Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. september 2025 22:13 Benedikt Már er grunnskólanemandi frá Akureyri. Vísir/Samsett Nemandi í 10. bekk í Lundarskóla mótmælir nýju fyrirkomulagi skólans í kosningum til nemendaráðs. Hann segir kosningarnar tækifæri til að kenna grunnskólanemum mikilvægi atkvæða þeirra. „Á mánudaginn næstkomandi, 23. september, stendur Lundarskóli frammi fyrir mikilli breytingu á því hvernig fulltrúar í nemendaráði eru valdir. Í stað þess að nemendur í 7. - 10. bekk kjósi fulltrúa sína með lýðræðislegri kosningu innan bekkjar eins og hingað til hefur verið gert verður nú dregið um hverjir fá sæti,“ skrifar Benedikt Már Þorvaldsson, nemandi í 10. bekk í Lundarskóla á Akureyri, í skoðanagrein á Vísi. Benedikt segir rök skólastjórnenda vera að hætta sé á svokölluðum „vinsældarframboðum“ sem séu ekki sanngjörn gagnvart öðrum nemendum. Hann bendir hins vegar á að fulltrúi sem kjörinn er af meirihluta sé líklegri til að gæta hagsmuna nemendanna. Þá geti kosningarnar verið lærdómsríkar fyrir nemendurna, bæði fyrir þá sem sigra og tapa. „Þetta hefur verið bæði æfing í því að taka ábyrgð á framboði og tjá skoðanir opinberlega. Að tapa kosningu er jafn mikilvægur lærdómur og að vinna hana,“ segir hann. Einnig kenni kosningarnar nemendunum mikilvægi þess að greiða atkvæði. Án kosninganna geti nemendur upplifað að rödd þeirra hafi ekkert vægi þar sem þau fái ekki að segja til um hver eigi að gæta þeirra hagsmuna. Benedikt Már tekur fram að í aðalnámskrá grunnskóla segi að skólarnir eigi að undirbúa nemendur fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi og það sama komi fram í lögum um grunnskóla. Breytingin brjóti því gegn aðalnámskránni og lögunum. „Það að hafa svona kosningu í svo litlum hóp sýnir svo vel hvað þitt atkvæði skiptir miklu máli, en nú er sá lærdómur tekinn alveg út af borðinu.“ Grunnskólar Akureyri Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
„Á mánudaginn næstkomandi, 23. september, stendur Lundarskóli frammi fyrir mikilli breytingu á því hvernig fulltrúar í nemendaráði eru valdir. Í stað þess að nemendur í 7. - 10. bekk kjósi fulltrúa sína með lýðræðislegri kosningu innan bekkjar eins og hingað til hefur verið gert verður nú dregið um hverjir fá sæti,“ skrifar Benedikt Már Þorvaldsson, nemandi í 10. bekk í Lundarskóla á Akureyri, í skoðanagrein á Vísi. Benedikt segir rök skólastjórnenda vera að hætta sé á svokölluðum „vinsældarframboðum“ sem séu ekki sanngjörn gagnvart öðrum nemendum. Hann bendir hins vegar á að fulltrúi sem kjörinn er af meirihluta sé líklegri til að gæta hagsmuna nemendanna. Þá geti kosningarnar verið lærdómsríkar fyrir nemendurna, bæði fyrir þá sem sigra og tapa. „Þetta hefur verið bæði æfing í því að taka ábyrgð á framboði og tjá skoðanir opinberlega. Að tapa kosningu er jafn mikilvægur lærdómur og að vinna hana,“ segir hann. Einnig kenni kosningarnar nemendunum mikilvægi þess að greiða atkvæði. Án kosninganna geti nemendur upplifað að rödd þeirra hafi ekkert vægi þar sem þau fái ekki að segja til um hver eigi að gæta þeirra hagsmuna. Benedikt Már tekur fram að í aðalnámskrá grunnskóla segi að skólarnir eigi að undirbúa nemendur fyrir þátttöku í lýðræðissamfélagi og það sama komi fram í lögum um grunnskóla. Breytingin brjóti því gegn aðalnámskránni og lögunum. „Það að hafa svona kosningu í svo litlum hóp sýnir svo vel hvað þitt atkvæði skiptir miklu máli, en nú er sá lærdómur tekinn alveg út af borðinu.“
Grunnskólar Akureyri Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira