Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar 12. september 2025 08:33 Neysluvatn, hitaveita, rafmagn og fráveita eru lífsnauðsynlegir innviðir. Þetta eru grunnstoðir samfélagsins, forsenda öryggis, heilsu, atvinnuuppbyggingar og lífsgæða. Fyrirtækin sem bera ábyrgð á orkuöflun og á kerfunum sem dreifa þessum lífsgæðum til fólks standa of oft frammi fyrir hindrunum sem seinka nauðsynlegum framkvæmdum. Það er sameiginleg ábyrgð okkar að tryggja öllum gott aðgengi að lífsnauðsynlegum innviðum og til þess þarf regluverkið að styðja hraðar við nauðsynlegar lausnir. Einfaldara og skilvirkara kerfi Eins og staðan er í dag eru leyfisveitingar og skipulagsferlar einfaldlega of flóknir og dragast oft á langinn. Brýn verkefni sitja oft föst í biðröðum jafnvel árum saman, án þess að það auki gæði né öryggi. Það skilar sér í hærri kostnaði fyrir samfélagið, hægari orkuskiptum og seinkun á framkvæmdum. Mikilvægt er að horfa ekki aðeins til aukinnar orkuvinnslu – hvort sem um ræðir raforku eða varma – heldur einnig til þeirra innviða sem flytja og dreifa orkunni til heimila og atvinnulífs svo hún komist á leiðarenda. Til að vernda og byggja upp Ómissandi innviðir þurfa að fá sérferli til að vernda og byggja upp. Þetta snýst ekki aðeins um nýja orkukosti eða nýframkæmdir. Núverandi innviðir þurfa líka að njóta forgangs í vernd og viðnámsþrótti. Við þurfum að tryggja að hægt sé að hita heimilin, kveikja ljósin og drekka vatnið úr krönunum, hvort sem það er í nýjum hverfum eða eldri húsum. Það þarf að skapa skýrt ferli til að tryggja forvarnir, viðhald og styrkingu á þeim kerfum sem samfélagið þegar byggir á – svo þau standist bæði náttúruvá, skemmdarverk, slys eða aðrar áhættur. Hér má nefna verndun kalda vatnsins okkar, að tryggja að við getum virkjað heitt vatn án áralangra samninga við landeigendur og sveitarfélög. Jafnframt þarf að tryggja athafnasvæði fyrir núverandi auðlindir eins og borholur innan hins byggða umhverfis. Þetta getur líka átt við svæði fyrir lagnir og tengirými á höfuðborgarsvæðinu. Veitur og Samorka hafa þrýst á stjórnvöld til að tryggja enn frekar hagsmuni ómissandi innviða en í kjölfar eldanna á Reykjanesskaga sjáum við að við verðum að gera enn betur. Lærum af öðrum Nágrannalönd okkar hafa þegar sýnt fram á að þetta er hægt. Þýskaland hefur stytt leyfisferla fyrir jarðhita, Danmörk hefur komið á einfaldara leyfiskerfi fyrir vindorku, Noregur hefur hraðað uppbyggingu dreifikerfa fyrir rafbílavæðingu og Holland hefur sett á fót sérstakt hraðferli fyrir flutningskerfi raforku. Og svipuð þróun sést víðar í kringum okkur. Í Bandaríkjunum hefur hraðari afgreiðsla stórra innviðaverkefna með samhæfingu stofnana og skýrum tímaramma verið innleidd. Í Nýja Sjálandi hefur löggjöf einfaldað ferla fyrir þjóðhagslega mikilvæg verkefni og eignanámsferli. Og í Kaliforníu er gervigreind nýtt til að hraða byggingarleyfum og auka viðnámsþrótt í kjölfar náttúruvár. Þetta snýst um okkur öll Regluverk þarf ekki að vera hindrun heldur gæti það verið stuðningur. Það þarf að tryggja gæði, öryggi og gagnsæi – en jafnframt að skapa skilvirkt umhverfi þar sem innviðaverkefni sem varða öryggi og lífsgæði njóta forgangs. Með einfaldari skipulags- og leyfisferlum, skýrum ferlum fyrir viðhald og vernd, samræmdum reglum og skýrum tímaramma er hægt að tryggja að verkefnin sem skipta mestu máli fari hratt í framkvæmd. Þetta er ekki einkamál veitu- og orkufyrirtækja, heldur lífsgæðamál fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastýra Veitna og stjórnarformaður Samorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Sólrún Kristjánsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Neysluvatn, hitaveita, rafmagn og fráveita eru lífsnauðsynlegir innviðir. Þetta eru grunnstoðir samfélagsins, forsenda öryggis, heilsu, atvinnuuppbyggingar og lífsgæða. Fyrirtækin sem bera ábyrgð á orkuöflun og á kerfunum sem dreifa þessum lífsgæðum til fólks standa of oft frammi fyrir hindrunum sem seinka nauðsynlegum framkvæmdum. Það er sameiginleg ábyrgð okkar að tryggja öllum gott aðgengi að lífsnauðsynlegum innviðum og til þess þarf regluverkið að styðja hraðar við nauðsynlegar lausnir. Einfaldara og skilvirkara kerfi Eins og staðan er í dag eru leyfisveitingar og skipulagsferlar einfaldlega of flóknir og dragast oft á langinn. Brýn verkefni sitja oft föst í biðröðum jafnvel árum saman, án þess að það auki gæði né öryggi. Það skilar sér í hærri kostnaði fyrir samfélagið, hægari orkuskiptum og seinkun á framkvæmdum. Mikilvægt er að horfa ekki aðeins til aukinnar orkuvinnslu – hvort sem um ræðir raforku eða varma – heldur einnig til þeirra innviða sem flytja og dreifa orkunni til heimila og atvinnulífs svo hún komist á leiðarenda. Til að vernda og byggja upp Ómissandi innviðir þurfa að fá sérferli til að vernda og byggja upp. Þetta snýst ekki aðeins um nýja orkukosti eða nýframkæmdir. Núverandi innviðir þurfa líka að njóta forgangs í vernd og viðnámsþrótti. Við þurfum að tryggja að hægt sé að hita heimilin, kveikja ljósin og drekka vatnið úr krönunum, hvort sem það er í nýjum hverfum eða eldri húsum. Það þarf að skapa skýrt ferli til að tryggja forvarnir, viðhald og styrkingu á þeim kerfum sem samfélagið þegar byggir á – svo þau standist bæði náttúruvá, skemmdarverk, slys eða aðrar áhættur. Hér má nefna verndun kalda vatnsins okkar, að tryggja að við getum virkjað heitt vatn án áralangra samninga við landeigendur og sveitarfélög. Jafnframt þarf að tryggja athafnasvæði fyrir núverandi auðlindir eins og borholur innan hins byggða umhverfis. Þetta getur líka átt við svæði fyrir lagnir og tengirými á höfuðborgarsvæðinu. Veitur og Samorka hafa þrýst á stjórnvöld til að tryggja enn frekar hagsmuni ómissandi innviða en í kjölfar eldanna á Reykjanesskaga sjáum við að við verðum að gera enn betur. Lærum af öðrum Nágrannalönd okkar hafa þegar sýnt fram á að þetta er hægt. Þýskaland hefur stytt leyfisferla fyrir jarðhita, Danmörk hefur komið á einfaldara leyfiskerfi fyrir vindorku, Noregur hefur hraðað uppbyggingu dreifikerfa fyrir rafbílavæðingu og Holland hefur sett á fót sérstakt hraðferli fyrir flutningskerfi raforku. Og svipuð þróun sést víðar í kringum okkur. Í Bandaríkjunum hefur hraðari afgreiðsla stórra innviðaverkefna með samhæfingu stofnana og skýrum tímaramma verið innleidd. Í Nýja Sjálandi hefur löggjöf einfaldað ferla fyrir þjóðhagslega mikilvæg verkefni og eignanámsferli. Og í Kaliforníu er gervigreind nýtt til að hraða byggingarleyfum og auka viðnámsþrótt í kjölfar náttúruvár. Þetta snýst um okkur öll Regluverk þarf ekki að vera hindrun heldur gæti það verið stuðningur. Það þarf að tryggja gæði, öryggi og gagnsæi – en jafnframt að skapa skilvirkt umhverfi þar sem innviðaverkefni sem varða öryggi og lífsgæði njóta forgangs. Með einfaldari skipulags- og leyfisferlum, skýrum ferlum fyrir viðhald og vernd, samræmdum reglum og skýrum tímaramma er hægt að tryggja að verkefnin sem skipta mestu máli fari hratt í framkvæmd. Þetta er ekki einkamál veitu- og orkufyrirtækja, heldur lífsgæðamál fyrir okkur öll. Höfundur er framkvæmdastýra Veitna og stjórnarformaður Samorku.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun