Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Kjartan Kjartansson skrifar 16. september 2025 09:17 Sveitarstjórnarfólk í Skorradalshreppi kærði ákvarðanir Þjóðskrár um skráningu fólks í hreppinn í aðdraganda íbúakosninga um sameiningu við Borgarbyggð. Vísir/Vilhelm Þrettán manns sem sveitarstjórnarmenn í Skorradalshreppi töldu hafa skráð sig til heimilis þar til að hafa áhrif á íbúakosningu um sameiningu við Borgarbyggð fá að vera á kjörskrá samkvæmt úrskurði innviðaráðuneytisins. Þremur öðrum var synjað um skráningu. Íbúakosning stendur nú yfir um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepp en henni lýkur 20. september. Sveitarstjórnarmenn í Skorradalshreppi hafa haldið því fram að íbúum í hreppnum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna og að um kerfisbundna aðgerð til þess að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna væri að ræða. Lögregla tók hús af fólki fyrir Þjóðskrá til þess að staðfesta búsetu þess í sveitarfélaginu. Sveitarstjórnarfólkið krafðist þess að Þjóðskrá felldi þrettán einstaklinga af kjörskrá vegna þessara grunsemda um að þeir hefðu fasta búsetu annars staðar. Hætta væri á að vald íbúa Skorradalshrepps til þess að ráða eigin málum yrði tekið af þeim með sviksamlegum hætti ef ekkert yrði að gert. Sextíu og fimm manns voru skráðir búsettir í Skorradalshreppi 1. janúar samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þjóðskrá hafnaði kröfunni og staðfesti innviðaráðuneytið þá ákvörðun með úrskurði í gær. Heimildir Þjóðskrár til þess að breyta lögheimilisskráningu að eigin frumkvæði væru takmarkaðar. Ekki væru lagaskilyrði til staðar til að Þjóðskrá gæti leiðrétt kjörskrá eingöngu á grundvelli þess að kjósandi uppfyllti ekki skilyrði laga um lögheimili og aðsetur að fólk hefði fasta búsetu á skráðu lögheimili. Þremur hafnað um skráningu Hins vegar féllst ráðuneytið á kröfu sveitarstjórnarfólksins um að ákvörðun Þjóðskrár um að bæta tveimur einstaklingum, sem virðast búa saman, við kjörskrána yrði felld úr gildi. Ástæðan var sú að fólkið skráði lögheimili sitt í Skorradalshrepp eftir viðmiðunardag kjörskrárinnar. Í umsögn sem var send ráðuneytinu sagðist annar einstaklingurinn fæddur og uppalinn í Skorradal. Lögheimili hans hefði verið í hreppnum nær alla hans ævi en hann ferðaðist þó mikil vegna vinnu sinnar. Lögregla hefði verið send heim til þeirra og þau beðin um að staðfesta hver þau væru með skilríkjum. Í kjölfarið hefði Þjóðskrá fellt niður rannsókn á skráningu þeirra. Hafnaði íbúinn því að þau væru hluti af kerfisbundnum aðgerðum til þess að hafa áhrif á kosningarnar. Sakaði hann sveitarstjórnarfólkið um að reyna að hafa áhrif á kjörskrá út frá stjórnmálaskoðunum manna, raunverulegum eða ætluðum. Innviðaráðuneytið hafnaði einnig kröfu námsmanns sem er búsettur erlendis um að vera skráður á kjörskrá í Skorradalshreppi. Borgarbyggð Skorradalshreppur Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira
Íbúakosning stendur nú yfir um sameiningu Borgarbyggðar og Skorradalshrepp en henni lýkur 20. september. Sveitarstjórnarmenn í Skorradalshreppi hafa haldið því fram að íbúum í hreppnum hafi fjölgað í aðdraganda kosninganna og að um kerfisbundna aðgerð til þess að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna væri að ræða. Lögregla tók hús af fólki fyrir Þjóðskrá til þess að staðfesta búsetu þess í sveitarfélaginu. Sveitarstjórnarfólkið krafðist þess að Þjóðskrá felldi þrettán einstaklinga af kjörskrá vegna þessara grunsemda um að þeir hefðu fasta búsetu annars staðar. Hætta væri á að vald íbúa Skorradalshrepps til þess að ráða eigin málum yrði tekið af þeim með sviksamlegum hætti ef ekkert yrði að gert. Sextíu og fimm manns voru skráðir búsettir í Skorradalshreppi 1. janúar samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þjóðskrá hafnaði kröfunni og staðfesti innviðaráðuneytið þá ákvörðun með úrskurði í gær. Heimildir Þjóðskrár til þess að breyta lögheimilisskráningu að eigin frumkvæði væru takmarkaðar. Ekki væru lagaskilyrði til staðar til að Þjóðskrá gæti leiðrétt kjörskrá eingöngu á grundvelli þess að kjósandi uppfyllti ekki skilyrði laga um lögheimili og aðsetur að fólk hefði fasta búsetu á skráðu lögheimili. Þremur hafnað um skráningu Hins vegar féllst ráðuneytið á kröfu sveitarstjórnarfólksins um að ákvörðun Þjóðskrár um að bæta tveimur einstaklingum, sem virðast búa saman, við kjörskrána yrði felld úr gildi. Ástæðan var sú að fólkið skráði lögheimili sitt í Skorradalshrepp eftir viðmiðunardag kjörskrárinnar. Í umsögn sem var send ráðuneytinu sagðist annar einstaklingurinn fæddur og uppalinn í Skorradal. Lögheimili hans hefði verið í hreppnum nær alla hans ævi en hann ferðaðist þó mikil vegna vinnu sinnar. Lögregla hefði verið send heim til þeirra og þau beðin um að staðfesta hver þau væru með skilríkjum. Í kjölfarið hefði Þjóðskrá fellt niður rannsókn á skráningu þeirra. Hafnaði íbúinn því að þau væru hluti af kerfisbundnum aðgerðum til þess að hafa áhrif á kosningarnar. Sakaði hann sveitarstjórnarfólkið um að reyna að hafa áhrif á kjörskrá út frá stjórnmálaskoðunum manna, raunverulegum eða ætluðum. Innviðaráðuneytið hafnaði einnig kröfu námsmanns sem er búsettur erlendis um að vera skráður á kjörskrá í Skorradalshreppi.
Borgarbyggð Skorradalshreppur Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Sjá meira