseta, glæpamann, öryrkja, athafnamann eða moldríkan mann. Þér finnst gott að standa á sviði og lýsa yfir að þú samþykkir ekki gjörðir þeirra eða afleitar hugmyndir þeirra og hvernig þeir haga sér. Þú gerir jafnvel gys að þeim vegna þess að það örvar þig — hetjulegt skot af hugrekki. En það er aðeins tálsýn. Undir sýningunni kraumar þörfin að vera heyrður og metinn. Þar sem löngunin að leiðrétta, útskýra eða standa með málstaðnum leggst yfir allt sjónarsviðið. Sannleikurinn er erfiðari: Þú sérð ranglætið í öðrum en sjaldan í sjálfum þér. Og þannig gengur þú áfram með hvíslandi tómarúm innra með þér : ég og hinir. Minn hópur og hinn hópurinn. En hljóminum var aldrei ætlað að aðskilja. Honum var ætlað að sameina. Ekki til að sanna að þú hafir rétt fyrir þér, heldur til að auka dýpt þína. Ekki til að ala á fordómum, heldur til að auka þroska. Þegar við þögnum og snúum athyglinni að eigin venjum, mistökum og stífni — þá fyrst getum við hafið samtalið sem við öll þráum. Ekki skoðanarifrildi. Ekki endalausan leik um sekt og sakleysi. Heldur samtal í anda sannleika og vaxtar. Því hljómurinn snýst aldrei um að sanna að þú hafir rétt fyrir þér. Hann snýst um að þú sért heill og búir í heimi sem er heill. Og í sama augnabliki og þú byrjar á sjálfum þér, fer tómarúmið ég og hinir, minn hópur og þinn hópur, að lokast. Höfundur er heildrænn ráðgjafi og meistaranemi í heildrænum læknavísindum.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun