Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. september 2025 16:20 Guðjón Hreinn Hauksson og Anton Már Gylfason. Samsett Formenn Félags stjórnenda í framhaldsskólum og Félags framhaldsskólakennara segja áform menntamálaráðherra um nýtt stjórnsýslustig vera enn óljósar hugmyndir. Þeir vona að fyrirhugaðar breytingar verði þeim til haga og að þeir fái að taka þátt í ítarlegu samráði um hvernig þeim verði háttað. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, greindi á dögunum frá áformum um nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Ætlunin er að setja upp fjórar til sex svæðisskrifstofur í nærumhverfi framhaldsskóla til að létta undir með stjórnendum skólanna og veita þeim aukna þjónustu. Á miðvikudag voru Anton Már Gylfason, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, og Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, boðaðir á kynningarfund menntamálaráðherra þar sem áformin voru kynnt. Þeir sóttu einnig fund í ráðuneytinu í morgun þar sem þeim gafst tækifæri til að spyrja nánar út í áformin. „Hugmyndin er ekki mikið mótuð þó að hún sé nokkuð skýr í sjálfu sér. Það er bara þannig að við erum hugsi yfir því hvaða áhrif hún komi til með að hafa á okkur félagsfólk, þessi breyting,“ segir Anton Már. Hann telur hlutverk svæðisskrifstofanna enn óljóst, hvort ætlunin sé að þær taki við verkefnum sem starfsmenn skólanna hafa sinnt hingað til og fækka stöðugildum innan veggja skólans eða hvort um sé að ræða stofnun sem eigi að styðja við störf þeirra. Það séu tvær ólíkar sviðsmyndir og segir Anton Már mikilvægt að ekki sé verið að fara í breytingarnar bara til að „spara nokkrar krónur og aura“ heldur til að auka þjónustu og gæði skólastarfs. „Það er stærsta spurningin í okkar huga, hvaða áhrif hefur þetta á dagleg störf kennara og svo framvegis. Við erum að reyna átta okkur á því og vonumst eftir því að eiga gott samstarf við ráðuneytið um hvað felst í þessum hugmyndum annað en það sem er sett þarna fram,“ segir Anton Már. „Það má fylgja sögunni að við væntum þess að eiga í samtali um þetta við ráðuneytið og það fólk sem kemur til með að vera lykilfólk í þessari framkvæmd.“ Telur verkefnið spennandi Guðjón Hreinn segir fregnir ráðherrans hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti svo skiljanlega hafi þær komið fólki úr ójafnvægi. Hann er samt sem áður vongóður um að breytingarnar verði til góða fyrir félagsmenn hans en um sé að ræða langtímaverkefni. „Þetta er það nýtt að maður veit ekki nákvæmlega hvernig þetta verður og hugmyndin er ekki endanleg. Hún mun mótast í samtali, það sem við viljum vera viss um er að framhaldsskólastigið fái aukið vægi og aukinn styrk,“ segir Guðjón. „Von okkar er að þetta hafi góð áhrif en vissulega erum við í þessu samtali til að gæta þeirra hagsmuna og til þess að styrkja kerfið en ekki ógna því.“ Guðjón telur verkefnið vera heilt yfir spennandi og líst vel á að framhaldsskólastigið verði tekið fyrir. Það samsvarar hugmyndum Antons Más sem segist alltaf fagna því þegar framhaldsskólakerfið fái pláss í umræðunni. Einungis hugmyndir uppi um staðsetningu skrifstofanna Í tilkynningu ráðherra segir að svæðisskrifstofurnar, sem verði á bilinu fjórar til sex, verði í nærumhverfi allra framhaldsskóla á landinu. Alls eru 27 framhaldsskólar víðs vegar um landið svo það verður án efa samtal um mögulegar staðsetningar skrifstofanna svo þær nýtist sem best. Anton Már segir að á kynningarfundi ráðherra hafi verið settar fram hugmyndir um hvar staðsetja eigi skrifstofurnar en aðeins sé um að ræða hugmyndir. „Það var skýrt tekið fram um að þetta væru fyrstu hugmyndir og dæmi um hvar þær gætu hugsanlega verið,“ segir hann. Framhaldsskólar Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, greindi á dögunum frá áformum um nýtt stjórnsýslustig fyrir framhaldsskóla landsins. Ætlunin er að setja upp fjórar til sex svæðisskrifstofur í nærumhverfi framhaldsskóla til að létta undir með stjórnendum skólanna og veita þeim aukna þjónustu. Á miðvikudag voru Anton Már Gylfason, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum, Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, og Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, boðaðir á kynningarfund menntamálaráðherra þar sem áformin voru kynnt. Þeir sóttu einnig fund í ráðuneytinu í morgun þar sem þeim gafst tækifæri til að spyrja nánar út í áformin. „Hugmyndin er ekki mikið mótuð þó að hún sé nokkuð skýr í sjálfu sér. Það er bara þannig að við erum hugsi yfir því hvaða áhrif hún komi til með að hafa á okkur félagsfólk, þessi breyting,“ segir Anton Már. Hann telur hlutverk svæðisskrifstofanna enn óljóst, hvort ætlunin sé að þær taki við verkefnum sem starfsmenn skólanna hafa sinnt hingað til og fækka stöðugildum innan veggja skólans eða hvort um sé að ræða stofnun sem eigi að styðja við störf þeirra. Það séu tvær ólíkar sviðsmyndir og segir Anton Már mikilvægt að ekki sé verið að fara í breytingarnar bara til að „spara nokkrar krónur og aura“ heldur til að auka þjónustu og gæði skólastarfs. „Það er stærsta spurningin í okkar huga, hvaða áhrif hefur þetta á dagleg störf kennara og svo framvegis. Við erum að reyna átta okkur á því og vonumst eftir því að eiga gott samstarf við ráðuneytið um hvað felst í þessum hugmyndum annað en það sem er sett þarna fram,“ segir Anton Már. „Það má fylgja sögunni að við væntum þess að eiga í samtali um þetta við ráðuneytið og það fólk sem kemur til með að vera lykilfólk í þessari framkvæmd.“ Telur verkefnið spennandi Guðjón Hreinn segir fregnir ráðherrans hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti svo skiljanlega hafi þær komið fólki úr ójafnvægi. Hann er samt sem áður vongóður um að breytingarnar verði til góða fyrir félagsmenn hans en um sé að ræða langtímaverkefni. „Þetta er það nýtt að maður veit ekki nákvæmlega hvernig þetta verður og hugmyndin er ekki endanleg. Hún mun mótast í samtali, það sem við viljum vera viss um er að framhaldsskólastigið fái aukið vægi og aukinn styrk,“ segir Guðjón. „Von okkar er að þetta hafi góð áhrif en vissulega erum við í þessu samtali til að gæta þeirra hagsmuna og til þess að styrkja kerfið en ekki ógna því.“ Guðjón telur verkefnið vera heilt yfir spennandi og líst vel á að framhaldsskólastigið verði tekið fyrir. Það samsvarar hugmyndum Antons Más sem segist alltaf fagna því þegar framhaldsskólakerfið fái pláss í umræðunni. Einungis hugmyndir uppi um staðsetningu skrifstofanna Í tilkynningu ráðherra segir að svæðisskrifstofurnar, sem verði á bilinu fjórar til sex, verði í nærumhverfi allra framhaldsskóla á landinu. Alls eru 27 framhaldsskólar víðs vegar um landið svo það verður án efa samtal um mögulegar staðsetningar skrifstofanna svo þær nýtist sem best. Anton Már segir að á kynningarfundi ráðherra hafi verið settar fram hugmyndir um hvar staðsetja eigi skrifstofurnar en aðeins sé um að ræða hugmyndir. „Það var skýrt tekið fram um að þetta væru fyrstu hugmyndir og dæmi um hvar þær gætu hugsanlega verið,“ segir hann.
Framhaldsskólar Stjórnsýsla Skóla- og menntamál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira