Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar 19. september 2025 11:32 Flest öll viljum við að húsunum okkar, bílum og öðrum eignum sé vel við haldið og þau séu örugg og í góðu ásigkomulagi. Ætti þetta ekki að vera eins með mannvirki eins og vegakerfið okkar? Ættum við ekki að hafa metnað til að hafa vegina okkar góða og örugga? Vegurinn yfir Öxi hefur verið með allra versta móti það sem af er ári. Svo virðist sem metnaður Vegagerðar og samgönguyfirvalda sé enginn þegar kemur að viðhaldi á þessum fjölfarna vegi. Þessi 18 km vegarspotti fær ekki það viðhald sem hann þarf, til að halda honum góðum miðað við þá umferð sem orðin er, en nú í september þurfti að loka Axarvegi tímabundið af því að vegurinn var svo slæmur, holurnar svo djúpar og svo margar. Um leið og umferð var hleypt á aftur varð umferðin um Öxi aftur orðin meiri en um þjóðveg 1. Sumarumferð á Öxi hefur aldrei verið meiri en í ár en 19 daga í ágústmánuði var umferðin meiri á Öxi heldur en um þjóðveg 1, þrátt fyrir að vegurinn hafi verið afar slæmur vegna skorts á viðhaldi stóran hluta af júlí. Samkvæmt teljara Vegagerðarinnar var umferðin yfir Öxi í ágúst 711 bílar á dag samanborið við 693 um þjóðveg 1. Það liggur því ljóst fyrir hvaða leið vegarendur kjósa. Ástæðan er einföld. Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km og þar að auki er leiðin afskaplega falleg og útsýnið einstakt. Svo er það auðvitað orkusparandi að geta valið um styttri leiðina. Í samantekt Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi sem stofnunin gefur út árlega kemur fram að vegurinn yfir Öxi er sá vegur þar sem flest slys verða miðað við umferð á vegum í dreifbýli samkvæmt tölfræði frá Samgöngustofu og hefur vegurinn haft þennan vafasama heiður undanfarin ár. Þörfin fyrir góðan og öruggan veg yfir Öxi er svo sannarlega til staðar, vilji íbúanna er skýr, árið er 2025 og við eigum að geta gert betur. Heimastjórn Djúpavogs bókaði eftirfarandi um Axarveg á fundi þann 4. september s.l.: „Heimastjórn vill árétta fyrri bókanir um miklvægi Axarvegar og að það sé nauðsynlegt að ráðist verði í framkvæmdir á heilsársvegi nú þegar. Umferð úm Axarveg frá áramótum til ágústloka er nálgt 80 þúsund bílum þrátt fyrir að lítil sem engin vetrarþjónusta hafi verið á tímabilinu janúar til apríl. umferðarþynsti dagurinn taldi 880 bíla. Meðalumferð frá 1. júní til 24. ágúst var 623 bílar. Aukning á umferð um Öxi á tveimur árum er yfir 35% Marga daga er umferð um Öxi meiri en um þjóðveg 1 við Streitishvarf. Heimastjórn sýnist það einsýnt að öllu lengur sé ekki hægt að bíða eftir framkvæmdum vegna síaukinnar umferðar og það sé ljóst að mjór og illa viðhaldinn malarvegur dugi ekki til að anna þessari umferð. Einnig vill heimastjórn árétta að viðhald sé í lágmarki og því vegurinn oft á köflum holóttur og erfiður yfirferðar, en þrátt fyrir það þá sé hann að verða umferðaþyngsti vegurinn milli Djúpavogs og miðausturlands og það kalli á tafarlausr úrbætur.“ Þegar sveitarfélögin Djúpivogur, Egilsstaðir, Seyðisfjörður og Borgarfjörður voru sameinuð í Múlaþing var ein af forsendum sameiningarinnar bættar samgöngur og þar var Axarvegur á settur á oddinn. Síðan hefur allt verið í frosti, varla voru þetta fögur loforð sem ekkert var á bak við? Að lokum vil ég segja þetta við samgönguyfirvöld: Hlustið á íbúana, hættið að draga lappirnar, brettið upp ermarnar og sýnið íbúunum þá virðingu að bjóða þeim upp á örugga og góða vegi. Hönnun nýs vegar yfir Öxi er tilbúin, það eina sem vantar er vilji og metnaður. Höfundur er öryggis og fræðslustjóri hjá Kaldvík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Vegagerð Samgöngur Mest lesið Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Flest öll viljum við að húsunum okkar, bílum og öðrum eignum sé vel við haldið og þau séu örugg og í góðu ásigkomulagi. Ætti þetta ekki að vera eins með mannvirki eins og vegakerfið okkar? Ættum við ekki að hafa metnað til að hafa vegina okkar góða og örugga? Vegurinn yfir Öxi hefur verið með allra versta móti það sem af er ári. Svo virðist sem metnaður Vegagerðar og samgönguyfirvalda sé enginn þegar kemur að viðhaldi á þessum fjölfarna vegi. Þessi 18 km vegarspotti fær ekki það viðhald sem hann þarf, til að halda honum góðum miðað við þá umferð sem orðin er, en nú í september þurfti að loka Axarvegi tímabundið af því að vegurinn var svo slæmur, holurnar svo djúpar og svo margar. Um leið og umferð var hleypt á aftur varð umferðin um Öxi aftur orðin meiri en um þjóðveg 1. Sumarumferð á Öxi hefur aldrei verið meiri en í ár en 19 daga í ágústmánuði var umferðin meiri á Öxi heldur en um þjóðveg 1, þrátt fyrir að vegurinn hafi verið afar slæmur vegna skorts á viðhaldi stóran hluta af júlí. Samkvæmt teljara Vegagerðarinnar var umferðin yfir Öxi í ágúst 711 bílar á dag samanborið við 693 um þjóðveg 1. Það liggur því ljóst fyrir hvaða leið vegarendur kjósa. Ástæðan er einföld. Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km og þar að auki er leiðin afskaplega falleg og útsýnið einstakt. Svo er það auðvitað orkusparandi að geta valið um styttri leiðina. Í samantekt Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi sem stofnunin gefur út árlega kemur fram að vegurinn yfir Öxi er sá vegur þar sem flest slys verða miðað við umferð á vegum í dreifbýli samkvæmt tölfræði frá Samgöngustofu og hefur vegurinn haft þennan vafasama heiður undanfarin ár. Þörfin fyrir góðan og öruggan veg yfir Öxi er svo sannarlega til staðar, vilji íbúanna er skýr, árið er 2025 og við eigum að geta gert betur. Heimastjórn Djúpavogs bókaði eftirfarandi um Axarveg á fundi þann 4. september s.l.: „Heimastjórn vill árétta fyrri bókanir um miklvægi Axarvegar og að það sé nauðsynlegt að ráðist verði í framkvæmdir á heilsársvegi nú þegar. Umferð úm Axarveg frá áramótum til ágústloka er nálgt 80 þúsund bílum þrátt fyrir að lítil sem engin vetrarþjónusta hafi verið á tímabilinu janúar til apríl. umferðarþynsti dagurinn taldi 880 bíla. Meðalumferð frá 1. júní til 24. ágúst var 623 bílar. Aukning á umferð um Öxi á tveimur árum er yfir 35% Marga daga er umferð um Öxi meiri en um þjóðveg 1 við Streitishvarf. Heimastjórn sýnist það einsýnt að öllu lengur sé ekki hægt að bíða eftir framkvæmdum vegna síaukinnar umferðar og það sé ljóst að mjór og illa viðhaldinn malarvegur dugi ekki til að anna þessari umferð. Einnig vill heimastjórn árétta að viðhald sé í lágmarki og því vegurinn oft á köflum holóttur og erfiður yfirferðar, en þrátt fyrir það þá sé hann að verða umferðaþyngsti vegurinn milli Djúpavogs og miðausturlands og það kalli á tafarlausr úrbætur.“ Þegar sveitarfélögin Djúpivogur, Egilsstaðir, Seyðisfjörður og Borgarfjörður voru sameinuð í Múlaþing var ein af forsendum sameiningarinnar bættar samgöngur og þar var Axarvegur á settur á oddinn. Síðan hefur allt verið í frosti, varla voru þetta fögur loforð sem ekkert var á bak við? Að lokum vil ég segja þetta við samgönguyfirvöld: Hlustið á íbúana, hættið að draga lappirnar, brettið upp ermarnar og sýnið íbúunum þá virðingu að bjóða þeim upp á örugga og góða vegi. Hönnun nýs vegar yfir Öxi er tilbúin, það eina sem vantar er vilji og metnaður. Höfundur er öryggis og fræðslustjóri hjá Kaldvík.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun