Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar 20. september 2025 07:00 Meðal áherslumála minna sem ráðherra atvinnumála er að einfalda regluverk og stjórnsýslu, atvinnulífi og neytendum til hagsbóta. Með því að vinda ofan af óþarfa flækjustigi og auka skilvirkni og fyrirsjáanleika í samskiptum hins opinbera og atvinnulífs batnar rekstrarumhverfi fyrirtækja sem aftur ýtir undir vöxt og verðmætasköpun. Við viljum einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og er óhætt að segja að þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi vetur vitni um það. Fyrst ber að nefna stórfellda einföldun regluverks þegar kemur að leyfisveitingum og eftirliti með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum, en um er að ræða lagafrumvarp sem unnið er í samvinnu atvinnuvegaráðuneytisins og umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytisins. Í frumvarpinu er lagt til að eftirlitsaðilum verði fækkað úr ellefu í tvo þannig að ábyrgð á eftirliti með matvælum færist frá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna til Matvælastofnunar sem er undir atvinnuvegaráðuneyti og ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum færist frá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna til Umhverfis- og orkustofnunar. Löngu tímabærar breytingar Um löngu tímabærar breytingar er að ræða enda hafa þær verið til umræðu í tæpa tvo áratugi og ítrekað verið bent á að núverandi fyrirkomulag sé of flókið að uppbyggingu. Sem dæmi spjallaði ég við mann í Hamraborginni á Ísafirði í sumar sem hafði staðið í því að opna veitingastað í tveimur sveitarfélögum á sama tíma. Hann lýsti því fyrir mér hversu snúið ferlið er en líka ólíkt á milli sveitarfélaga og erfitt að finna upplýsingar um hvernig eigi að bera sig að. Þessi saga er ekki einstök og undirstrikar nauðsyn þessara breytinga, en í því samhengi er líka mikilvægt að einfalda starf eftirlitsaðila, m.a. með því að draga úr flókinni og óþarfa skriffinnsku. Það hyggjumst við gera því samhliða fækkun eftirlitsaðila verður komið á einu samræmdu upplýsingakerfi, bæði fyrir þá sem starfa við eftirlitið og fyrir þá sem sæta eftirliti. Hugmyndin er sú að sá sem er t.d. að sækja um leyfi vegna opnunar veitingahúss geti fylgst með ferlinu nánast í rauntíma. Með þessum fyrirhuguðu breytingum er ekki verið að leggja niður eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum, enda verður engin af þeirri starfsemi sem er nauðsynleg til að tryggja heilbrigði fólks og ómengað umhverfi lögð niður. Þá er markmið breytinganna ekki fækkun eða tilfærsla starfa milli landshluta. Þvert á móti verður lagt upp með að standa vörð um störfin á landsbyggðinni og leitast við að tryggja að þau haldist í heimabyggð. Ég nefndi að þessar breytingar væru löngu tímabærar og að þær hefðu verið lengi í skoðun og undirbúningi. Það á við um mörg ferli sem staðið hefur til að einfalda. Nú er tími aðgerða runninn upp. Þess vegna ákváðum við Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að sameina krafta okkar í þágu skilvirkni þannig að eitt frumvarp yrði lagt fram um þessar mikilvægu kerfisbreytingar. Aukin skilvirkni og öflug neytendavernd Ég vil einnig nefna frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum sem ég hyggst mæla fyrir í október. Markmið þeirra breytinga er m.a. að hækka veltumörk tilkynningaskyldra samruna en með því verða færri samrunar tilkynningaskyldir sem dregur úr reglubyrði fyrir atvinnulífið. Á sama tíma fækkar þeim samrunum sem samkeppnisyfirvöld þurfa að fara yfir sem eykur svigrúm til annarra verkefna og ýtir þannig undir aukna skilvirkni. Síðan eru það svo bílastæðagjöldin sem hafa verið mikið til umræðu undanfarna mánuði. Í mínum huga er augljóst að taka þarf betur utan um þann málaflokk og það erum við Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra að gera í sameiningu. Starfshópur á vegum beggja ráðuneyta skoðar nú hvaða skref þarf að taka til að tryggja betur rétt neytenda og skýra ábyrgð rekstraraðila, og þá alltaf með það að leiðarljósi að regluverkið sé einfalt, skilvirkt og virki fyrir fólk. Fleiri verkefni eru í gangi á vegum atvinnuvegaráðuneytisins þar sem markmiðið er að einfalda ferla og regluverk og gera kerfin skilvirkari. Það er sannarlega af nægu að taka. Höfundur er atvinnuvegaráðherra og þingmaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Neytendur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Meðal áherslumála minna sem ráðherra atvinnumála er að einfalda regluverk og stjórnsýslu, atvinnulífi og neytendum til hagsbóta. Með því að vinda ofan af óþarfa flækjustigi og auka skilvirkni og fyrirsjáanleika í samskiptum hins opinbera og atvinnulífs batnar rekstrarumhverfi fyrirtækja sem aftur ýtir undir vöxt og verðmætasköpun. Við viljum einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og er óhætt að segja að þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir komandi vetur vitni um það. Fyrst ber að nefna stórfellda einföldun regluverks þegar kemur að leyfisveitingum og eftirliti með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum, en um er að ræða lagafrumvarp sem unnið er í samvinnu atvinnuvegaráðuneytisins og umhverfis,- orku- og loftslagsráðuneytisins. Í frumvarpinu er lagt til að eftirlitsaðilum verði fækkað úr ellefu í tvo þannig að ábyrgð á eftirliti með matvælum færist frá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna til Matvælastofnunar sem er undir atvinnuvegaráðuneyti og ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum færist frá heilbrigðiseftirlitum sveitarfélaganna til Umhverfis- og orkustofnunar. Löngu tímabærar breytingar Um löngu tímabærar breytingar er að ræða enda hafa þær verið til umræðu í tæpa tvo áratugi og ítrekað verið bent á að núverandi fyrirkomulag sé of flókið að uppbyggingu. Sem dæmi spjallaði ég við mann í Hamraborginni á Ísafirði í sumar sem hafði staðið í því að opna veitingastað í tveimur sveitarfélögum á sama tíma. Hann lýsti því fyrir mér hversu snúið ferlið er en líka ólíkt á milli sveitarfélaga og erfitt að finna upplýsingar um hvernig eigi að bera sig að. Þessi saga er ekki einstök og undirstrikar nauðsyn þessara breytinga, en í því samhengi er líka mikilvægt að einfalda starf eftirlitsaðila, m.a. með því að draga úr flókinni og óþarfa skriffinnsku. Það hyggjumst við gera því samhliða fækkun eftirlitsaðila verður komið á einu samræmdu upplýsingakerfi, bæði fyrir þá sem starfa við eftirlitið og fyrir þá sem sæta eftirliti. Hugmyndin er sú að sá sem er t.d. að sækja um leyfi vegna opnunar veitingahúss geti fylgst með ferlinu nánast í rauntíma. Með þessum fyrirhuguðu breytingum er ekki verið að leggja niður eftirlit með matvælum, hollustuháttum og mengunarvörnum, enda verður engin af þeirri starfsemi sem er nauðsynleg til að tryggja heilbrigði fólks og ómengað umhverfi lögð niður. Þá er markmið breytinganna ekki fækkun eða tilfærsla starfa milli landshluta. Þvert á móti verður lagt upp með að standa vörð um störfin á landsbyggðinni og leitast við að tryggja að þau haldist í heimabyggð. Ég nefndi að þessar breytingar væru löngu tímabærar og að þær hefðu verið lengi í skoðun og undirbúningi. Það á við um mörg ferli sem staðið hefur til að einfalda. Nú er tími aðgerða runninn upp. Þess vegna ákváðum við Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að sameina krafta okkar í þágu skilvirkni þannig að eitt frumvarp yrði lagt fram um þessar mikilvægu kerfisbreytingar. Aukin skilvirkni og öflug neytendavernd Ég vil einnig nefna frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum sem ég hyggst mæla fyrir í október. Markmið þeirra breytinga er m.a. að hækka veltumörk tilkynningaskyldra samruna en með því verða færri samrunar tilkynningaskyldir sem dregur úr reglubyrði fyrir atvinnulífið. Á sama tíma fækkar þeim samrunum sem samkeppnisyfirvöld þurfa að fara yfir sem eykur svigrúm til annarra verkefna og ýtir þannig undir aukna skilvirkni. Síðan eru það svo bílastæðagjöldin sem hafa verið mikið til umræðu undanfarna mánuði. Í mínum huga er augljóst að taka þarf betur utan um þann málaflokk og það erum við Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra að gera í sameiningu. Starfshópur á vegum beggja ráðuneyta skoðar nú hvaða skref þarf að taka til að tryggja betur rétt neytenda og skýra ábyrgð rekstraraðila, og þá alltaf með það að leiðarljósi að regluverkið sé einfalt, skilvirkt og virki fyrir fólk. Fleiri verkefni eru í gangi á vegum atvinnuvegaráðuneytisins þar sem markmiðið er að einfalda ferla og regluverk og gera kerfin skilvirkari. Það er sannarlega af nægu að taka. Höfundur er atvinnuvegaráðherra og þingmaður Viðreisnar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun