Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 14. september 2025 20:29 Fannar Jónasson var andlit Grindavíkur í gegnum hamfarirnar. Vísir/Einar Fannar Jónasson stígur upp úr bæjarstjórastóli Grindavíkur eftir þetta kjörtímabil. Hann hefur gegnt þessu embætti í næstum áratug eða síðan í ársbyrjun 2017 og verið andlit bæjarins á óvissu- og erfiðleikatímum. Fannar er landanum vel kunnur enda hefur hann ekki ósjaldan prýtt sjónvarps-, tölvu- og símaskjái undanfarin ár. Hann var einnig kjörinn maður ársins 2023 af lesendum Vísis. Hann verður 68 ára gamall þegar gengið verður til næstu sveitarstjórnakosninga í vetur og segir það góðan tímapunkt til að segja skilið við sveitarstjórnarmálin. Þessu greinir hann frá í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir. Fannar er fæddur í Reykjavík en ólst upp á Hellu þar sem hann bjó lengst af. Hann sótti um starf bæjarstjóra í Grindavík eftir að Hrafnhildur eiginkona hans sá það auglýst. Í kjölfarið settist fjölskyldan að í bænum. Hann var síðan endurráðinn í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna 2018. Eðlilega var stórum hluta viðtalsins varið í að ræða jarðhræringarnar. Í viðtalinu rifjaði hann upp atburðarásina daginn örlagaríka 10. nóvember þegar Grindavík var fyrst rýmd. „Mín staða og okkar hjóna var mun betri en margra Grindvíkinga. Við héldum bæði atvinnu okkar og komumst strax í öruggt skjól, vorum ekki með ung börn o.s.frv. svo ég líki ekki okkar aðstæðum við það sem margir aðrir bjuggu við. Það var einfaldlega ekkert annað í boði en að takast á við stöðuna eins og hún var orðin, en það hefði verið óhugsandi án hins öfluga stuðnings ríkisins, sveitarfélaganna í landinu og ekki síst Reykjavíkurborgar. Strax á laugardeginum var Dagur B Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, búinn að opna faðm Reykjavíkurborgar og dyr ráðhússins og þangað vorum við komin inn í fullbúið skrifstofurými fyrir alla stjórnsýslu Grindavíkurbæjar á öðrum virkum degi eftir rýmingu. Við Grindvíkingar vorum gripin í þetta mikla öryggisnet og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur,“ segir hann. Fannar segir miklar áskoranir framundan fyrir arftaka sinn og bæjrastjórn að endurreisa Grindavík. „Tækifærin í ferðaþjónustu voru svo sannarlega fyrir hendi fyrir hamfarir, hvað þá núna og er ég sannfærður um að þegar uppbygging hefst af krafti, að þá verði Grindavík fljót að ná vopnum sínum og trúi og vona að sem flestir Grindvíkingar snúi heim að nýju,“ segir Fannar í samtali við Víkurfréttir. Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tímamót Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Fannar er landanum vel kunnur enda hefur hann ekki ósjaldan prýtt sjónvarps-, tölvu- og símaskjái undanfarin ár. Hann var einnig kjörinn maður ársins 2023 af lesendum Vísis. Hann verður 68 ára gamall þegar gengið verður til næstu sveitarstjórnakosninga í vetur og segir það góðan tímapunkt til að segja skilið við sveitarstjórnarmálin. Þessu greinir hann frá í ítarlegu viðtali við Víkurfréttir. Fannar er fæddur í Reykjavík en ólst upp á Hellu þar sem hann bjó lengst af. Hann sótti um starf bæjarstjóra í Grindavík eftir að Hrafnhildur eiginkona hans sá það auglýst. Í kjölfarið settist fjölskyldan að í bænum. Hann var síðan endurráðinn í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna 2018. Eðlilega var stórum hluta viðtalsins varið í að ræða jarðhræringarnar. Í viðtalinu rifjaði hann upp atburðarásina daginn örlagaríka 10. nóvember þegar Grindavík var fyrst rýmd. „Mín staða og okkar hjóna var mun betri en margra Grindvíkinga. Við héldum bæði atvinnu okkar og komumst strax í öruggt skjól, vorum ekki með ung börn o.s.frv. svo ég líki ekki okkar aðstæðum við það sem margir aðrir bjuggu við. Það var einfaldlega ekkert annað í boði en að takast á við stöðuna eins og hún var orðin, en það hefði verið óhugsandi án hins öfluga stuðnings ríkisins, sveitarfélaganna í landinu og ekki síst Reykjavíkurborgar. Strax á laugardeginum var Dagur B Eggertsson, þáverandi borgarstjóri, búinn að opna faðm Reykjavíkurborgar og dyr ráðhússins og þangað vorum við komin inn í fullbúið skrifstofurými fyrir alla stjórnsýslu Grindavíkurbæjar á öðrum virkum degi eftir rýmingu. Við Grindvíkingar vorum gripin í þetta mikla öryggisnet og fyrir það verð ég ævinlega þakklátur,“ segir hann. Fannar segir miklar áskoranir framundan fyrir arftaka sinn og bæjrastjórn að endurreisa Grindavík. „Tækifærin í ferðaþjónustu voru svo sannarlega fyrir hendi fyrir hamfarir, hvað þá núna og er ég sannfærður um að þegar uppbygging hefst af krafti, að þá verði Grindavík fljót að ná vopnum sínum og trúi og vona að sem flestir Grindvíkingar snúi heim að nýju,“ segir Fannar í samtali við Víkurfréttir.
Grindavík Sveitarstjórnarmál Eldgos og jarðhræringar Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tímamót Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira