Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 18. september 2025 23:45 Morgan Ortgus er fulltrúi Bandaríkjanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. EPA Fulltrúar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna greiddu atkvæði í dag um hvort að ráðið skyldi krefjast vopnahlés á Gasaströndinni. Fulltrúi Bandaríkjanna beitti neitunarvaldi sínu í atkvæðagreiðslunni. Í öryggisráðinu eru alls fimmtán lönd, þar af tíu lönd sem eru skipuð á tveggja ára fresti. Fimm lönd eru hins vegar alltaf með sæti í ráðinu og hafa því neitunarvald en það eru Bandaríkin, Kína, Frakkland, Rússland og Bretland. Löndin tíu sem eru nú í ráðinu eru Alsír, Danmörk, Grikkland, Gvæjana, Pakistan, Panama, Suður-Kórea, Síerra Leóne, Slóvenía og Sómalía. Á fundi ráðsins í dag var kosið um hvort krafist yrði „tafarlauss, skilyrðislauss og varanlegs vopnahlés á Gasaströndinni.“ Áður en fulltrúarnir greiddu atkvæði sagði Morgan Ortagus, fulltrúi Bandaríkjanna, að atkvæði hennar fyrir hönd Bandaríkjanna „kæmi ekki á óvart.“ Ástæðan sé að í kröfunni komi ekki fram fordæming á gjörðum Hamas-samtakanna né viðurkenning á rétti Ísraela til að verja sig. „Þessi ályktun neitar að viðurkenna og leitast við að snúa aftur til misheppnaðs kerfis sem hefur gert Hamas kleift að auðga og styrkja sig á kostnað óbreyttra borgara í neyð,“ sagði Ortagus. Þetta er í sjötta skipti sem Bandaríkin beita neitunarvaldi sínu gegn kröfunni, síðast í júní. Þjóðarmorð og hungursneyð Það eru einungis tveir dagar síðan greint var frá því að rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að Ísraelsríki væri að fremja þjóðarmorð á Gasa. Það var í fyrsta skipti sem nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna viðurkenndi að um þjóðarmorð væri að ræða. Alvarlegt ástand er á Gasaströndinni en um miðjan ágústmánuð viðurkenndu Sameinuðu þjóðirnar að hungursneyð ríkti þar. Frá því að komist var að þeirri niðurstöðu hafa 154 dáið úr hungri, þar af fjórir á síðasta sólarhringnum. Þá hafa alls 98 verið drepnir af hermönnum Ísraelshers síðasta sólarhringinn og 385 særðir. Ísraelsher herjar nú á Gasa-borg en Ísraelsher opnaði flóttaleið í gærmorgun sem átti að vera íbúum borgarinnar opin í tvo sólarhringa. Að minnsta kosti 250 þúsund manns hafa flúið borgina. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Í öryggisráðinu eru alls fimmtán lönd, þar af tíu lönd sem eru skipuð á tveggja ára fresti. Fimm lönd eru hins vegar alltaf með sæti í ráðinu og hafa því neitunarvald en það eru Bandaríkin, Kína, Frakkland, Rússland og Bretland. Löndin tíu sem eru nú í ráðinu eru Alsír, Danmörk, Grikkland, Gvæjana, Pakistan, Panama, Suður-Kórea, Síerra Leóne, Slóvenía og Sómalía. Á fundi ráðsins í dag var kosið um hvort krafist yrði „tafarlauss, skilyrðislauss og varanlegs vopnahlés á Gasaströndinni.“ Áður en fulltrúarnir greiddu atkvæði sagði Morgan Ortagus, fulltrúi Bandaríkjanna, að atkvæði hennar fyrir hönd Bandaríkjanna „kæmi ekki á óvart.“ Ástæðan sé að í kröfunni komi ekki fram fordæming á gjörðum Hamas-samtakanna né viðurkenning á rétti Ísraela til að verja sig. „Þessi ályktun neitar að viðurkenna og leitast við að snúa aftur til misheppnaðs kerfis sem hefur gert Hamas kleift að auðga og styrkja sig á kostnað óbreyttra borgara í neyð,“ sagði Ortagus. Þetta er í sjötta skipti sem Bandaríkin beita neitunarvaldi sínu gegn kröfunni, síðast í júní. Þjóðarmorð og hungursneyð Það eru einungis tveir dagar síðan greint var frá því að rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna komst að þeirri niðurstöðu að Ísraelsríki væri að fremja þjóðarmorð á Gasa. Það var í fyrsta skipti sem nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna viðurkenndi að um þjóðarmorð væri að ræða. Alvarlegt ástand er á Gasaströndinni en um miðjan ágústmánuð viðurkenndu Sameinuðu þjóðirnar að hungursneyð ríkti þar. Frá því að komist var að þeirri niðurstöðu hafa 154 dáið úr hungri, þar af fjórir á síðasta sólarhringnum. Þá hafa alls 98 verið drepnir af hermönnum Ísraelshers síðasta sólarhringinn og 385 særðir. Ísraelsher herjar nú á Gasa-borg en Ísraelsher opnaði flóttaleið í gærmorgun sem átti að vera íbúum borgarinnar opin í tvo sólarhringa. Að minnsta kosti 250 þúsund manns hafa flúið borgina.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Bandaríkin Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna