Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifa 12. september 2025 15:30 Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram. Við berum öll ábyrgð Stjórnvöld, atvinnulífið, stjórnmálaflokkarnir og við öll berum þar ábyrgð og verðum að huga að því hvað við getum gert til að tryggja okkar öryggi. Einn helsti styrkur okkar góða samfélags hefur alltaf verið traustið og samstaðan sem ríkir þegar á reynir. Hér leggja allir sitt af mörkum á jafnræðisgrundvelli. Við þurfum að leggja rækt við þennan styrk og hlúa að honum, því það er ekki hægt að ganga að honum sem vísum, eins og við sjáum því miður alltof víða í löndunum í kringum okkur. Samstarf um öryggi Á sama tíma þurfum við að efla skipulagið og umgjörðina; hvernig við aukum öryggi samfélagsins gagnvart þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, bæði hér heima og í nánu samstarfi við vinaþjóðir okkar. Ríkisstjórnin hefur þegar ráðist í aðgerðir til að styrkja innviði, löggæslu og landhelgisgæslu, efla eftirlit og bæta varnir. Við munum halda áfram á þessari vegferð. Þar er unnið þvert á stjórnsýsluna og við leggjum áherslu á að fá sem flesta að borðinu. Ný skýrsla þingmannahóps um varnar- og öryggismál er mikilvægt innlegg í þessa vinnu og verður grunnurinn að nýrri varnar- og öryggisstefnu, sem vonandi næst breið sátt um. Öryggi allra er í kjarna stefnu Viðreisnar en við erum ekki ein með þá hugsjón heldur njótum við þess að það ríkir breið samstaða um að hlúa að öryggi, vörnum og áfallaþoli samfélagsins okkar. Aukið áfallaþol Við höfum skapað okkur öflugt og traust almannavarnakerfi, en grundvöllur þess er áfallaþolið samfélag þar sem öll svið samfélagsins eru í stakk búin til að takast á við fjölbreyttar áskoranir. Frumvarp til nýrra heildarlaga um almannavarnir verður lagt fram á komandi þingi en það tekur mið af þeim áskorunum sem almannavarnarkerfið hefur þolað síðastliðin ár og leggur áherslu á vægi fyrirbyggjandi aðgerða til þess að auka getu samfélagsins til að bregðast við hvers kyns áföllum. Samhliða þessa er unnið að úttekt á því hvernig styrkja megi áfallaþol samfélagsins. Það er mikilvægt að við sjáum til þess að grunnstoðir okkar, t.d. orkukerfin, almannaþjónusta, birgðakeðjur, fjarskipti og samgöngur, geti staðið af sér alvarlegar áskoranir og áföll. Sterkari saman Við munum áfram leggja ríka áherslu á að stofnanir og viðbragðsaðilar vinni þétt saman að þessu umfangsmikla verkefni, en árangurinn mun byggjast á samstöðu okkar allra: stjórnmála, atvinnulífs og almennings. Með samstilltu átaki verður Ísland öruggara og sterkara til framtíðar. Höfundar eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram. Við berum öll ábyrgð Stjórnvöld, atvinnulífið, stjórnmálaflokkarnir og við öll berum þar ábyrgð og verðum að huga að því hvað við getum gert til að tryggja okkar öryggi. Einn helsti styrkur okkar góða samfélags hefur alltaf verið traustið og samstaðan sem ríkir þegar á reynir. Hér leggja allir sitt af mörkum á jafnræðisgrundvelli. Við þurfum að leggja rækt við þennan styrk og hlúa að honum, því það er ekki hægt að ganga að honum sem vísum, eins og við sjáum því miður alltof víða í löndunum í kringum okkur. Samstarf um öryggi Á sama tíma þurfum við að efla skipulagið og umgjörðina; hvernig við aukum öryggi samfélagsins gagnvart þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, bæði hér heima og í nánu samstarfi við vinaþjóðir okkar. Ríkisstjórnin hefur þegar ráðist í aðgerðir til að styrkja innviði, löggæslu og landhelgisgæslu, efla eftirlit og bæta varnir. Við munum halda áfram á þessari vegferð. Þar er unnið þvert á stjórnsýsluna og við leggjum áherslu á að fá sem flesta að borðinu. Ný skýrsla þingmannahóps um varnar- og öryggismál er mikilvægt innlegg í þessa vinnu og verður grunnurinn að nýrri varnar- og öryggisstefnu, sem vonandi næst breið sátt um. Öryggi allra er í kjarna stefnu Viðreisnar en við erum ekki ein með þá hugsjón heldur njótum við þess að það ríkir breið samstaða um að hlúa að öryggi, vörnum og áfallaþoli samfélagsins okkar. Aukið áfallaþol Við höfum skapað okkur öflugt og traust almannavarnakerfi, en grundvöllur þess er áfallaþolið samfélag þar sem öll svið samfélagsins eru í stakk búin til að takast á við fjölbreyttar áskoranir. Frumvarp til nýrra heildarlaga um almannavarnir verður lagt fram á komandi þingi en það tekur mið af þeim áskorunum sem almannavarnarkerfið hefur þolað síðastliðin ár og leggur áherslu á vægi fyrirbyggjandi aðgerða til þess að auka getu samfélagsins til að bregðast við hvers kyns áföllum. Samhliða þessa er unnið að úttekt á því hvernig styrkja megi áfallaþol samfélagsins. Það er mikilvægt að við sjáum til þess að grunnstoðir okkar, t.d. orkukerfin, almannaþjónusta, birgðakeðjur, fjarskipti og samgöngur, geti staðið af sér alvarlegar áskoranir og áföll. Sterkari saman Við munum áfram leggja ríka áherslu á að stofnanir og viðbragðsaðilar vinni þétt saman að þessu umfangsmikla verkefni, en árangurinn mun byggjast á samstöðu okkar allra: stjórnmála, atvinnulífs og almennings. Með samstilltu átaki verður Ísland öruggara og sterkara til framtíðar. Höfundar eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun